Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. maí 2025 11:57 David Attenborough á meira en sjötíu ára feril að baki í sjónvarpi og kvikmyndum. Hann hefur unnið ómælda vinnu fyrir náttúruvernd. Getty Náttúrufræðingurinn David Attenborough beinir sjónum sínum að höfum jarðar í nýjustu heimildamynd sinni en lítur líka um öxl yfir ævistarf sitt nú þegar hann nálgast „endalok lífs“ síns. Hann segir hafið spila lykilrullu í baráttunni við hamfarahlýnun. Heimildamyndin Ocean, eða Hafið, kemur í bíóhús um allan heim 8. maí næstkomandi, á 99 ára afmæli Attenborough. Hafið fjallar um skaðleg áhrif botnvörpuveiða og stöðu hafsins í ljósi hamfarahlýnunar. Átta ár eru liðin frá því Blue Planet II komu út en þættirnir fjölluðu um höf jarðar og leiddu til vitundarvakningar víða um heim um plastmengun í sjónum. „Þegar ég sá hafið í fyrsta skipti sem ungur drengur leit ég á það sem gríðarstóra víðáttu sem þyrfti að temja og ná valdi á mannkyninu til hagsbóta. Nú þegar ég nálgast endalok lífs míns, vitum við að hið gagnstæða er satt. Eftir að hafa lifað í nærri hundrað á þessari plánetu skil ég núna að mikilvægasti staðurinn á jörðinni er ekki á landi heldur sjó,“ segir Attenborough í klippu úr myndinni. „Það sem við höfum uppgötvað gæti breytt öllu“ Attenborough segir að þó menn hafi rannsakað hafið allt hans líf sé það ekki fyrr en nú að mannkynið geri sér grein fyrir mikilvægi hafsins fyrir framtíðina. „Það sem við höfum uppgötvað gæti breytt öllu,“ segir Attenborough. „Hafið er lífbúnaður plánetunnar okkar og helsti bandamaður okkar í baráttunni gegn hamfarahlýnun. Samt er það á krossgötum, við erum að sjúga lífið úr hafinu.“ Attenborough segir hafið svo illa statt að hann eigi erfitt með að missa ekki alla von. Ein merkasta uppgötvun allra tíma komi í veg fyrir það. „Hafið getur jafnað sig hraðar en við gátum nokkurn tímann ímyndað okkur,“ segir Attenborough. Mannkynið hafi þannig fengið líflínu: „Ef við björgum hafinu, björgum við heiminum okkar. Eftir að hafa myndað plánetuna ævilangt er ég viss um að ekkert sé mikilvægara.“ Hafið verður sýnd þrisvar sinnum í Smárabíói fyrir almenna gesti en 9. maí verður sérstök Íslandsfrumsýning á vegum Icelandic Wildlife Fund, Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands og NASF sem Toby Nowlan, leikstjóri myndarinnar, verður viðstaddur. Hafið Bíó og sjónvarp Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Attenborough berst áfram fyrir jörðina Náttúruvísinda- og sjónvarpsmaðurinn Sir. David Attenborough heldur ótrauður áfram í baráttu sinni fyrir lífríki jarðar en hann kemur til með að fagna 93 ára afmæli sínu í næsta mánuði. 18. apríl 2019 16:42 David Attenborough: Heimshöfunum aldrei verið ógnað jafn mikið Attenborough mun vekja athygli í þessu í lokaþætti þáttaraðar sinnar Blue Planet 2. Í þættinum mun hann fjalla ítarlega um hvaða áhrif loftslagsbreytingar, plastmengun, ofveiði og jafnvel hávaði hefur á heimshöfin og lífríki þeirra. 5. desember 2017 10:12 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Heimildamyndin Ocean, eða Hafið, kemur í bíóhús um allan heim 8. maí næstkomandi, á 99 ára afmæli Attenborough. Hafið fjallar um skaðleg áhrif botnvörpuveiða og stöðu hafsins í ljósi hamfarahlýnunar. Átta ár eru liðin frá því Blue Planet II komu út en þættirnir fjölluðu um höf jarðar og leiddu til vitundarvakningar víða um heim um plastmengun í sjónum. „Þegar ég sá hafið í fyrsta skipti sem ungur drengur leit ég á það sem gríðarstóra víðáttu sem þyrfti að temja og ná valdi á mannkyninu til hagsbóta. Nú þegar ég nálgast endalok lífs míns, vitum við að hið gagnstæða er satt. Eftir að hafa lifað í nærri hundrað á þessari plánetu skil ég núna að mikilvægasti staðurinn á jörðinni er ekki á landi heldur sjó,“ segir Attenborough í klippu úr myndinni. „Það sem við höfum uppgötvað gæti breytt öllu“ Attenborough segir að þó menn hafi rannsakað hafið allt hans líf sé það ekki fyrr en nú að mannkynið geri sér grein fyrir mikilvægi hafsins fyrir framtíðina. „Það sem við höfum uppgötvað gæti breytt öllu,“ segir Attenborough. „Hafið er lífbúnaður plánetunnar okkar og helsti bandamaður okkar í baráttunni gegn hamfarahlýnun. Samt er það á krossgötum, við erum að sjúga lífið úr hafinu.“ Attenborough segir hafið svo illa statt að hann eigi erfitt með að missa ekki alla von. Ein merkasta uppgötvun allra tíma komi í veg fyrir það. „Hafið getur jafnað sig hraðar en við gátum nokkurn tímann ímyndað okkur,“ segir Attenborough. Mannkynið hafi þannig fengið líflínu: „Ef við björgum hafinu, björgum við heiminum okkar. Eftir að hafa myndað plánetuna ævilangt er ég viss um að ekkert sé mikilvægara.“ Hafið verður sýnd þrisvar sinnum í Smárabíói fyrir almenna gesti en 9. maí verður sérstök Íslandsfrumsýning á vegum Icelandic Wildlife Fund, Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands og NASF sem Toby Nowlan, leikstjóri myndarinnar, verður viðstaddur.
Hafið Bíó og sjónvarp Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Attenborough berst áfram fyrir jörðina Náttúruvísinda- og sjónvarpsmaðurinn Sir. David Attenborough heldur ótrauður áfram í baráttu sinni fyrir lífríki jarðar en hann kemur til með að fagna 93 ára afmæli sínu í næsta mánuði. 18. apríl 2019 16:42 David Attenborough: Heimshöfunum aldrei verið ógnað jafn mikið Attenborough mun vekja athygli í þessu í lokaþætti þáttaraðar sinnar Blue Planet 2. Í þættinum mun hann fjalla ítarlega um hvaða áhrif loftslagsbreytingar, plastmengun, ofveiði og jafnvel hávaði hefur á heimshöfin og lífríki þeirra. 5. desember 2017 10:12 Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Attenborough berst áfram fyrir jörðina Náttúruvísinda- og sjónvarpsmaðurinn Sir. David Attenborough heldur ótrauður áfram í baráttu sinni fyrir lífríki jarðar en hann kemur til með að fagna 93 ára afmæli sínu í næsta mánuði. 18. apríl 2019 16:42
David Attenborough: Heimshöfunum aldrei verið ógnað jafn mikið Attenborough mun vekja athygli í þessu í lokaþætti þáttaraðar sinnar Blue Planet 2. Í þættinum mun hann fjalla ítarlega um hvaða áhrif loftslagsbreytingar, plastmengun, ofveiði og jafnvel hávaði hefur á heimshöfin og lífríki þeirra. 5. desember 2017 10:12