Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2025 16:16 Afturelding er komið á blað í sumar eftir markaleysi í fyrstu tveimur deildarleikjunum. Þeir skoruðu fimm sinnum í bikarsigri í dag. Vísir/Anton Brink Afturelding, Keflavík, Víkingur Ólafsvík og Kári tryggðu sér öll sæti sextán liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í dag. Afturelding hafði ekki skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum í Bestu deildinni en Mosfellingar skoruðu fimm mörk í dag í 5-0 sigri á Hetti/Hugin. Bræðurnir Elmar Cogic og Enes Cogic skoruðu báðir í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari bættu þeir Aron Elí Sævarsson, Hrannar Snær Magnússon og Arnór Gauti Ragnarsson við mörkum. Fylkismenn komust snemma yfir á móti Kára en misstu svo tvo leikmenn út af með rautt spjald í fyrri hálfleik. Árbæingar töpuðu leiknum á endanum 2-1. Leikið var í Akraneshöllinni. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Káramannsins Oskars Wasilewski á 20. mínútu en þrettán mínútum síðar fékk Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, rautt spjald. Fylkismenn urðu síðan níu þegar Eyþór Aron Wöhler fékk rautt spjald á lokamínútu fyrri hálfleiks. Káramenn skoruðu tvö mörk í seinni hálfleik en þau skoruðu Hektor Bergmann Garðarsson og Þór Llorens Þórðarson. Kári er í 2. deildinni, sem er C-deild, og eru Káramenn því deild neðar en Fylkismenn sem féllu úr Bestu deildinni síðasta haust. Hinn nítján ára gamli Gabríel Aron Sævarsson tryggði Keflavík 1-0 sigur á Leikni Reykjavík. Víkingar úr Ólafsvík unnu 7-1 stórsigur á Úlfunum. Úlfarnir komust reyndar yfir með marki Kristjáns Ólafs Torfasonar eftir aðeins átta mínútna leik en heimamenn svöruðu með fimm mörkum fyrir hlé. Fyrirliðinn Ingvar Freyr Þorsteinsson skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik en hin mörkin í hálfleiknum skoruðu Kristófer Áki Hlinason, Björn Darri Ásmundsson og Ellert Gauti Heiðarsson. Varamaðurinn Ingólfur Sigurðsson, fyrrum leikmaður KR, Vals og Fram, skoraði síðan tvö síðustu mörkin í seinni hálfleiknum. Hann kom inn á 61. mínútu, skoraði strax tveimur mínútum síðar og bætti síðan við öðru marki sex mínútum fyrir leikslok. Mjólkurbikar karla Afturelding Fylkir Keflavík ÍF Víkingur Ólafsvík Höttur Leiknir Reykjavík Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Afturelding hafði ekki skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum í Bestu deildinni en Mosfellingar skoruðu fimm mörk í dag í 5-0 sigri á Hetti/Hugin. Bræðurnir Elmar Cogic og Enes Cogic skoruðu báðir í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari bættu þeir Aron Elí Sævarsson, Hrannar Snær Magnússon og Arnór Gauti Ragnarsson við mörkum. Fylkismenn komust snemma yfir á móti Kára en misstu svo tvo leikmenn út af með rautt spjald í fyrri hálfleik. Árbæingar töpuðu leiknum á endanum 2-1. Leikið var í Akraneshöllinni. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark Káramannsins Oskars Wasilewski á 20. mínútu en þrettán mínútum síðar fékk Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, rautt spjald. Fylkismenn urðu síðan níu þegar Eyþór Aron Wöhler fékk rautt spjald á lokamínútu fyrri hálfleiks. Káramenn skoruðu tvö mörk í seinni hálfleik en þau skoruðu Hektor Bergmann Garðarsson og Þór Llorens Þórðarson. Kári er í 2. deildinni, sem er C-deild, og eru Káramenn því deild neðar en Fylkismenn sem féllu úr Bestu deildinni síðasta haust. Hinn nítján ára gamli Gabríel Aron Sævarsson tryggði Keflavík 1-0 sigur á Leikni Reykjavík. Víkingar úr Ólafsvík unnu 7-1 stórsigur á Úlfunum. Úlfarnir komust reyndar yfir með marki Kristjáns Ólafs Torfasonar eftir aðeins átta mínútna leik en heimamenn svöruðu með fimm mörkum fyrir hlé. Fyrirliðinn Ingvar Freyr Þorsteinsson skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik en hin mörkin í hálfleiknum skoruðu Kristófer Áki Hlinason, Björn Darri Ásmundsson og Ellert Gauti Heiðarsson. Varamaðurinn Ingólfur Sigurðsson, fyrrum leikmaður KR, Vals og Fram, skoraði síðan tvö síðustu mörkin í seinni hálfleiknum. Hann kom inn á 61. mínútu, skoraði strax tveimur mínútum síðar og bætti síðan við öðru marki sex mínútum fyrir leikslok.
Mjólkurbikar karla Afturelding Fylkir Keflavík ÍF Víkingur Ólafsvík Höttur Leiknir Reykjavík Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn