En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir og Eiríkur Hjálmarsson skrifa 15. apríl 2025 10:32 Í öllu því brimróti sem gengur yfir veröldina þessar vikur og mánuði verður undiraldan ekki eins áberandi. Í tollaslag, auknum vígbúnaði og vopnuðum átökum síga loftslagsmálin neðar á vefsíðum fjölmiðla. Við Orkuveitufólk keppumst þó við að halda vöku ökkar. Sjálfbær orka, sporlétt veituþjónusta og kolefnisbinding eru enda lyklar að því að allt samfélagið breytist til betri vegar fyrir loftslagið; grundvöllur þess að Orkuveitan sé aflvaki sjálfbærrar framtíðar. Í stríði um stál Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti í meira en aldarlangri sögu Orkuveitunnar og forvera hennar að vígbúnaður setur strik í reikninginn. Þegar undirbúningur stóð yfir að öðrum áfanga hinnar umhverfisvænu hitaveitu í Reykjavík – lagning Reykjaæðar frá hverasvæðunum í Mosfellssveit og tenging húsa – brast á heimsstyrjöld númer tvö. Stál í pípur fékkst ekki frá Danaveldi en fyrir mikla eljusemi tókst að herja út stál í Bandaríkjunum áður en meira og minna allt stál þar í landi fór í hergagnaiðnaðinn. Stál er ennþá grundvallarefni í lögnum og virkjana- og veitubúnaði af ýmsu tagi og framleiðsla þess er eitthvað það ósporléttasta í öllum aðföngum Orkuveitunnar. Á þessu ári mun Orkuveitan stíga risaskref í átt til nettó-núll áhrifa eigin starfsemi á loftslagið. Langstærsti hluti kolefnissporsins er vegna koldíoxíðs sem kemur upp með jarðgufunni sem nýtt er í virkjununum á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Frá þeim fáum við hvorttveggja heitt vatn og rafmagn auk þess ýmsar aukaafurðir eru nýttar í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar í Ölfusi. Koldíoxíðið verður steingert með hinni heimasmíðuðu Carbfix aðferð en þessi u.þ.b. þreföldun afkastagetu gefur kost á að virkjunin verði nánast sporlaus. En hvað svo? Hvað með innkaupin? Hvað með allt stálið og sementið? Hvað með eldsneytið á vinnuvélar verktakanna? Markviss vinna um árabil Orkuveitan setti sér loftslagsmarkmið 2016, hefur gert loftslagsbókhald samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum frá 2020 og frá í fyrra hafa hvorttveggja loftslagsbókhaldið og markmið fyrirtækisins notið vottunar samkvæmt ströngum skilyrðum Science Based Targets initiative, sem eru ein þau virtust á þessu sviði. En Loftslagsbókhaldið er ekki gert bókhaldsins vegna. Þessi glöggu reikningsskil hafa fært okkur miklu betri skilning á því hverslags aðgerðir eru líklegar til að skila okkur og þar með öllum þeim samfélögum sem við þjónum árangri. Nú höfum við gefið út Loftslagsvegvísi Orkuveitunnar. Þar gerum við með greinargóðum og skiljanlegum hætti grein fyrir því hvernig við ætlum að skila enn meiri árangri í loftslagsmálum, því ekki veitir af. Þar sést hvaða kröfur við gerum til okkar sjálfra og hvaða væntingar við höfum til birgjanna sem selja okkur efni og vörur og verktakanna sem grafa fyrir okkur skurði eða tengja mæla. Miðlum lærdómi Þangað geta líka önnur framsýn fyrirtæki með loftslagsmetnað sótt hugmyndir að aðgerðum og við Orkuveitufólk munum fylgjast með því sem önnur gera og læra af því. Reyndar hafa Veitur sérstaklega auglýst eftir hugmyndum um nýtingu fráveituúrgangs en ónýttur stækkar hann kolefnisspor Orkuveitunnar. Því fleiri sem leggjast á árar, því hagkvæmari og betri verða þær nauðsynlegu umbreytingar sem við verðum að gera á því hvernig við framleiðum vörur og veitum þjónustu. Sjálfbær rekstur er nauðsynlegur til að börnin okkar og barnabörn fái líka notið þeirra miklu gæða sem okkar kynslóð er að njóta, fyrir nú utan að vera bara góður bissness. Loftslagsvegvísirinn er öllum aðgengilegur á vefnum hjá okkur. Njótið heil. Höfundar eru Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir, sérfræðingur Orkuveitunnar í loftslags- og umhverfismálum, og Eiríkur Hjálmarsson, sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Orkumál Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Í öllu því brimróti sem gengur yfir veröldina þessar vikur og mánuði verður undiraldan ekki eins áberandi. Í tollaslag, auknum vígbúnaði og vopnuðum átökum síga loftslagsmálin neðar á vefsíðum fjölmiðla. Við Orkuveitufólk keppumst þó við að halda vöku ökkar. Sjálfbær orka, sporlétt veituþjónusta og kolefnisbinding eru enda lyklar að því að allt samfélagið breytist til betri vegar fyrir loftslagið; grundvöllur þess að Orkuveitan sé aflvaki sjálfbærrar framtíðar. Í stríði um stál Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti í meira en aldarlangri sögu Orkuveitunnar og forvera hennar að vígbúnaður setur strik í reikninginn. Þegar undirbúningur stóð yfir að öðrum áfanga hinnar umhverfisvænu hitaveitu í Reykjavík – lagning Reykjaæðar frá hverasvæðunum í Mosfellssveit og tenging húsa – brast á heimsstyrjöld númer tvö. Stál í pípur fékkst ekki frá Danaveldi en fyrir mikla eljusemi tókst að herja út stál í Bandaríkjunum áður en meira og minna allt stál þar í landi fór í hergagnaiðnaðinn. Stál er ennþá grundvallarefni í lögnum og virkjana- og veitubúnaði af ýmsu tagi og framleiðsla þess er eitthvað það ósporléttasta í öllum aðföngum Orkuveitunnar. Á þessu ári mun Orkuveitan stíga risaskref í átt til nettó-núll áhrifa eigin starfsemi á loftslagið. Langstærsti hluti kolefnissporsins er vegna koldíoxíðs sem kemur upp með jarðgufunni sem nýtt er í virkjununum á Hellisheiði og á Nesjavöllum. Frá þeim fáum við hvorttveggja heitt vatn og rafmagn auk þess ýmsar aukaafurðir eru nýttar í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar í Ölfusi. Koldíoxíðið verður steingert með hinni heimasmíðuðu Carbfix aðferð en þessi u.þ.b. þreföldun afkastagetu gefur kost á að virkjunin verði nánast sporlaus. En hvað svo? Hvað með innkaupin? Hvað með allt stálið og sementið? Hvað með eldsneytið á vinnuvélar verktakanna? Markviss vinna um árabil Orkuveitan setti sér loftslagsmarkmið 2016, hefur gert loftslagsbókhald samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum frá 2020 og frá í fyrra hafa hvorttveggja loftslagsbókhaldið og markmið fyrirtækisins notið vottunar samkvæmt ströngum skilyrðum Science Based Targets initiative, sem eru ein þau virtust á þessu sviði. En Loftslagsbókhaldið er ekki gert bókhaldsins vegna. Þessi glöggu reikningsskil hafa fært okkur miklu betri skilning á því hverslags aðgerðir eru líklegar til að skila okkur og þar með öllum þeim samfélögum sem við þjónum árangri. Nú höfum við gefið út Loftslagsvegvísi Orkuveitunnar. Þar gerum við með greinargóðum og skiljanlegum hætti grein fyrir því hvernig við ætlum að skila enn meiri árangri í loftslagsmálum, því ekki veitir af. Þar sést hvaða kröfur við gerum til okkar sjálfra og hvaða væntingar við höfum til birgjanna sem selja okkur efni og vörur og verktakanna sem grafa fyrir okkur skurði eða tengja mæla. Miðlum lærdómi Þangað geta líka önnur framsýn fyrirtæki með loftslagsmetnað sótt hugmyndir að aðgerðum og við Orkuveitufólk munum fylgjast með því sem önnur gera og læra af því. Reyndar hafa Veitur sérstaklega auglýst eftir hugmyndum um nýtingu fráveituúrgangs en ónýttur stækkar hann kolefnisspor Orkuveitunnar. Því fleiri sem leggjast á árar, því hagkvæmari og betri verða þær nauðsynlegu umbreytingar sem við verðum að gera á því hvernig við framleiðum vörur og veitum þjónustu. Sjálfbær rekstur er nauðsynlegur til að börnin okkar og barnabörn fái líka notið þeirra miklu gæða sem okkar kynslóð er að njóta, fyrir nú utan að vera bara góður bissness. Loftslagsvegvísirinn er öllum aðgengilegur á vefnum hjá okkur. Njótið heil. Höfundar eru Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir, sérfræðingur Orkuveitunnar í loftslags- og umhverfismálum, og Eiríkur Hjálmarsson, sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun