Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2025 16:24 Utanríkisráðherra ítrekar að íþróttamönnum sé frjálst að taka eigin ákvarðanir um þátttöku í keppnum, en þykir ákvörðun Hafþórs vera vonbrigði. Vísir/EPA Utanríkisráðherra segir vonbrigði að kraftlyftingakappinn Hafþór Júlíus Björnsson hafi ákveðið að taka þátt á kraftlyftingamóti í Síberíu í Rússlandi um páskana. Hafþór Júlíus er einn af sjö erlendum keppendum á mótinu sem kallast Siberian Pro og fer fram 19. og 20. apríl. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, segir íþróttafólki frjálst að taka þátt í þeim keppnum sem það kýs, en þykir þátttakan umhugsunarverð í ljósi stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Vísir greindi frá því í mars að Hafþór Júlíus yrði meðal keppenda á mótinu, en aðrir erlendir þátttakendur koma frá Póllandi, Kanada, Bretlandi, Svíþjóð, Ástralíu og Íran. Þar að auki taka fjórir heimamenn þátt í keppninni. Hafþór hefur deilt myndum og myndböndum í story á Instagram í dag frá ferðinni til Krasnoyarsk í Síberíu þar sem mótið fer fram, og virðist hann nú mættur á svæðið. „Hvort sem það er Hafþór Júlíus eða íþróttasamböndin okkar, það er svolítið þeirra að taka ákvörðunina og þau, eins og Hafþór, hann er vitanlega frjáls ferða sinna og tekur þessa ákvörðun. Auðvitað veldur þessi ákvörðun hans ákveðnum vonbrigðum. Einangrun Rússlands á alþjóðavettvangi, þar með talið á sviði íþrótta af hvers kyns tagi, við skulum bara hafa það í huga, það er ekki af tilefnislausu,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Ísland hafi fordæmt framferði Rússa í Úkraínu ásamt öðrum vina- og bandalagsríkjum. Ekkert réttlætir „grimmilegan og ólöglegan“ stríðsrekstur Rússa ítrekar ráðherrann að íslensk stjórnvöld muni áfram standa með Úkraínu. Hafþór hefur endurdeilt myndum frá Síberíu á samfélagsmiðlum.skjáskot/instagram Þungt hljóð í Þorgerði „Við höfum sniðgengið Rússland og það hefur gilt líka meðal annars um íþróttaviðburði. En eftir stendur að þetta eru ákvarðanir sem að íþróttamennirnir, og meðal annars Hafþór sem hefur náttúrlega skapað sér mjög sterkt nafn og það hefur verið ótrulega gaman að fylgjast með Hafþóri. En hann sem aðrir þarf að gera það upp við sig, hvort að það er rétt að fara til Rússlands þegar það er þetta ólöglega árásarstríð, grimmilega árásarstríð þar sem það eru miklir stríðsglæpir framdir, hvort að það eigi að veita Rússlandi einhvern stuðnin, beinan eða óbeinan með því að mæta á svona mót. Ég verð að segja, bara sem borgari í þessu landi að þá finnst mér erfitt að horfa upp á þetta,“ segir Þorgerður. Finnst þér ámælisvert að taka ákvörðun um að vera með í svona móti? „Það er svona frekar þungt í mér út af þessu. En eins og ég segi, þetta er hans ákvörðun, manns sem að ég hef fylgst með af miklum áhuga í gegnum tíðina og við höfum verið auðvitað stolt af honum, en þetta er alltaf spurning um það hvar menn vilja staðsetja sig í sögunni og ég held að það sé ekki það besta núna að standa með Pútín eða öðrum einræðisherrum sem að við erum því miður að upplifa að eru að taka sér allt of mikil völd víða um heim,“ svarar Þorgerður. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var Hafþór Júlíus ranglega sagður vera Hafþórsson en ekki Björnsson. Það leiðréttist hér með. Lyftingar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Utanríkismál Íslendingar erlendis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Vísir greindi frá því í mars að Hafþór Júlíus yrði meðal keppenda á mótinu, en aðrir erlendir þátttakendur koma frá Póllandi, Kanada, Bretlandi, Svíþjóð, Ástralíu og Íran. Þar að auki taka fjórir heimamenn þátt í keppninni. Hafþór hefur deilt myndum og myndböndum í story á Instagram í dag frá ferðinni til Krasnoyarsk í Síberíu þar sem mótið fer fram, og virðist hann nú mættur á svæðið. „Hvort sem það er Hafþór Júlíus eða íþróttasamböndin okkar, það er svolítið þeirra að taka ákvörðunina og þau, eins og Hafþór, hann er vitanlega frjáls ferða sinna og tekur þessa ákvörðun. Auðvitað veldur þessi ákvörðun hans ákveðnum vonbrigðum. Einangrun Rússlands á alþjóðavettvangi, þar með talið á sviði íþrótta af hvers kyns tagi, við skulum bara hafa það í huga, það er ekki af tilefnislausu,“ segir Þorgerður Katrín í samtali við fréttastofu. Ísland hafi fordæmt framferði Rússa í Úkraínu ásamt öðrum vina- og bandalagsríkjum. Ekkert réttlætir „grimmilegan og ólöglegan“ stríðsrekstur Rússa ítrekar ráðherrann að íslensk stjórnvöld muni áfram standa með Úkraínu. Hafþór hefur endurdeilt myndum frá Síberíu á samfélagsmiðlum.skjáskot/instagram Þungt hljóð í Þorgerði „Við höfum sniðgengið Rússland og það hefur gilt líka meðal annars um íþróttaviðburði. En eftir stendur að þetta eru ákvarðanir sem að íþróttamennirnir, og meðal annars Hafþór sem hefur náttúrlega skapað sér mjög sterkt nafn og það hefur verið ótrulega gaman að fylgjast með Hafþóri. En hann sem aðrir þarf að gera það upp við sig, hvort að það er rétt að fara til Rússlands þegar það er þetta ólöglega árásarstríð, grimmilega árásarstríð þar sem það eru miklir stríðsglæpir framdir, hvort að það eigi að veita Rússlandi einhvern stuðnin, beinan eða óbeinan með því að mæta á svona mót. Ég verð að segja, bara sem borgari í þessu landi að þá finnst mér erfitt að horfa upp á þetta,“ segir Þorgerður. Finnst þér ámælisvert að taka ákvörðun um að vera með í svona móti? „Það er svona frekar þungt í mér út af þessu. En eins og ég segi, þetta er hans ákvörðun, manns sem að ég hef fylgst með af miklum áhuga í gegnum tíðina og við höfum verið auðvitað stolt af honum, en þetta er alltaf spurning um það hvar menn vilja staðsetja sig í sögunni og ég held að það sé ekki það besta núna að standa með Pútín eða öðrum einræðisherrum sem að við erum því miður að upplifa að eru að taka sér allt of mikil völd víða um heim,“ svarar Þorgerður. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var Hafþór Júlíus ranglega sagður vera Hafþórsson en ekki Björnsson. Það leiðréttist hér með.
Lyftingar Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Utanríkismál Íslendingar erlendis Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira