Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. apríl 2025 15:43 Lyfin tvö gæta leitt til betri batahorfa einstaklinga sem hafa fengið hjartaáfall. Vísir/Egill Aðalsteinsson Tvö ódýr lyf geta lækkað tíðni hjartaáfalla hjá þeim sem hafa áður fengið hjartaáfall samkvæmt nýrri rannsókn framkvæmda af íslenskum dósent. Fái sjúklingar bæði lyfin sem fyrst bæti það lífshorfur þeirra til muna. „Þegar að einstaklingar fá hjartaáfall er það eitt mikilvægasta eftir í meðhöndluninni eftir hjartaáfallið að lækka kólesterólið. Það sem maður gerir dag er að setja fólk á fitulækkandi lyf sem heitir statín og síðan bætir maður við lyfi númer tvö og síðan númer þrjú í eftirfylginni ef að einstaklingarnir eru ekki búnir að ná meðferðarmarkmiðunum fyrir kólesterólið,“ segir Margrét Leósdóttir, dósent við háskólann í Lundi og yfirráðgjafi í hjartalækningum við háskólasjúkrahúsið í Skáni í Malmö. Margrét segir lækna oft vita það fyrirfram að meirihluti einstaklinga sem fær hjartaáfall muni ekki ná meðferðarmarkmiðunum með einungis fyrsta lyfinu og muni þau þurfa fleiri lyf. Rannsóknin leiddi í ljós að það bætir framtíðarhorfur skjólstæðinga að fá fyrstu tvö lyfin, statín og ezetimíbe, strax í stað þess að bíða með seinna lyfið. „Venjulega er þetta gert í skrefum en það tekur náttúrulega bæði tíma og fyrirhöfn að kalla fólk í eftirfylgni til að mæla blóðþrýstinginn upp á nýtt og bæta við lyfjunum. Svo eru margir sem mæta ekki í eftirfylgnina,“ segir Margrét í samtali við fréttastofu. „Við fengum skýra mynd að þeir sem að fengu þetta viðbótarlyf snemma, höfðu bestar horfur. Sem sagt minnstar líkur á því að fá ný hjartaáföll, heilablóðfall eða að deyja.“ Þurfi að breyta leiðbeiningum fyrir lækna Lyfin tvö eru bæði tiltölulega ódýr og aðgengileg á Vesturlöndunum að sögn Margrétar. Næsta skref væri að breyta leiðbeiningum lækna um hvernig ætti að meðhöndla skjólstæðinga eftir hjartaáfall til að sem flestir fengju bæði lyfin. Líkt og leiðbeiningar eru almennt í dag á að byrja á fyrsta lyfinu, sjá hvernig einstaklingurinn bregst við því og taka síðan næstu skref. „Það er alveg gert í góðri trú og sjá hvort að einstaklingar fái aukaverkanir. Það er gott að flýta sér ekki og vera að ofhöndla einstaklinga en aftur á móti ef að það þýðir verri horfur, það er ekki gjald sem maður sem einstaklingur vill greiða,“ segir Margrét. Í fréttatilkynningu frá rannsakendum segir að í aðstæðum þar sem allir sjúklingar myndu fá bæði lyfin strax eftir hjartaáfall væri hægt að koma í veg fyrir 133 hjartaáföll á hverja tíu þúsund sjúklinga á þremur árum. Í Bretlandi, þar sem um hundrað þúsund tilfelli um hjartaáföll eru skráð á ári hverju, væri hægt að koma í veg fyrir fimm þúsund tilfelli á tíu ára tímabili. Grein um rannsókn Margrétar er hægt að lesa hér. Vísindi Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
„Þegar að einstaklingar fá hjartaáfall er það eitt mikilvægasta eftir í meðhöndluninni eftir hjartaáfallið að lækka kólesterólið. Það sem maður gerir dag er að setja fólk á fitulækkandi lyf sem heitir statín og síðan bætir maður við lyfi númer tvö og síðan númer þrjú í eftirfylginni ef að einstaklingarnir eru ekki búnir að ná meðferðarmarkmiðunum fyrir kólesterólið,“ segir Margrét Leósdóttir, dósent við háskólann í Lundi og yfirráðgjafi í hjartalækningum við háskólasjúkrahúsið í Skáni í Malmö. Margrét segir lækna oft vita það fyrirfram að meirihluti einstaklinga sem fær hjartaáfall muni ekki ná meðferðarmarkmiðunum með einungis fyrsta lyfinu og muni þau þurfa fleiri lyf. Rannsóknin leiddi í ljós að það bætir framtíðarhorfur skjólstæðinga að fá fyrstu tvö lyfin, statín og ezetimíbe, strax í stað þess að bíða með seinna lyfið. „Venjulega er þetta gert í skrefum en það tekur náttúrulega bæði tíma og fyrirhöfn að kalla fólk í eftirfylgni til að mæla blóðþrýstinginn upp á nýtt og bæta við lyfjunum. Svo eru margir sem mæta ekki í eftirfylgnina,“ segir Margrét í samtali við fréttastofu. „Við fengum skýra mynd að þeir sem að fengu þetta viðbótarlyf snemma, höfðu bestar horfur. Sem sagt minnstar líkur á því að fá ný hjartaáföll, heilablóðfall eða að deyja.“ Þurfi að breyta leiðbeiningum fyrir lækna Lyfin tvö eru bæði tiltölulega ódýr og aðgengileg á Vesturlöndunum að sögn Margrétar. Næsta skref væri að breyta leiðbeiningum lækna um hvernig ætti að meðhöndla skjólstæðinga eftir hjartaáfall til að sem flestir fengju bæði lyfin. Líkt og leiðbeiningar eru almennt í dag á að byrja á fyrsta lyfinu, sjá hvernig einstaklingurinn bregst við því og taka síðan næstu skref. „Það er alveg gert í góðri trú og sjá hvort að einstaklingar fái aukaverkanir. Það er gott að flýta sér ekki og vera að ofhöndla einstaklinga en aftur á móti ef að það þýðir verri horfur, það er ekki gjald sem maður sem einstaklingur vill greiða,“ segir Margrét. Í fréttatilkynningu frá rannsakendum segir að í aðstæðum þar sem allir sjúklingar myndu fá bæði lyfin strax eftir hjartaáfall væri hægt að koma í veg fyrir 133 hjartaáföll á hverja tíu þúsund sjúklinga á þremur árum. Í Bretlandi, þar sem um hundrað þúsund tilfelli um hjartaáföll eru skráð á ári hverju, væri hægt að koma í veg fyrir fimm þúsund tilfelli á tíu ára tímabili. Grein um rannsókn Margrétar er hægt að lesa hér.
Vísindi Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira