Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. apríl 2025 14:05 Bragi fékk fjölmargar spurningar frá fundargestum vegna fjármálanna og svaraði þeim skýrt og vel. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill viðsnúningur hefur orðið á fjárhagsstöðu Sveitarfélagsins Árborgar til hins betra en sveitarfélagið hefur verið í miklum fjárhagsvandræðum síðustu ár. Nú lítur hins vegar allt miklu betur út. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar var gestur á opnum fundi D-listans á Selfossi í gær þar sem hann fór yfir stöðu bæjarmálanna og ekki síst fjárhagsstöðu sveitarfélagsins en samkvæmt nýjum ársreikningi vegna 2024 er rekstur Árborgar í miklu betra standi en allar áætlanir gerðu ráð fyrir. Bragi veit allt um málið. „Heyrðu, niðurstaðan er að samstæðan hjá okkur, A og B hlutinn er að skila ríflega þriggja milljarða rekstrarafgangi,” segir Bragi. Hann segir að sveitarfélagið sé búið að vera í mjög krefjandi aðgerðum síðustu tvö til þrjú ár til að spara og spara, auk þess að selja lóðir og lönd til að fá pening í kassann. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg, sem fór yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins á opnum fundi á Selfossi í gær hjá D-listanum. En hverju þakkar hann þennan góða árangur? „Ég vil bæði þakka öllum kjörnum fulltrúum, sem hafa unnið í bæjarstjórninni og starfsmönnum og íbúum fyrir þær hugmyndir, sem hafa komið frá þeim. Þannig að allt þetta hefur unnið sig saman af þeim góða árangri, sem við erum að sjá hér í dag,” segir bæjarstjórinn. Ein af glærunum, frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi segir að það hafi reynt mikið á íbúa í öllum sparnaðargerðunum, hann sé fyrstur til að viðurkenna það. „Við náttúrulega þurftum að setja álag á útsvar og við höfum hækkað gjaldskrár, þannig að allt þetta bítur í en við viljum ekki fara dýpra í vasa íbúanna heldur en við þurfum,” segir Bragi. Og Bragi segir að vegna góðrar fjárhagsstöðu þá standi jafnvel til að lækka fasteignagjöld í Árborg. Og íbúum sveitarfélagsins er alltaf að fjölga en fjölgunin var upp á 4,3% á síðasta ári en í dag eru þeir um 12.400 manns. „Það er bjart framundan hér í Árborg, það er nóg að gera í sumar. Við segjum bara gleðilegt sumar til allra og allir þeir hátíðarviðburðir, sem verða í gangi hérna, vonandi verður fólk á ferðinni og nýtur þeirra með okkur,” segir Bragi að endingu. Enn ein glæran frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar var gestur á opnum fundi D-listans á Selfossi í gær þar sem hann fór yfir stöðu bæjarmálanna og ekki síst fjárhagsstöðu sveitarfélagsins en samkvæmt nýjum ársreikningi vegna 2024 er rekstur Árborgar í miklu betra standi en allar áætlanir gerðu ráð fyrir. Bragi veit allt um málið. „Heyrðu, niðurstaðan er að samstæðan hjá okkur, A og B hlutinn er að skila ríflega þriggja milljarða rekstrarafgangi,” segir Bragi. Hann segir að sveitarfélagið sé búið að vera í mjög krefjandi aðgerðum síðustu tvö til þrjú ár til að spara og spara, auk þess að selja lóðir og lönd til að fá pening í kassann. Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg, sem fór yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagsins á opnum fundi á Selfossi í gær hjá D-listanum. En hverju þakkar hann þennan góða árangur? „Ég vil bæði þakka öllum kjörnum fulltrúum, sem hafa unnið í bæjarstjórninni og starfsmönnum og íbúum fyrir þær hugmyndir, sem hafa komið frá þeim. Þannig að allt þetta hefur unnið sig saman af þeim góða árangri, sem við erum að sjá hér í dag,” segir bæjarstjórinn. Ein af glærunum, frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi segir að það hafi reynt mikið á íbúa í öllum sparnaðargerðunum, hann sé fyrstur til að viðurkenna það. „Við náttúrulega þurftum að setja álag á útsvar og við höfum hækkað gjaldskrár, þannig að allt þetta bítur í en við viljum ekki fara dýpra í vasa íbúanna heldur en við þurfum,” segir Bragi. Og Bragi segir að vegna góðrar fjárhagsstöðu þá standi jafnvel til að lækka fasteignagjöld í Árborg. Og íbúum sveitarfélagsins er alltaf að fjölga en fjölgunin var upp á 4,3% á síðasta ári en í dag eru þeir um 12.400 manns. „Það er bjart framundan hér í Árborg, það er nóg að gera í sumar. Við segjum bara gleðilegt sumar til allra og allir þeir hátíðarviðburðir, sem verða í gangi hérna, vonandi verður fólk á ferðinni og nýtur þeirra með okkur,” segir Bragi að endingu. Enn ein glæran frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira