Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 1. maí 2025 08:17 Sonur minn sem er 7 ára var lengi vel harðákveðinn í því að hann ætlaði að verða þrifmaður á sjúkrahúsi þegar hann yrði stór. Þessu svaraði hann til í marga mánuði í hvert sinn sem einhver spurði hann þeirri algengu spurningu: Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Í eitt sinn spurði ég hann að því hvers vegna hann væri svona ákveðinn í því að verða þrifmaður á sjúkrahúsi og það stóð ekki á svari. Það væri mikilvægasta starf í heimi og ef hann myndi vinna við mikilvægasta starf í heimi yrði hann ríkur. Þá mundi ég eftir þætti á Krakkarúv sem fjallaði einmitt um mikilvægustu störfin sem fólk vinnur og í þættinum færðu þau rök fyrir því að ef spítalar væru ekki hreinir myndu mun fleiri láta lífið og þess vegna væri þetta mikilvægasta starfið. Þetta var í raun mjög rökrétt ályktun sem hann dró af þeim upplýsingum sem komu fram í þættinum. En raunin er aldeilis önnur, eins og við vitum, og það sama á við um önnur mikilvæg störf; fólkið sem hugsar um ömmur okkar og afa á hjúkrunarheimilum, fólkið sem stendur undir hagvextinum með því að þrífa hótel, afgreiða ferðafólk, gerir að fiskinum, byggir húsin, fræðir og hlúir að börnunum okkar. Mér þótti mjög leiðinlegt að þurfa að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkar því miður ekki svona og eðlilega átti hann mjög erfitt með að skilja það, vegna þess að það er nefnilega órökrétt. Í dag er baráttudagur verkalýðsins og langar mig að nýta tækifærið til að þakka verkalýðsfélögum fyrir þeirra mikilvægu störf í meira en 100 ár. Það sem verkalýðshreyfingin gerir er að viðhalda og verja mikilvægi starfa, að þau séu metin að verðleikum og að hlúð sé að því fólki sem vinnur störfin. Verkalýðshreyfingin passar upp á réttindi launafólks, sem er ekki bara rökrétt heldur rétt og lífsnauðsynlegt í þeim órökrétta heimi skakks verðmætamats sem við lifum í. Barátta verkalýðsfélaga hefur skipt sköpum fyrir launafólk og almenning í landinu. Gleðilegan baráttudag verkalýðs! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Verkalýðsdagurinn Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Sonur minn sem er 7 ára var lengi vel harðákveðinn í því að hann ætlaði að verða þrifmaður á sjúkrahúsi þegar hann yrði stór. Þessu svaraði hann til í marga mánuði í hvert sinn sem einhver spurði hann þeirri algengu spurningu: Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Í eitt sinn spurði ég hann að því hvers vegna hann væri svona ákveðinn í því að verða þrifmaður á sjúkrahúsi og það stóð ekki á svari. Það væri mikilvægasta starf í heimi og ef hann myndi vinna við mikilvægasta starf í heimi yrði hann ríkur. Þá mundi ég eftir þætti á Krakkarúv sem fjallaði einmitt um mikilvægustu störfin sem fólk vinnur og í þættinum færðu þau rök fyrir því að ef spítalar væru ekki hreinir myndu mun fleiri láta lífið og þess vegna væri þetta mikilvægasta starfið. Þetta var í raun mjög rökrétt ályktun sem hann dró af þeim upplýsingum sem komu fram í þættinum. En raunin er aldeilis önnur, eins og við vitum, og það sama á við um önnur mikilvæg störf; fólkið sem hugsar um ömmur okkar og afa á hjúkrunarheimilum, fólkið sem stendur undir hagvextinum með því að þrífa hótel, afgreiða ferðafólk, gerir að fiskinum, byggir húsin, fræðir og hlúir að börnunum okkar. Mér þótti mjög leiðinlegt að þurfa að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkar því miður ekki svona og eðlilega átti hann mjög erfitt með að skilja það, vegna þess að það er nefnilega órökrétt. Í dag er baráttudagur verkalýðsins og langar mig að nýta tækifærið til að þakka verkalýðsfélögum fyrir þeirra mikilvægu störf í meira en 100 ár. Það sem verkalýðshreyfingin gerir er að viðhalda og verja mikilvægi starfa, að þau séu metin að verðleikum og að hlúð sé að því fólki sem vinnur störfin. Verkalýðshreyfingin passar upp á réttindi launafólks, sem er ekki bara rökrétt heldur rétt og lífsnauðsynlegt í þeim órökrétta heimi skakks verðmætamats sem við lifum í. Barátta verkalýðsfélaga hefur skipt sköpum fyrir launafólk og almenning í landinu. Gleðilegan baráttudag verkalýðs! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar