Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2025 10:02 Í dag er ár liðið frá því Alþingi samþykkti með þverpólitískri samstöðu þingsályktun um stefnu um stuðning Íslands við Úkraínu til ársins 2028. Í þingsályktuninni segir að innrásarstríð Rússlands í Úkraínu sé alvarlegasta öryggisógn sem steðjað hefur að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar og skýr atlaga að alþjóðakerfinu sem byggist á virðingu fyrir alþjóðalögum, friðhelgi landamæra og landhelgi ríkja. Með stuðningi við öryggi og sjálfstæði Úkraínu standi stjórnvöld vörð um beina öryggishagsmuni Íslands, alþjóðakerfið og alþjóðalög sem fullveldi Íslands byggist á. Fullveldið og lýðræðið eru fjöregg íslensku þjóðarinnar og á þeim grunni hefur okkur auðnast að byggja upp samfélag réttlætis, velmegunar og frelsis til skoðana og athafna. Merkasta stofnun okkar, Alþingi, á ávallt að standa vörð um hag lands og þjóðar, öryggi og velferð íbúanna og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Þetta gerði Alþingi til dæmis með ákvörðun um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu árið 1949 og að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1993. Þó stuðningur við Úkraínu sé af öðrum meiði felur ályktun Alþingis í sér áréttingu um að örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi líkt og gildir um önnur ríki í okkar heimshluta og í raun á heimsvísu. Ákvarðanir Alþingis um aðild Íslands að alþjóðastofnunum og alþjóðasamningum eru teknar í skjóli þess að Ísland geti reitt sig á virðingu fyrir alþjóðalögum og stuðning okkar vina- og bandalagsríkja. Á þessum grundvelli höfum við um áratugaskeið notið þeirra ávaxta sem friður og öryggi hafa veitt okkur. Úkraínska þjóðin býr við önnur örlög. Stjórnarherrum í Kreml hugnaðist ekki að Úkraína tæki skref í átt til vestrænna lýðræðishátta og aukins samstarfs við önnur Evrópuríki. Með vopnavaldi og innlimun Krímskaga hefur Rússland allt frá árinu 2014 þverbrotið alþjóðalög og samninga sem Rússland hefur undirritað og varða sjálfstæði og fullveldi Úkraínu. Það innrásarstríð sem síðan hófst 24. febrúar 2022 er dapurlegur vitnisburður um það hvernig valdaþorsta Pútíns Rússlandsforseta er svalað með grimmilegum stríðsrekstri, án hliðstæðu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Rússland er árásaraðili sem brýtur alþjóðalög og samninga Ísland fordæmir framgöngu Rússlands, sem á sér enga réttlætingu. Sú sérkennilega söguskýring heyrist stundum að Evrópuríkin geti sjálfum sér um kennt vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi því ekki hafi verið hlúð að tengslum við Rússland eftir lok kalda stríðsins. Þannig er gefið í skyn að Rússland sé fórnarlamb þeirra alvarlegu aðstæðna sem nú eru á alþjóðavettvangi en Pútín hefur þó sjálfur skapað. Skýringar af þessum toga eru ekki aðeins villandi, heldur beinlínis rangar og hættulegar. Hið rétta er að Vesturlönd lögði sig fram um það að byggja upp öryggissamstarf við Rússland eftir hrun Sovétríkjanna þar sem gagnkvæmir hagsmunir voru hafðir að leiðarljósi. Til dæmis var sérstakur samstarfssáttmáli undirritaður milli Atlantshafsbandalagsins og Rússlands árið 1997 og ári síðar opnaði Rússland sendiskrifstofu í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel. Upplýsingaskrifstofa á vegum bandalagsins var opnuð í Moskvu 2001 og í framhaldi af því sendiskrifstofa fyrir hernaðarleg málefni. Þá var NATO-Rússlandsráðið stofnað árið 2002 sem vettvangur fyrir samráð og samstarf á jafningjagrunni. Ísland átti sögulega aðkomu að því máli þar sem ákvörðun um stofnun ráðsins var tekin í Reykjavík í maí 2002, á utanríkisráðherrafundi bandalagsríkja og Rússlands, með þátttöku þáverandi utanríkisráðherra Rússa. Það er vissulega rétt að bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins hefur fjölgað og rússnesk stjórnvöld hafa andmælt þeirri þróun. Það skal hins vegar áréttað að þau ríki sem sótt hafa um aðild að bandalaginu, síðast Finnland og Svíþjóð, gerðu það að eigin frumkvæði, ekki til að valda Rússlandi skaða, heldur til að tryggja frið vitandi að nágranninn í austri er ófyrirsjáanlegur. Samkvæmt alþjóðlegum yfirlýsingum og skuldbindingum, sem Rússland hefur einnig undirgengist, er það fullveldisréttur hvers ríkis að ákveða aðild að alþjóðasamstarfi á grundvelli eigin hagsmuna. Rússland á ekki að hafa neitunarvald í þeim efnum, ekki varðandi Úkraínu frekar en Finnland eða Svíþjóð. Rússland verður að una þeim ríkjum sem þess óska að taka þátt í vestrænni samvinnu sem veitir þeim öryggi og skjól, eigin samfélögum til hagsbóta. Úkraína vill réttlátan og viðvarandi frið Staðreynd málsins er einnig að Úkraína hefur ekki ógnað öryggi Rússlands. Þegar Úkraína hlaut sjálfstæði árið 1991 réð landið yfir þriðja stærsta kjarnavopnabúri í heimi en með undirritun Búdapest-samkomulagsins árið 1994 afsalaði Úkraína sér öllum þessum vopnum. Samkomulagið var einnig undirritað af Rússlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi sem skuldbundu sig til að virða sjálfstæði, fullveldi og landamæri Úkraínu. Brot Rússlands á þessu samkomulagi er eitt skýrasta dæmið um að Pútín er ekki treystandi til að virða gerða samninga nema að baki þeim liggi traustar og afdráttarlausar öryggistryggingar. Vilji úkraínsku þjóðarinnar var eingöngu að landið myndi færast nær vestrænum stjórnarháttum og búa við það öryggi sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins njóta. Sex mánuðum eftir samþykkt ályktunar Alþingis sótti Volodómír Selenskí, forseti Úkraínu, Ísland heim og ávarpaði þing Norðurlandaráðs. Í ræðu sinni sagði hann heimsókn sína í Alþingishúsið gefa tímanum sérstaka merkingu. Samfélög verði að geta vaxið og dafnað í meira en nokkur ár til að geta sýnt sínar bestu hliðar. Kynslóðirnar verði að fá að njóta árangurs erfiðisins. Sú virðing sem Norðurlöndin sýni frelsinu, lífinu og umhverfinu endurspegli þann tíma sem ríkin hafi búið við frið, hafa hlúð að menningu sinni og varðveitt þann sérstaka anda sem ríkir á Norðurlöndunum. „Þið hafið fengið þennan dýrmæta tíma, friðartíma. Við eigum líka rétt á að fá tíma þar sem kynslóðir Úkraínumanna búa við frið, geta lifað, þróað menningu okkar og notið frelsis til að sýna umheiminum allt það sem er einstakt við Úkraínu,“ sagði Selenskí. Með frelsi og mannúð að leiðarljósi hafa Norðurlöndin staðið þétt við bakið á Úkraínu og á grundvelli þingsályktunar Alþingis munu íslensk stjórnvöld halda áfram að leggja sitt af mörkum. Úkraínska þjóðin þráir ekkert heitar en að búa við réttlátan og viðvarandi frið þar sem alþjóðalög eru virt. Úkraína á stuðning Íslands vísan. Höfundur er utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er ár liðið frá því Alþingi samþykkti með þverpólitískri samstöðu þingsályktun um stefnu um stuðning Íslands við Úkraínu til ársins 2028. Í þingsályktuninni segir að innrásarstríð Rússlands í Úkraínu sé alvarlegasta öryggisógn sem steðjað hefur að Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldar og skýr atlaga að alþjóðakerfinu sem byggist á virðingu fyrir alþjóðalögum, friðhelgi landamæra og landhelgi ríkja. Með stuðningi við öryggi og sjálfstæði Úkraínu standi stjórnvöld vörð um beina öryggishagsmuni Íslands, alþjóðakerfið og alþjóðalög sem fullveldi Íslands byggist á. Fullveldið og lýðræðið eru fjöregg íslensku þjóðarinnar og á þeim grunni hefur okkur auðnast að byggja upp samfélag réttlætis, velmegunar og frelsis til skoðana og athafna. Merkasta stofnun okkar, Alþingi, á ávallt að standa vörð um hag lands og þjóðar, öryggi og velferð íbúanna og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Þetta gerði Alþingi til dæmis með ákvörðun um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu árið 1949 og að Evrópska efnahagssvæðinu árið 1993. Þó stuðningur við Úkraínu sé af öðrum meiði felur ályktun Alþingis í sér áréttingu um að örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi líkt og gildir um önnur ríki í okkar heimshluta og í raun á heimsvísu. Ákvarðanir Alþingis um aðild Íslands að alþjóðastofnunum og alþjóðasamningum eru teknar í skjóli þess að Ísland geti reitt sig á virðingu fyrir alþjóðalögum og stuðning okkar vina- og bandalagsríkja. Á þessum grundvelli höfum við um áratugaskeið notið þeirra ávaxta sem friður og öryggi hafa veitt okkur. Úkraínska þjóðin býr við önnur örlög. Stjórnarherrum í Kreml hugnaðist ekki að Úkraína tæki skref í átt til vestrænna lýðræðishátta og aukins samstarfs við önnur Evrópuríki. Með vopnavaldi og innlimun Krímskaga hefur Rússland allt frá árinu 2014 þverbrotið alþjóðalög og samninga sem Rússland hefur undirritað og varða sjálfstæði og fullveldi Úkraínu. Það innrásarstríð sem síðan hófst 24. febrúar 2022 er dapurlegur vitnisburður um það hvernig valdaþorsta Pútíns Rússlandsforseta er svalað með grimmilegum stríðsrekstri, án hliðstæðu frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Rússland er árásaraðili sem brýtur alþjóðalög og samninga Ísland fordæmir framgöngu Rússlands, sem á sér enga réttlætingu. Sú sérkennilega söguskýring heyrist stundum að Evrópuríkin geti sjálfum sér um kennt vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi því ekki hafi verið hlúð að tengslum við Rússland eftir lok kalda stríðsins. Þannig er gefið í skyn að Rússland sé fórnarlamb þeirra alvarlegu aðstæðna sem nú eru á alþjóðavettvangi en Pútín hefur þó sjálfur skapað. Skýringar af þessum toga eru ekki aðeins villandi, heldur beinlínis rangar og hættulegar. Hið rétta er að Vesturlönd lögði sig fram um það að byggja upp öryggissamstarf við Rússland eftir hrun Sovétríkjanna þar sem gagnkvæmir hagsmunir voru hafðir að leiðarljósi. Til dæmis var sérstakur samstarfssáttmáli undirritaður milli Atlantshafsbandalagsins og Rússlands árið 1997 og ári síðar opnaði Rússland sendiskrifstofu í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel. Upplýsingaskrifstofa á vegum bandalagsins var opnuð í Moskvu 2001 og í framhaldi af því sendiskrifstofa fyrir hernaðarleg málefni. Þá var NATO-Rússlandsráðið stofnað árið 2002 sem vettvangur fyrir samráð og samstarf á jafningjagrunni. Ísland átti sögulega aðkomu að því máli þar sem ákvörðun um stofnun ráðsins var tekin í Reykjavík í maí 2002, á utanríkisráðherrafundi bandalagsríkja og Rússlands, með þátttöku þáverandi utanríkisráðherra Rússa. Það er vissulega rétt að bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins hefur fjölgað og rússnesk stjórnvöld hafa andmælt þeirri þróun. Það skal hins vegar áréttað að þau ríki sem sótt hafa um aðild að bandalaginu, síðast Finnland og Svíþjóð, gerðu það að eigin frumkvæði, ekki til að valda Rússlandi skaða, heldur til að tryggja frið vitandi að nágranninn í austri er ófyrirsjáanlegur. Samkvæmt alþjóðlegum yfirlýsingum og skuldbindingum, sem Rússland hefur einnig undirgengist, er það fullveldisréttur hvers ríkis að ákveða aðild að alþjóðasamstarfi á grundvelli eigin hagsmuna. Rússland á ekki að hafa neitunarvald í þeim efnum, ekki varðandi Úkraínu frekar en Finnland eða Svíþjóð. Rússland verður að una þeim ríkjum sem þess óska að taka þátt í vestrænni samvinnu sem veitir þeim öryggi og skjól, eigin samfélögum til hagsbóta. Úkraína vill réttlátan og viðvarandi frið Staðreynd málsins er einnig að Úkraína hefur ekki ógnað öryggi Rússlands. Þegar Úkraína hlaut sjálfstæði árið 1991 réð landið yfir þriðja stærsta kjarnavopnabúri í heimi en með undirritun Búdapest-samkomulagsins árið 1994 afsalaði Úkraína sér öllum þessum vopnum. Samkomulagið var einnig undirritað af Rússlandi, Bandaríkjunum og Bretlandi sem skuldbundu sig til að virða sjálfstæði, fullveldi og landamæri Úkraínu. Brot Rússlands á þessu samkomulagi er eitt skýrasta dæmið um að Pútín er ekki treystandi til að virða gerða samninga nema að baki þeim liggi traustar og afdráttarlausar öryggistryggingar. Vilji úkraínsku þjóðarinnar var eingöngu að landið myndi færast nær vestrænum stjórnarháttum og búa við það öryggi sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins njóta. Sex mánuðum eftir samþykkt ályktunar Alþingis sótti Volodómír Selenskí, forseti Úkraínu, Ísland heim og ávarpaði þing Norðurlandaráðs. Í ræðu sinni sagði hann heimsókn sína í Alþingishúsið gefa tímanum sérstaka merkingu. Samfélög verði að geta vaxið og dafnað í meira en nokkur ár til að geta sýnt sínar bestu hliðar. Kynslóðirnar verði að fá að njóta árangurs erfiðisins. Sú virðing sem Norðurlöndin sýni frelsinu, lífinu og umhverfinu endurspegli þann tíma sem ríkin hafi búið við frið, hafa hlúð að menningu sinni og varðveitt þann sérstaka anda sem ríkir á Norðurlöndunum. „Þið hafið fengið þennan dýrmæta tíma, friðartíma. Við eigum líka rétt á að fá tíma þar sem kynslóðir Úkraínumanna búa við frið, geta lifað, þróað menningu okkar og notið frelsis til að sýna umheiminum allt það sem er einstakt við Úkraínu,“ sagði Selenskí. Með frelsi og mannúð að leiðarljósi hafa Norðurlöndin staðið þétt við bakið á Úkraínu og á grundvelli þingsályktunar Alþingis munu íslensk stjórnvöld halda áfram að leggja sitt af mörkum. Úkraínska þjóðin þráir ekkert heitar en að búa við réttlátan og viðvarandi frið þar sem alþjóðalög eru virt. Úkraína á stuðning Íslands vísan. Höfundur er utanríkisráðherra.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar