Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. apríl 2025 16:23 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Pete Hegseth, varnarmálaráðherra. EPA Bandaríkjaforseti segist standa með varnarmálaráðherranum eftir að annað lekamál kom upp. Ráðherrann lak trúnaðarupplýsingum um árásir Bandaríkjahers til eiginkonu sinnar, bróður og lögfræðings. Karoline Leavitt, talsmaður Hvíta hússins, staðfesti að Donald Trump Bandaríkjaforseti stæði með Hegseth. Hún neitaði því, fyrir hönd forsetans, að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi deilt trúnaðarupplýsingum í bæði skiptin sem lekamál hafa komið upp. „Forsetinn hefur mikla trú á ráðherranum Hegseth. Ég talaði um þetta við hann í morgun og hann stendur með honum,“ sagði Leavitt. Þetta er í annað skipti sem lekamál á vegum ríkisstjórnar repúblikana hefur komið upp. Í fyrra skiptið bætti Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ritstjóra The Atlantic fyrir mistök í spjallhóp þar sem ráðamenn í Bandaríkjunum töluðu um hvenær umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen ættu að hefjast og hvernig þær færu fram. Meðal þeirra sem voru í spjallhópnum voru JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og Hegseth, áðurnefndur varnarmálaráðherra. Í gær var greint frá því að Hegseth hefði greint frá upplýsingum um sömu árás Bandaríkjahers með Jennifer Hegseth, eiginkonu sinni og fyrrverandi framleiðanda hjá Fox News, Phil Hegseth, bróður sínum, og Tim Parlatore, lögfræðing ráðherrans. Bæði Phil og Tim starfa hjá varnarmálaráðuneytinu en eru ekki nógu hátt settir til að búa yfir þeirri vitneskju sem kom fram í spjallhópnum. Samkvæmt Reuters voru alls um tólf manns í hópnum. Bandaríkin Donald Trump Jemen Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Karoline Leavitt, talsmaður Hvíta hússins, staðfesti að Donald Trump Bandaríkjaforseti stæði með Hegseth. Hún neitaði því, fyrir hönd forsetans, að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hafi deilt trúnaðarupplýsingum í bæði skiptin sem lekamál hafa komið upp. „Forsetinn hefur mikla trú á ráðherranum Hegseth. Ég talaði um þetta við hann í morgun og hann stendur með honum,“ sagði Leavitt. Þetta er í annað skipti sem lekamál á vegum ríkisstjórnar repúblikana hefur komið upp. Í fyrra skiptið bætti Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, ritstjóra The Atlantic fyrir mistök í spjallhóp þar sem ráðamenn í Bandaríkjunum töluðu um hvenær umfangsmiklar árásir á Húta í Jemen ættu að hefjast og hvernig þær færu fram. Meðal þeirra sem voru í spjallhópnum voru JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og Hegseth, áðurnefndur varnarmálaráðherra. Í gær var greint frá því að Hegseth hefði greint frá upplýsingum um sömu árás Bandaríkjahers með Jennifer Hegseth, eiginkonu sinni og fyrrverandi framleiðanda hjá Fox News, Phil Hegseth, bróður sínum, og Tim Parlatore, lögfræðing ráðherrans. Bæði Phil og Tim starfa hjá varnarmálaráðuneytinu en eru ekki nógu hátt settir til að búa yfir þeirri vitneskju sem kom fram í spjallhópnum. Samkvæmt Reuters voru alls um tólf manns í hópnum.
Bandaríkin Donald Trump Jemen Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira