Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. apríl 2025 12:05 Fjölmenn mótmæli brutust út á Gasa 26. mars síðastliðinn. Getty Sífellt fleiri íbúar á Gasa lýsa yfir andstöðu sinni gegn yfirráðum Hamas samtakanna sem hafa ráðið ríkjum á svæðinu í tæp tuttugu ár. Fjölmenn mótmæli gegn Hamas voru haldin víða um Gasa í mars. BBC greinir frá þessari vaxandi andstöðu en á vef þeirra má finna viðtal við Al-Natour, lögfræðing frá Gasa sem hefur lengi talað opinberlega gegn Hamas og meðal annars setið í fangelsi þess vegna sem pólitískur fangi. „Við völdum ekki Hamas“ Al-Natour segir að margir íbúar kenni Hamas um að hafa steypt Gasa í verstu krísu sem Palestínumenn hafa séð í sjötíu ár. „Heimurinn heldur að Gasa sé Hamas og Hamas sé Gasa. Við völdum ekki Hamas en Hamas er staðráðið í því að ráða öllu hér og tvinna saman örlög þeirra og örlög allrar Gasa. Hamas verður að víkja,“ segir hann við BBC. Al-Natour hefur eins og flestir íbúar Gasa svæðisins sem mótmæla stjórn Hamas verið sóttur til saka vegna skoðana sinna. Þrátt fyrir það lætur hann engan bilbug á sér finna og skrifaði hann meðal annars harðorða grein í garð Hamas í Wall Street Journal seint í mars. „Að styðja Hamas er að styðja dauða Palestínumanna, ekki frelsi Palestínu,“ skrifaði hann. Í viðtali við BBC sagði hann nauðsynlegt að taka áhættu og þora að segja hug sinn, spurður hvort það væri ekki hættulegt fyrir hann að lýsa þessum skoðunum á opinberum vettvangi. „Ég er þrítugur. Þegar Hamas tóku völdin var ég ellefu ára. Hvernig hef ég varið lífinu? Því hefur verið sóað milli stríðsátaka og átökin hafa stigmagnast til einskis,“ segir Al-Natour. Neituðu að leyfa Hamas að skjóta úr íbúðarhúsi Beit Lahiya er á norðanverðri Gasa ströndinni og það er helst þar sem borið hefur á þessum mótmælum gegn Hamas. Í frétt BBC er sagt frá því þegar vígamenn Hamas ætluðu að brjótast inn á heimili aldraðs manns, og skjóta þaðan eldflaugum. Maðurinn neitaði og nágrannar hans komu honum til aðstoðar þegar ástandið stigmagnaðist. Frá mótmælum á götum Beit Lahiya 26. mars síðastliðinn.Getty Vígamenn hafi skotið að fólki og sumir hafi særst, en að lokum hafi þeir hörfað frá svæðinu. Víða um Gasa hafa mótmælendur gegn Hamas krafist þess að vígamenn haldi sig frá spítölum og skólum, til að forðast aðstæður þar sem óbreyttir borgarar gætu orðið fyrir ísraelskum loftárásum. Einn slíkur mótmælandi var skotinn til bana af vígamanni Hamas í mánuðinum. Sagt er frá því að sumir íbúar Gasa beini jafnmikilli reiði í garð Ísrael og Hamas samtakanna. „Þetta er eins og að velja milli Kóleru og plágunnar miklu,“ sagði Amin Abed. Amin Abed mótmælti Hamas á opinberlegum vettvangi síðastliðið sumar og var í kjölfarið barinn sundur og saman af vígamönnum. Hann hlaut nýrnaskaða og margvísleg beinbrot. Amin býr nú í Dubai. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira
BBC greinir frá þessari vaxandi andstöðu en á vef þeirra má finna viðtal við Al-Natour, lögfræðing frá Gasa sem hefur lengi talað opinberlega gegn Hamas og meðal annars setið í fangelsi þess vegna sem pólitískur fangi. „Við völdum ekki Hamas“ Al-Natour segir að margir íbúar kenni Hamas um að hafa steypt Gasa í verstu krísu sem Palestínumenn hafa séð í sjötíu ár. „Heimurinn heldur að Gasa sé Hamas og Hamas sé Gasa. Við völdum ekki Hamas en Hamas er staðráðið í því að ráða öllu hér og tvinna saman örlög þeirra og örlög allrar Gasa. Hamas verður að víkja,“ segir hann við BBC. Al-Natour hefur eins og flestir íbúar Gasa svæðisins sem mótmæla stjórn Hamas verið sóttur til saka vegna skoðana sinna. Þrátt fyrir það lætur hann engan bilbug á sér finna og skrifaði hann meðal annars harðorða grein í garð Hamas í Wall Street Journal seint í mars. „Að styðja Hamas er að styðja dauða Palestínumanna, ekki frelsi Palestínu,“ skrifaði hann. Í viðtali við BBC sagði hann nauðsynlegt að taka áhættu og þora að segja hug sinn, spurður hvort það væri ekki hættulegt fyrir hann að lýsa þessum skoðunum á opinberum vettvangi. „Ég er þrítugur. Þegar Hamas tóku völdin var ég ellefu ára. Hvernig hef ég varið lífinu? Því hefur verið sóað milli stríðsátaka og átökin hafa stigmagnast til einskis,“ segir Al-Natour. Neituðu að leyfa Hamas að skjóta úr íbúðarhúsi Beit Lahiya er á norðanverðri Gasa ströndinni og það er helst þar sem borið hefur á þessum mótmælum gegn Hamas. Í frétt BBC er sagt frá því þegar vígamenn Hamas ætluðu að brjótast inn á heimili aldraðs manns, og skjóta þaðan eldflaugum. Maðurinn neitaði og nágrannar hans komu honum til aðstoðar þegar ástandið stigmagnaðist. Frá mótmælum á götum Beit Lahiya 26. mars síðastliðinn.Getty Vígamenn hafi skotið að fólki og sumir hafi særst, en að lokum hafi þeir hörfað frá svæðinu. Víða um Gasa hafa mótmælendur gegn Hamas krafist þess að vígamenn haldi sig frá spítölum og skólum, til að forðast aðstæður þar sem óbreyttir borgarar gætu orðið fyrir ísraelskum loftárásum. Einn slíkur mótmælandi var skotinn til bana af vígamanni Hamas í mánuðinum. Sagt er frá því að sumir íbúar Gasa beini jafnmikilli reiði í garð Ísrael og Hamas samtakanna. „Þetta er eins og að velja milli Kóleru og plágunnar miklu,“ sagði Amin Abed. Amin Abed mótmælti Hamas á opinberlegum vettvangi síðastliðið sumar og var í kjölfarið barinn sundur og saman af vígamönnum. Hann hlaut nýrnaskaða og margvísleg beinbrot. Amin býr nú í Dubai.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Fleiri fréttir Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Sjá meira