Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2025 13:37 Olga Bjarnadóttir er í stjórn ÍSÍ og sækist eftir því að verða nýr forseti sambandsins. Ljósmynd/Hulda Margrét Olga Bjarnadóttir, 2. varaforseti í framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, hefur lýst yfir framboði til embættis forseta sambandsins. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið í Reykjavík 16. og 17. maí og er frestur til að lýsa yfir framboði til 25. apríl. Auk Olgu hefur Willum Þór Þórsson lýst yfir framboði og því ljóst að kosið verður á þinginum um arftaka Lárusar Blöndal sem ákveðið hefur að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Olga, sem auk þess að vera í stjórn ÍSÍ er framkvæmdastjóri fimleikafélagsins Gerplu, lýsti yfir framboði sínu á Facebook í dag. Þar bendir hún á að hún hafi víðtæka reynslu innan íþróttahreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Hún hafi verið keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Olga hefur starfað í íþróttahreyfingunni í meira en þrjá áratugi og verið í stjórn ÍSÍ síðustu sex ár, þar af síðsutu tvö ár sem 2. varaforseti. Hér að neðan má sjá tilkynningu Olgu í heild sinni. Kæru vinir og félagar, Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta ÍSÍ á komandi þingi. Eftir mikla hvatningu frá ýmsum áttum, ígrundun og samtöl við fjölbreyttan hóp hef ég ákveðið að bjóða mig fram í þetta mikilvæga embætti. Íþróttir hafa mótað mig og gefið mér ómetanleg tækifæri til að vaxa og þroskast sem manneskja og leiðtogi. Ég hef víðtæka reynslu innan hreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi yfir í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Ég hef sinnt fjölbreyttum verkefnum í hreyfingunni sem keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Árið 2019 var ég kosin í stjórn ÍSÍ og hef gegnt embætti annars varaforseta síðastliðin tvö ár. Starf mitt í þágu íþróttahreyfingarinnar spannar nú yfir þrjá áratugi. Ég er tilbúin að leiða íþróttahreyfinguna með krafti og metnaði. Framboð mitt byggir á áratuga reynslu á öllum sviðum innan hreyfingarinnar, og langar mig að halda áfram að leggja mitt af mörkum í þágu íþróttanna, fólksins og framtíðar íþróttahreyfingarinnar. Framundan eru spennandi verkefni og tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Ég hlakka til að vinna áfram með því sterka, samhenta og ómetanlega samfélagi sem heldur íslensku íþróttalífi gangandi. Á næstu vikum mun ég leitast við að eiga samtal við ykkur sem komið að hreyfingunni, samtal um hvernig við getum eflt og styrkt íþróttahreyfinguna enn frekar. Samtal sem er lykillinn að sameiginlegri framtíðarsýn. Með íþróttakveðju, Olga Bjarnadóttir ÍSÍ Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Sjá meira
Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið í Reykjavík 16. og 17. maí og er frestur til að lýsa yfir framboði til 25. apríl. Auk Olgu hefur Willum Þór Þórsson lýst yfir framboði og því ljóst að kosið verður á þinginum um arftaka Lárusar Blöndal sem ákveðið hefur að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Olga, sem auk þess að vera í stjórn ÍSÍ er framkvæmdastjóri fimleikafélagsins Gerplu, lýsti yfir framboði sínu á Facebook í dag. Þar bendir hún á að hún hafi víðtæka reynslu innan íþróttahreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Hún hafi verið keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Olga hefur starfað í íþróttahreyfingunni í meira en þrjá áratugi og verið í stjórn ÍSÍ síðustu sex ár, þar af síðsutu tvö ár sem 2. varaforseti. Hér að neðan má sjá tilkynningu Olgu í heild sinni. Kæru vinir og félagar, Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta ÍSÍ á komandi þingi. Eftir mikla hvatningu frá ýmsum áttum, ígrundun og samtöl við fjölbreyttan hóp hef ég ákveðið að bjóða mig fram í þetta mikilvæga embætti. Íþróttir hafa mótað mig og gefið mér ómetanleg tækifæri til að vaxa og þroskast sem manneskja og leiðtogi. Ég hef víðtæka reynslu innan hreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi yfir í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Ég hef sinnt fjölbreyttum verkefnum í hreyfingunni sem keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Árið 2019 var ég kosin í stjórn ÍSÍ og hef gegnt embætti annars varaforseta síðastliðin tvö ár. Starf mitt í þágu íþróttahreyfingarinnar spannar nú yfir þrjá áratugi. Ég er tilbúin að leiða íþróttahreyfinguna með krafti og metnaði. Framboð mitt byggir á áratuga reynslu á öllum sviðum innan hreyfingarinnar, og langar mig að halda áfram að leggja mitt af mörkum í þágu íþróttanna, fólksins og framtíðar íþróttahreyfingarinnar. Framundan eru spennandi verkefni og tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Ég hlakka til að vinna áfram með því sterka, samhenta og ómetanlega samfélagi sem heldur íslensku íþróttalífi gangandi. Á næstu vikum mun ég leitast við að eiga samtal við ykkur sem komið að hreyfingunni, samtal um hvernig við getum eflt og styrkt íþróttahreyfinguna enn frekar. Samtal sem er lykillinn að sameiginlegri framtíðarsýn. Með íþróttakveðju, Olga Bjarnadóttir
Kæru vinir og félagar, Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til embættis forseta ÍSÍ á komandi þingi. Eftir mikla hvatningu frá ýmsum áttum, ígrundun og samtöl við fjölbreyttan hóp hef ég ákveðið að bjóða mig fram í þetta mikilvæga embætti. Íþróttir hafa mótað mig og gefið mér ómetanleg tækifæri til að vaxa og þroskast sem manneskja og leiðtogi. Ég hef víðtæka reynslu innan hreyfingarinnar, allt frá því að vera iðkandi yfir í að leiða eitt stærsta íþróttafélag landsins. Ég hef sinnt fjölbreyttum verkefnum í hreyfingunni sem keppandi, þjálfari, dómari, stjórnarmaður, sjálfboðaliði og móðir á hliðarlínunni. Árið 2019 var ég kosin í stjórn ÍSÍ og hef gegnt embætti annars varaforseta síðastliðin tvö ár. Starf mitt í þágu íþróttahreyfingarinnar spannar nú yfir þrjá áratugi. Ég er tilbúin að leiða íþróttahreyfinguna með krafti og metnaði. Framboð mitt byggir á áratuga reynslu á öllum sviðum innan hreyfingarinnar, og langar mig að halda áfram að leggja mitt af mörkum í þágu íþróttanna, fólksins og framtíðar íþróttahreyfingarinnar. Framundan eru spennandi verkefni og tækifæri til eflingar og nýsköpunar. Ég hlakka til að vinna áfram með því sterka, samhenta og ómetanlega samfélagi sem heldur íslensku íþróttalífi gangandi. Á næstu vikum mun ég leitast við að eiga samtal við ykkur sem komið að hreyfingunni, samtal um hvernig við getum eflt og styrkt íþróttahreyfinguna enn frekar. Samtal sem er lykillinn að sameiginlegri framtíðarsýn. Með íþróttakveðju, Olga Bjarnadóttir
ÍSÍ Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Sjá meira