„Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Hinrik Wöhler skrifar 27. apríl 2025 23:00 Einar Jónsson, þjálfari Fram, fór með sigur af hólmi eftir hádramatískan leik. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki alveg búinn að ná sér niður á jörðina eftir ótrúlegan sigur á FH í tvíframlengdum leik þegar hann var gripinn í viðtal eftir leik. Ertu búinn að jafna þig? „Ég veit það ekki, þetta var svakalegur leikur. Það mun taka smá tíma að ná þessu niður. Þetta var frábært.“ Framarar leiddu allan leikinn í venjulegum leiktíma og voru með fimm marka forskot um tíma í seinni hálfleik. Einar segir að innkoma Birkis Fannars Bragasonar í marki FH hafi skipt sköpum. „Markvarsla dettur rosalega niður hjá okkur á meðan þeir fá svakalega markvörslu. Ég hélt að Birkir ætlaði að fara vinna þetta fyrir þá, ég veit ekki hvað hann varði, sérstaklega í lok venjulegs leiktíma og í fyrri framlengingu.“ „Mér fannst við betri allan leikinn en þeir náðu aðeins að koma sér inn í þetta með að fara sjö á sex og svo fer Birkir í markið síðustu fimmtán og lokar búrinu. Við förum með vítaköst og dauðafæri sem getur gerst í þessu og Birkir er góður markmaður,“ sagði Einar eftir leikinn. Þetta var fjórði leikur liðanna í undanúrslitaeinvíginu og segir Einar að það hafi farið að draga af leikmönnum Fram þegar leið á. „Mér fannst við spila mjög vel, satt að segja. Að einhverju leyti var óþarfi að fara með þetta svona langt en þetta er rosalegur karakter. Það er erfitt að spila á móti FH, þeir eru með frábæra vörn, þunga og sterka leikmenn. Það var auðvitað farið að draga af þessum ungu leikmönnum, þeir eru að spila fjórða leikinn á nokkrum dögum.“ Arnór Máni skuldaði einn bolta Arnór Máni Daðason, markvörður Fram, var hetja liðsins eftir að hann varði víti á síðustu augnablikum leiksins. Einar segir hann hafa skuldað liðinu markvörslu í framlengingunni. Arnór Máni Daðason valdi sér rétta augnablikið til að verja víti.Vísir/Vilhelm „Ég held að við vorum með þrjá eða fjóra bolta varða í seinni hálfleik og framlengingunni. Markvarslan datt mjög mikið niður fyrir okkur, ég hugsaði það í vítinu, ég vildi ekki leyfa mér að hugsa það, en ég hugsaði að þú skuldar okkur einn bolta og svo tók hann vítið,“ sagði Einar. Rétt áður en dómarar leiksins dæmdu vítið rann leiktíminn út og Einar hljóp eins og óður maður inn á völlinn og fagnaði sigri. Sigurinn var þó ekki kominn í hús og Einar var aðeins of fljótur á sér. „Ég hélt að það væri ekki neitt á þetta og svo kemur útidómarinn og dæmir víti. Leiktíminn var búinn og þeir dæma vítið mjög seint þannig mér fannst þetta ekki vera víti en það má vel vera að þetta hafi verið víti.“ Framarar eru ekki búnir Fram hefur átt frábært tímabil en þeir urðu bikarmeistarar og er nú komnir í úrslitaeinvígið, í fyrsta sinn síðan 2013. Er þetta framar vonum? „Nei, ekki fram úr okkar vonum. Ég hugsa að fáir á Íslandi voru að spá því að við værum bikarmeistarar og þeim stað sem við erum í dag. Við erum ekkert búnir, við ætlum að verða Íslandsmeistarar og bikarinn var svona smá bónus. Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild karla Fram Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira
Ertu búinn að jafna þig? „Ég veit það ekki, þetta var svakalegur leikur. Það mun taka smá tíma að ná þessu niður. Þetta var frábært.“ Framarar leiddu allan leikinn í venjulegum leiktíma og voru með fimm marka forskot um tíma í seinni hálfleik. Einar segir að innkoma Birkis Fannars Bragasonar í marki FH hafi skipt sköpum. „Markvarsla dettur rosalega niður hjá okkur á meðan þeir fá svakalega markvörslu. Ég hélt að Birkir ætlaði að fara vinna þetta fyrir þá, ég veit ekki hvað hann varði, sérstaklega í lok venjulegs leiktíma og í fyrri framlengingu.“ „Mér fannst við betri allan leikinn en þeir náðu aðeins að koma sér inn í þetta með að fara sjö á sex og svo fer Birkir í markið síðustu fimmtán og lokar búrinu. Við förum með vítaköst og dauðafæri sem getur gerst í þessu og Birkir er góður markmaður,“ sagði Einar eftir leikinn. Þetta var fjórði leikur liðanna í undanúrslitaeinvíginu og segir Einar að það hafi farið að draga af leikmönnum Fram þegar leið á. „Mér fannst við spila mjög vel, satt að segja. Að einhverju leyti var óþarfi að fara með þetta svona langt en þetta er rosalegur karakter. Það er erfitt að spila á móti FH, þeir eru með frábæra vörn, þunga og sterka leikmenn. Það var auðvitað farið að draga af þessum ungu leikmönnum, þeir eru að spila fjórða leikinn á nokkrum dögum.“ Arnór Máni skuldaði einn bolta Arnór Máni Daðason, markvörður Fram, var hetja liðsins eftir að hann varði víti á síðustu augnablikum leiksins. Einar segir hann hafa skuldað liðinu markvörslu í framlengingunni. Arnór Máni Daðason valdi sér rétta augnablikið til að verja víti.Vísir/Vilhelm „Ég held að við vorum með þrjá eða fjóra bolta varða í seinni hálfleik og framlengingunni. Markvarslan datt mjög mikið niður fyrir okkur, ég hugsaði það í vítinu, ég vildi ekki leyfa mér að hugsa það, en ég hugsaði að þú skuldar okkur einn bolta og svo tók hann vítið,“ sagði Einar. Rétt áður en dómarar leiksins dæmdu vítið rann leiktíminn út og Einar hljóp eins og óður maður inn á völlinn og fagnaði sigri. Sigurinn var þó ekki kominn í hús og Einar var aðeins of fljótur á sér. „Ég hélt að það væri ekki neitt á þetta og svo kemur útidómarinn og dæmir víti. Leiktíminn var búinn og þeir dæma vítið mjög seint þannig mér fannst þetta ekki vera víti en það má vel vera að þetta hafi verið víti.“ Framarar eru ekki búnir Fram hefur átt frábært tímabil en þeir urðu bikarmeistarar og er nú komnir í úrslitaeinvígið, í fyrsta sinn síðan 2013. Er þetta framar vonum? „Nei, ekki fram úr okkar vonum. Ég hugsa að fáir á Íslandi voru að spá því að við værum bikarmeistarar og þeim stað sem við erum í dag. Við erum ekkert búnir, við ætlum að verða Íslandsmeistarar og bikarinn var svona smá bónus. Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Fleiri fréttir Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Uppgjörið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Sjá meira