Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar 28. apríl 2025 07:00 Líðan barna hefur verðið til umfjöllunar um langt skeið, grein eftir grein rituð og málin rædd en staðan virðist þrátt fyrir það lítið breytast. En hvað er það sem veldur, getur verið að það sé ekkert að börnum okkar heldur liggi vandamálið hjá okkur foreldrum, uppalendunum sem á fyrstu dögum barnsins horfðu í augu þess og hétu því að elska og hlúa að öllum stundum. En hversu miklum tíma eyðum við í raun og veru með börnum okkar og er sá tími nægjanlegur? Getur verið að tæknin hafi rænt börnin okkar æsku sinni og athygli og við foreldrar horfum á það gerast sofandi og eða úrræðalaus. Eða erum við hreinlega of upptekin í okkar eigin skjá og sjáum á meðan ekki líðan barna okkar. Rannsóknir sýna að langvarandi skjátími getur haft neikvæð áhrif á námsgetu, félagsfærni og almennan þroska barna. Við sjáum að yngstu börnin glíma í auknum mæli við einbeitingaskort, skert úthald, hegðunarvanda og áskoranir á tilfinningastjórnun. Þá hefur einnig komið í ljós að málþroski og grunnorðaforði barna hefur dregist saman á undanförnum árum. Rannsóknir benda til þess að líðan þeirra tengist aukinni notkun snjalltækja. Áhrif skjánotkunar eru víðtæk. Hún getur örvað framleiðslu dópamíns í heilanum, sem getur aukið hættu á fíkn og fráhvörfum. Þetta hefur áhrif á svefn, tilfinningar og hegðun barna, með þeim afleiðingum að færni þeirra til að læra og leika sér minnkar oft með óafturkræfanlegum afleiðingum. Það ætti því að vera ljóst að við þessu þarf að bregðast og það gerum við sem samfélag. Það er mikilvægt að horfa ekki einungis á þann tíma sem fer í skjánotkun heldur einnig á innihald þess sem börnin horfa á. Á meðan börn sitja fyrir framan skjái missa þau af dýrmætum samskiptum við aðra, samskiptum sem eru lykilatriði í þroska þeirra og samskiptum við okkur foreldranna sem gefa okkur tækifæri á að þekkja börnin okkar betur, tilfinningar þeirra og líðan. En það er ekki nóg að benda einungis á skjánotkun barna okkar. Við þurfum að líta í eigin barm, við erum fyrirmyndin og af okkur læra þau. Þegar við fullorðna fólkið erum niðursokkin í skjánotkun bitnar það á samskiptum þeirra við okkur. Þótt flestir foreldrar séu meðvitaðir um þessi áhrif getur verið erfitt að rjúfa þann vítahring sem myndast hefur. Það krefst hugrekkis og þjálfunar að breyta venjum heimilisins, búa til siði og breyta menningu. Við þurfum að horfast í augu við vandann, og enn mikilvægara, við þurfum að horfa í augu hvors annars og njóta augnablikanna, því þau koma ekki aftur. Við berum öll ábyrgð Hafnarfjarðarbær hefur að undanförnu staðið fyrir fræðsluerindum undir heitinu „Við erum þorpið“, þar sem vakin hefur verið athygli á velferð, líðan og öryggi barna. Þann 29. maí kl. 17 verður haldinn fræðslufyrirlestur í Bæjarbíói undir yfirskriftinni „Horfumst í augu“, þar sem sjónum verður beint að áhrifum mikillar skjánotkunar á líf og þroska barna. Markmið fyrirlestursins er að vekja athygli á því hvernig snjalltæki geta haft áhrif á félagsfærni, heilsu, tengsl og málþroska og hvetja foreldra leik- og grunnskólabarna til aðgerða, veita ráð og styrkja þá til að breyta menningu heimilisins. Fræðsluráð og foreldraráð grunnskólabarna í Hafnarfirði hafa ekki látið sitt eftir liggja og standa að fyrirlestrinum og hafa tekið virkan þátt í umræðunni um skjánotkun og líðan barna og ungmenna með ýmsum hætti. Í tilefni þess verður frumflutt myndband sem foreldraráð Hafnarfjarðar hefur unnið að en í því eru foreldrar hvattir til að gera jákvæðar breytingar. Við berum öll ábyrgð, hvort sem við erum foreldrar, skólafólk eða kjörnir fulltrúar fræðslumála hvers sveitarfélags. Með því að taka höndum saman, horfa í augu hvors annars og rækta tengslin, getum við skapað betri framtíð fyrir börnin okkar – og okkur sjálf. Kristín Thoroddsen Formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Símanotkun barna Kristín Thoroddsen Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Líðan barna hefur verðið til umfjöllunar um langt skeið, grein eftir grein rituð og málin rædd en staðan virðist þrátt fyrir það lítið breytast. En hvað er það sem veldur, getur verið að það sé ekkert að börnum okkar heldur liggi vandamálið hjá okkur foreldrum, uppalendunum sem á fyrstu dögum barnsins horfðu í augu þess og hétu því að elska og hlúa að öllum stundum. En hversu miklum tíma eyðum við í raun og veru með börnum okkar og er sá tími nægjanlegur? Getur verið að tæknin hafi rænt börnin okkar æsku sinni og athygli og við foreldrar horfum á það gerast sofandi og eða úrræðalaus. Eða erum við hreinlega of upptekin í okkar eigin skjá og sjáum á meðan ekki líðan barna okkar. Rannsóknir sýna að langvarandi skjátími getur haft neikvæð áhrif á námsgetu, félagsfærni og almennan þroska barna. Við sjáum að yngstu börnin glíma í auknum mæli við einbeitingaskort, skert úthald, hegðunarvanda og áskoranir á tilfinningastjórnun. Þá hefur einnig komið í ljós að málþroski og grunnorðaforði barna hefur dregist saman á undanförnum árum. Rannsóknir benda til þess að líðan þeirra tengist aukinni notkun snjalltækja. Áhrif skjánotkunar eru víðtæk. Hún getur örvað framleiðslu dópamíns í heilanum, sem getur aukið hættu á fíkn og fráhvörfum. Þetta hefur áhrif á svefn, tilfinningar og hegðun barna, með þeim afleiðingum að færni þeirra til að læra og leika sér minnkar oft með óafturkræfanlegum afleiðingum. Það ætti því að vera ljóst að við þessu þarf að bregðast og það gerum við sem samfélag. Það er mikilvægt að horfa ekki einungis á þann tíma sem fer í skjánotkun heldur einnig á innihald þess sem börnin horfa á. Á meðan börn sitja fyrir framan skjái missa þau af dýrmætum samskiptum við aðra, samskiptum sem eru lykilatriði í þroska þeirra og samskiptum við okkur foreldranna sem gefa okkur tækifæri á að þekkja börnin okkar betur, tilfinningar þeirra og líðan. En það er ekki nóg að benda einungis á skjánotkun barna okkar. Við þurfum að líta í eigin barm, við erum fyrirmyndin og af okkur læra þau. Þegar við fullorðna fólkið erum niðursokkin í skjánotkun bitnar það á samskiptum þeirra við okkur. Þótt flestir foreldrar séu meðvitaðir um þessi áhrif getur verið erfitt að rjúfa þann vítahring sem myndast hefur. Það krefst hugrekkis og þjálfunar að breyta venjum heimilisins, búa til siði og breyta menningu. Við þurfum að horfast í augu við vandann, og enn mikilvægara, við þurfum að horfa í augu hvors annars og njóta augnablikanna, því þau koma ekki aftur. Við berum öll ábyrgð Hafnarfjarðarbær hefur að undanförnu staðið fyrir fræðsluerindum undir heitinu „Við erum þorpið“, þar sem vakin hefur verið athygli á velferð, líðan og öryggi barna. Þann 29. maí kl. 17 verður haldinn fræðslufyrirlestur í Bæjarbíói undir yfirskriftinni „Horfumst í augu“, þar sem sjónum verður beint að áhrifum mikillar skjánotkunar á líf og þroska barna. Markmið fyrirlestursins er að vekja athygli á því hvernig snjalltæki geta haft áhrif á félagsfærni, heilsu, tengsl og málþroska og hvetja foreldra leik- og grunnskólabarna til aðgerða, veita ráð og styrkja þá til að breyta menningu heimilisins. Fræðsluráð og foreldraráð grunnskólabarna í Hafnarfirði hafa ekki látið sitt eftir liggja og standa að fyrirlestrinum og hafa tekið virkan þátt í umræðunni um skjánotkun og líðan barna og ungmenna með ýmsum hætti. Í tilefni þess verður frumflutt myndband sem foreldraráð Hafnarfjarðar hefur unnið að en í því eru foreldrar hvattir til að gera jákvæðar breytingar. Við berum öll ábyrgð, hvort sem við erum foreldrar, skólafólk eða kjörnir fulltrúar fræðslumála hvers sveitarfélags. Með því að taka höndum saman, horfa í augu hvors annars og rækta tengslin, getum við skapað betri framtíð fyrir börnin okkar – og okkur sjálf. Kristín Thoroddsen Formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun