Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. apríl 2025 15:43 Lyfin tvö gæta leitt til betri batahorfa einstaklinga sem hafa fengið hjartaáfall. Vísir/Egill Aðalsteinsson Tvö ódýr lyf geta lækkað tíðni hjartaáfalla hjá þeim sem hafa áður fengið hjartaáfall samkvæmt nýrri rannsókn framkvæmda af íslenskum dósent. Fái sjúklingar bæði lyfin sem fyrst bæti það lífshorfur þeirra til muna. „Þegar að einstaklingar fá hjartaáfall er það eitt mikilvægasta eftir í meðhöndluninni eftir hjartaáfallið að lækka kólesterólið. Það sem maður gerir dag er að setja fólk á fitulækkandi lyf sem heitir statín og síðan bætir maður við lyfi númer tvö og síðan númer þrjú í eftirfylginni ef að einstaklingarnir eru ekki búnir að ná meðferðarmarkmiðunum fyrir kólesterólið,“ segir Margrét Leósdóttir, dósent við háskólann í Lundi og yfirráðgjafi í hjartalækningum við háskólasjúkrahúsið í Skáni í Malmö. Margrét segir lækna oft vita það fyrirfram að meirihluti einstaklinga sem fær hjartaáfall muni ekki ná meðferðarmarkmiðunum með einungis fyrsta lyfinu og muni þau þurfa fleiri lyf. Rannsóknin leiddi í ljós að það bætir framtíðarhorfur skjólstæðinga að fá fyrstu tvö lyfin, statín og ezetimíbe, strax í stað þess að bíða með seinna lyfið. „Venjulega er þetta gert í skrefum en það tekur náttúrulega bæði tíma og fyrirhöfn að kalla fólk í eftirfylgni til að mæla blóðþrýstinginn upp á nýtt og bæta við lyfjunum. Svo eru margir sem mæta ekki í eftirfylgnina,“ segir Margrét í samtali við fréttastofu. „Við fengum skýra mynd að þeir sem að fengu þetta viðbótarlyf snemma, höfðu bestar horfur. Sem sagt minnstar líkur á því að fá ný hjartaáföll, heilablóðfall eða að deyja.“ Þurfi að breyta leiðbeiningum fyrir lækna Lyfin tvö eru bæði tiltölulega ódýr og aðgengileg á Vesturlöndunum að sögn Margrétar. Næsta skref væri að breyta leiðbeiningum lækna um hvernig ætti að meðhöndla skjólstæðinga eftir hjartaáfall til að sem flestir fengju bæði lyfin. Líkt og leiðbeiningar eru almennt í dag á að byrja á fyrsta lyfinu, sjá hvernig einstaklingurinn bregst við því og taka síðan næstu skref. „Það er alveg gert í góðri trú og sjá hvort að einstaklingar fái aukaverkanir. Það er gott að flýta sér ekki og vera að ofhöndla einstaklinga en aftur á móti ef að það þýðir verri horfur, það er ekki gjald sem maður sem einstaklingur vill greiða,“ segir Margrét. Í fréttatilkynningu frá rannsakendum segir að í aðstæðum þar sem allir sjúklingar myndu fá bæði lyfin strax eftir hjartaáfall væri hægt að koma í veg fyrir 133 hjartaáföll á hverja tíu þúsund sjúklinga á þremur árum. Í Bretlandi, þar sem um hundrað þúsund tilfelli um hjartaáföll eru skráð á ári hverju, væri hægt að koma í veg fyrir fimm þúsund tilfelli á tíu ára tímabili. Grein um rannsókn Margrétar er hægt að lesa hér. Vísindi Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
„Þegar að einstaklingar fá hjartaáfall er það eitt mikilvægasta eftir í meðhöndluninni eftir hjartaáfallið að lækka kólesterólið. Það sem maður gerir dag er að setja fólk á fitulækkandi lyf sem heitir statín og síðan bætir maður við lyfi númer tvö og síðan númer þrjú í eftirfylginni ef að einstaklingarnir eru ekki búnir að ná meðferðarmarkmiðunum fyrir kólesterólið,“ segir Margrét Leósdóttir, dósent við háskólann í Lundi og yfirráðgjafi í hjartalækningum við háskólasjúkrahúsið í Skáni í Malmö. Margrét segir lækna oft vita það fyrirfram að meirihluti einstaklinga sem fær hjartaáfall muni ekki ná meðferðarmarkmiðunum með einungis fyrsta lyfinu og muni þau þurfa fleiri lyf. Rannsóknin leiddi í ljós að það bætir framtíðarhorfur skjólstæðinga að fá fyrstu tvö lyfin, statín og ezetimíbe, strax í stað þess að bíða með seinna lyfið. „Venjulega er þetta gert í skrefum en það tekur náttúrulega bæði tíma og fyrirhöfn að kalla fólk í eftirfylgni til að mæla blóðþrýstinginn upp á nýtt og bæta við lyfjunum. Svo eru margir sem mæta ekki í eftirfylgnina,“ segir Margrét í samtali við fréttastofu. „Við fengum skýra mynd að þeir sem að fengu þetta viðbótarlyf snemma, höfðu bestar horfur. Sem sagt minnstar líkur á því að fá ný hjartaáföll, heilablóðfall eða að deyja.“ Þurfi að breyta leiðbeiningum fyrir lækna Lyfin tvö eru bæði tiltölulega ódýr og aðgengileg á Vesturlöndunum að sögn Margrétar. Næsta skref væri að breyta leiðbeiningum lækna um hvernig ætti að meðhöndla skjólstæðinga eftir hjartaáfall til að sem flestir fengju bæði lyfin. Líkt og leiðbeiningar eru almennt í dag á að byrja á fyrsta lyfinu, sjá hvernig einstaklingurinn bregst við því og taka síðan næstu skref. „Það er alveg gert í góðri trú og sjá hvort að einstaklingar fái aukaverkanir. Það er gott að flýta sér ekki og vera að ofhöndla einstaklinga en aftur á móti ef að það þýðir verri horfur, það er ekki gjald sem maður sem einstaklingur vill greiða,“ segir Margrét. Í fréttatilkynningu frá rannsakendum segir að í aðstæðum þar sem allir sjúklingar myndu fá bæði lyfin strax eftir hjartaáfall væri hægt að koma í veg fyrir 133 hjartaáföll á hverja tíu þúsund sjúklinga á þremur árum. Í Bretlandi, þar sem um hundrað þúsund tilfelli um hjartaáföll eru skráð á ári hverju, væri hægt að koma í veg fyrir fimm þúsund tilfelli á tíu ára tímabili. Grein um rannsókn Margrétar er hægt að lesa hér.
Vísindi Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira