Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2025 08:00 Hverfadagar Heiðu Bjargar Hilmisdóttur borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. Vísir/Ívar Fannar Kaffispjall borgarstjórans Heiðu Bjargar Hilmisdóttur á Kjalarnesi í gær var aldrei auglýst sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes þó að borgarstjóri heimsæki bæði hverfin þessa vikuna og viðburðurinn hafi verið öllum opinn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Reykjavíkurborg vegna yfirlýsingar íbúasamtaka Grafarvogs í gær og fréttar Vísis en búasamtökin gagnrýndu í gær borgarstjóra og sögðu hann halda hverfafund í öðru hverfi til að forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Í yfirlýsingunni frá Reykjavíkur segir að borgin vilji gjarnan koma því á framfæri að kaffispjall borgarstjóra í Klébergsskóla hafi verið auglýst sem hluti af hverfaheimsókn til Kjalarness í gær, þriðjudaginn 25. nóvember. „Þessi viðburður var aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes þó vissulega sé borgarstjóri að heimsækja bæði hverfin þessa viku og viðburðurinn öllum opinn. Í dag, miðvikudaginn 26. nóvember mun borgarstjóri heimsækja fjölmarga staði í Grafarvogi og verður hún meðal annars á opnum félagsfundi Korpúlfa í Borgum klukkan 14. Viðburðir á Hverfadögum Heiðu Bjargar borgarstjóra eru með ólíku sniði í hverju hverfi en hún tekur vel í allar óskir um fundi og segir sjálfssagt að skipuleggja opinn fund með Grafarvogsbúum og mun hann að sjálfssögðu verða auglýstur með góðum fyrirvara,“ segir í yfirlýsingunni. Sögðu að um tvö aðskilin hverfi væri að ræða Íbúasamtök Grafarvogs sendu frá sér yfirlýsingu vegna kaffispjalls borgarstjóra á Kjalarness þar sem sagði að Kjalarnes og Grafarvogur væru tvö aðskilin hverfi sem deili hvorki innviðum, samgöngum né samfélagslegri nálægð. „Að halda íbúafund fyrir Grafarvogsbúa á Kjalarnesi er í reynd útilokandi fyrir stóran hluta íbúa, sérstaklega barnafólk, eldra fólk og þá sem treysta á almenningssamgöngur,“ sagði í yfirlýsingu íbúasamtakanna. Þá sagði að íbúarnir hafi ekki verið hræddir við að láta rödd sína heyrast, til að mynda í skipulagsmálum en þarsíðasta sumar mótmæltu íbúar Grafarvogs harðlega áformum borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar og kölluðu þau „ofurþéttingu“. „Það er því óhjákvæmilegt að spyrja sig hvort þessi tilhögun að halda fund fjarri Grafarvogi og án nægilegs aðdraganda sé meðvitað til að forðast beint samtal við íbúa hverfisins,“ sagði í yfirlýsingunni. Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. 25. nóvember 2025 21:39 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Reykjavíkurborg vegna yfirlýsingar íbúasamtaka Grafarvogs í gær og fréttar Vísis en búasamtökin gagnrýndu í gær borgarstjóra og sögðu hann halda hverfafund í öðru hverfi til að forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Í yfirlýsingunni frá Reykjavíkur segir að borgin vilji gjarnan koma því á framfæri að kaffispjall borgarstjóra í Klébergsskóla hafi verið auglýst sem hluti af hverfaheimsókn til Kjalarness í gær, þriðjudaginn 25. nóvember. „Þessi viðburður var aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes þó vissulega sé borgarstjóri að heimsækja bæði hverfin þessa viku og viðburðurinn öllum opinn. Í dag, miðvikudaginn 26. nóvember mun borgarstjóri heimsækja fjölmarga staði í Grafarvogi og verður hún meðal annars á opnum félagsfundi Korpúlfa í Borgum klukkan 14. Viðburðir á Hverfadögum Heiðu Bjargar borgarstjóra eru með ólíku sniði í hverju hverfi en hún tekur vel í allar óskir um fundi og segir sjálfssagt að skipuleggja opinn fund með Grafarvogsbúum og mun hann að sjálfssögðu verða auglýstur með góðum fyrirvara,“ segir í yfirlýsingunni. Sögðu að um tvö aðskilin hverfi væri að ræða Íbúasamtök Grafarvogs sendu frá sér yfirlýsingu vegna kaffispjalls borgarstjóra á Kjalarness þar sem sagði að Kjalarnes og Grafarvogur væru tvö aðskilin hverfi sem deili hvorki innviðum, samgöngum né samfélagslegri nálægð. „Að halda íbúafund fyrir Grafarvogsbúa á Kjalarnesi er í reynd útilokandi fyrir stóran hluta íbúa, sérstaklega barnafólk, eldra fólk og þá sem treysta á almenningssamgöngur,“ sagði í yfirlýsingu íbúasamtakanna. Þá sagði að íbúarnir hafi ekki verið hræddir við að láta rödd sína heyrast, til að mynda í skipulagsmálum en þarsíðasta sumar mótmæltu íbúar Grafarvogs harðlega áformum borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar og kölluðu þau „ofurþéttingu“. „Það er því óhjákvæmilegt að spyrja sig hvort þessi tilhögun að halda fund fjarri Grafarvogi og án nægilegs aðdraganda sé meðvitað til að forðast beint samtal við íbúa hverfisins,“ sagði í yfirlýsingunni.
Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. 25. nóvember 2025 21:39 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Íbúasamtök Grafarvogs saka borgarstjóra um að halda hverfafund þeirra í öðru hverfi til að meðvitað forðast beint samtal við Grafarvogsbúa. Borgarstjóri heldur opið kaffispjall á Kjalarnesi í í kvöld, en hverfadagar borgarstjóra í Grafarvogi og Kjalarnesi hófust í gær. 25. nóvember 2025 21:39