Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. apríl 2025 13:48 Vetrarfærð verður líklega á fjallvegum í hríðarveðri sem gengur yfir landið. Vísir/Vilhelm Vegfarendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir vaxandi hríðarveðri norðaustan lands og einnig á Norðurlandi og á Vestfjörðum þegar líða tekur á daginn. Viðbúið er að einhverjir vegir verði ófærir eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur í kvöld og fram eftir morgni í fyrramálið. Þó er útlit fyrir „ekta páskaveður“ um næstu helgi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir veður geta spillt færð víða þar til á morgun. „Það er hríðarveður sem gengur yfir Norðurland. Þetta er nú sennilega fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði, svona ekta hríðarveður. En sem betur fer eru aðrar aðstæður hagstæðar, mestallan snjó hafði tekið upp og það er ekki lengur frost í vegi. En engu að síður, sérstaklega í kvöld eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur og í nótt þá er hætt við því að vegir, sérstaklega fjallvegir teppist,“ segir Einar. Hann nefnir sem dæmi Mývatns- og Möðrdalsöræfin, Þverárfjall og Vatnsskarð auk fjallvega vestur á fjörðum þar sem vetrarástand er einna helst á Steingrímsfjarðarheiði og Dynjandisheiði. „Það þarf að huga að því fyrir þá sem ætla að vera á ferðinni í dag að bíða ekki með það fram yfir myrkur. Eins er norðanáttin það hvöss í fyrramálið að það má gera ráð fyrir því að það verði vindkviður snarpar á sunnanverðu Snæfellsnesi.“ Einar gerir ráð fyrir að veðrið muni ganga yfir hægt og rólega með morgundeginum. „En það er ennþá hríðarhraglandi í honum fram í dymbilvikuna, alveg fram á skírdag. Það skiptir miklu núna að það er þá kominn nýr snjór sem getur farið af stað og skafið og vetrarástand að nýju.“ Er eitthvað hægt að segja til um páskaveðrið, hvernig er útlitið þá? „Það lítur út fyrir að þessi norðanátt gangi niður um páskana og fyrir páskana. Nú er spáð bara ágætasta veðri, ekta páskaveðri með svölu veðri en hæglátu. Sól á daginn en næturfrost,“ svarar Einar. Veður Færð á vegum Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir veður geta spillt færð víða þar til á morgun. „Það er hríðarveður sem gengur yfir Norðurland. Þetta er nú sennilega fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði, svona ekta hríðarveður. En sem betur fer eru aðrar aðstæður hagstæðar, mestallan snjó hafði tekið upp og það er ekki lengur frost í vegi. En engu að síður, sérstaklega í kvöld eftir að þjónustutíma Vegagerðarinnar lýkur og í nótt þá er hætt við því að vegir, sérstaklega fjallvegir teppist,“ segir Einar. Hann nefnir sem dæmi Mývatns- og Möðrdalsöræfin, Þverárfjall og Vatnsskarð auk fjallvega vestur á fjörðum þar sem vetrarástand er einna helst á Steingrímsfjarðarheiði og Dynjandisheiði. „Það þarf að huga að því fyrir þá sem ætla að vera á ferðinni í dag að bíða ekki með það fram yfir myrkur. Eins er norðanáttin það hvöss í fyrramálið að það má gera ráð fyrir því að það verði vindkviður snarpar á sunnanverðu Snæfellsnesi.“ Einar gerir ráð fyrir að veðrið muni ganga yfir hægt og rólega með morgundeginum. „En það er ennþá hríðarhraglandi í honum fram í dymbilvikuna, alveg fram á skírdag. Það skiptir miklu núna að það er þá kominn nýr snjór sem getur farið af stað og skafið og vetrarástand að nýju.“ Er eitthvað hægt að segja til um páskaveðrið, hvernig er útlitið þá? „Það lítur út fyrir að þessi norðanátt gangi niður um páskana og fyrir páskana. Nú er spáð bara ágætasta veðri, ekta páskaveðri með svölu veðri en hæglátu. Sól á daginn en næturfrost,“ svarar Einar.
Veður Færð á vegum Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum