Caliente, sem hét réttu nafni Bianca Castro, hafði fengið alvarlega sýkingu og undirgekkst hún aðgerð fyrir tveimur dögum þar sem hægri fótleggur hennar var fjarlægður.
Í tilkynningu frá fjölskyldu hennar segir að hún hafi látist með friðsamlegum hætti snemma í morgun umkringd fjölskyldu og vinum.

„Caliente var sterkur persónuleiki í skemmtanabransanum og hún var dýrkuð fyrir smitandi orku, gott vit og mikla einlægni ... arfleið hennar einkennist af ást, hugrekki og ljósi,“ segir í tilkynningunni.
Caliente lenti í áttunda sæti í fjórðu seríu þáttanna vinsælu Rupaul's Drag Race, tók svo aftur þátt í þáttaröð sex og lenti í tólfta sæti.
Árið 2022 varð hún dómari í drag-keppni Filippseyja og gegndi því hlutverki í þrjár þáttaraðir.
AMZ.