Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 07:45 Þetta kemur fram í svari Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn varaþingmanns Samfylkingarinnar. Vísir/Lýður Valberg Ríflega einn af hverjum fimm erlendum sérfræðingum sem hafa notið sérstakra skattafríðinda á grundvelli reglugerðar frá 2017 eru íslenskir ríkisborgarar sem fluttu aftur til Íslands eftir dvöl erlendis. Með breytingu á lögum árum 2016 og reglugerð sem tók gildi í upphafi árs 2017 er kveðið á um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga við útreikning tekjuskatts. Þetta felur í sér að umræddir sérfræðingar greiða einungis tekjuskatt af 75% tekna sinna fyrstu þrjú árin í starfi að uppfylltum skilyrðum. Markmiðið með reglugerðinni var að laða hingað til lands sérfræðinga sem búa yfir þekkingu sem ekki er fyrir hendi hér á landi nema í litlum mæli. Í ákvæði reglugerðarinnar er ekki gerð krafa um að sérfræðingur sem nýtur þessa frádráttar hafi erlent ríkisfang, heldur felst sömuleiðis í henni hvati fyrir íslenska sérfræðinga sem búsettir hafa verið erlendis í fimm ár eða lengur til að flytja aftur til Íslands. Sæunn Gísladóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, spurðist fyrir um málið á Alþingi. Samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Sæunnar Gísladóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, hafa alls verið samþykktar umsóknir 1702 sérfræðinga frá því 1. janúar 2017 og til 1. nóvember í ár. Þar af voru samþykktar 364 umsóknir sérfræðinga sem eru íslenskir ríkisborgarar, eða um 21,3%. Alls hafa þó borist fleiri umsóknir, en ríflega 80% allra umsókna hafa verið samþykktar. „Frá 1. janúar 2017 til loka árs 2024 hefur matsnefnd um frádráttarrétt erlendra sérfræðinga borist um 1.450 umsóknir. Af þeim hafa 1.180 umsóknir eða um 81% þeirra verið samþykktar og þar af eru 318 vegna íslenskra ríkisborgara. Það sem af er ári 2025, sé miðað við 1. nóvember, hafa nefndinni borist 252 umsóknir, af þeim hafa 214 verið samþykktar eða um 85% og þar af eru 46 vegna íslenskra ríkisborgara. Íslenskir ríkisborgarar sem hafa fengið samþykki sem erlendir sérfræðingar í skattalegu tilliti frá árinu 2017 eru því 364, miðað við 1. nóvember 2025, en heildarfjöldi umsókna af öllum þjóðernum miðað við sama tíma er 1.702 umsóknir,“ segir meðal annars í svari ráðherra. Alþingi Skattar, tollar og gjöld Vinnumarkaður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira
Með breytingu á lögum árum 2016 og reglugerð sem tók gildi í upphafi árs 2017 er kveðið á um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga við útreikning tekjuskatts. Þetta felur í sér að umræddir sérfræðingar greiða einungis tekjuskatt af 75% tekna sinna fyrstu þrjú árin í starfi að uppfylltum skilyrðum. Markmiðið með reglugerðinni var að laða hingað til lands sérfræðinga sem búa yfir þekkingu sem ekki er fyrir hendi hér á landi nema í litlum mæli. Í ákvæði reglugerðarinnar er ekki gerð krafa um að sérfræðingur sem nýtur þessa frádráttar hafi erlent ríkisfang, heldur felst sömuleiðis í henni hvati fyrir íslenska sérfræðinga sem búsettir hafa verið erlendis í fimm ár eða lengur til að flytja aftur til Íslands. Sæunn Gísladóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, spurðist fyrir um málið á Alþingi. Samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Sæunnar Gísladóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar, hafa alls verið samþykktar umsóknir 1702 sérfræðinga frá því 1. janúar 2017 og til 1. nóvember í ár. Þar af voru samþykktar 364 umsóknir sérfræðinga sem eru íslenskir ríkisborgarar, eða um 21,3%. Alls hafa þó borist fleiri umsóknir, en ríflega 80% allra umsókna hafa verið samþykktar. „Frá 1. janúar 2017 til loka árs 2024 hefur matsnefnd um frádráttarrétt erlendra sérfræðinga borist um 1.450 umsóknir. Af þeim hafa 1.180 umsóknir eða um 81% þeirra verið samþykktar og þar af eru 318 vegna íslenskra ríkisborgara. Það sem af er ári 2025, sé miðað við 1. nóvember, hafa nefndinni borist 252 umsóknir, af þeim hafa 214 verið samþykktar eða um 85% og þar af eru 46 vegna íslenskra ríkisborgara. Íslenskir ríkisborgarar sem hafa fengið samþykki sem erlendir sérfræðingar í skattalegu tilliti frá árinu 2017 eru því 364, miðað við 1. nóvember 2025, en heildarfjöldi umsókna af öllum þjóðernum miðað við sama tíma er 1.702 umsóknir,“ segir meðal annars í svari ráðherra.
Alþingi Skattar, tollar og gjöld Vinnumarkaður Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Sjá meira