Handbolti

ÍR í undanúr­slit eftir sigur með minnsta mun

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
ÍR-ingar geta leyft sér að fagna í kvöld.
ÍR-ingar geta leyft sér að fagna í kvöld. Vísir/Anton Brink

ÍR og Selfoss mættust í þriðja sinn í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handbolta. Eftir að tapa fyrsta leiknum nokkuð sannfærandi vann ÍR tvo leiki í röð með minnsta mun og mætir nú Val í undanúrslitum.

Spennan var gríðarleg á Selfossi í kvöld og spennustigið hátt. Leikurinn var í járnum allan leikinn og munurinn að mestu þrjú mörk þegar Selfoss leiddi 14-11 í síðari hálfleik. Það dugði hins vegar ekki til og var staðan jöfn 22-22 að loknum venjulegum leiktíma.

Framlengingin var jafn spennandi en á endanum var það Anna María Aðalsteinsdóttir sem skoraði sigurmark ÍR í blálok framlengingar. Lokatölur 27-28 og ÍR komið í undanúrslit.

Hulda Dís Þrastardóttir og Katla María Magnúsdóttir voru markahæstir hjá heimaliðinu með 9 mörk hvor. Sylvía Sigríður Jónsdóttir skoraði 12 mörk í liði ÍR. Þar á eftir komu Sara Dögg Hjaltadóttir, Katrín Tinna Jensdóttir og Matthildur Lilja Jónsdóttir með 4 mörk hver.

Sylvía Sigríður var mögnuð í kvöld.Vísir/Anton Brink



Fleiri fréttir

Sjá meira


×