„Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. maí 2025 12:56 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins er í dag. Af því tilefni verða kröfugöngur og dagskrá um land allt. Verkalýðsleiðtogi segir enn ýmislegt til að berjast fyrir og að dagurinn sé gríðarlega mikilvægur. Í Reykjavík verður safnast saman við Hallgrímskirkju klukkan eitt og hálftíma síðar gengið niður á Ingólfstorg þar sem verður haldinn útifundur. Þar verða ræður, tónlistaratriði og samsöngur. Á Akureyri verður gengið frá Alþýðuhúsinu klukkan tvö í áttina að Hofi. Á sama tíma ganga Ísfirðingar frá sínu Alþýðuhúsi og að Edinborgarhúsinu þar sem verður hátíðardagskrá. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir daginn virkilega mikilvægan fyrir hennar félaga og hreyfinguna í heild sinni. „Það er auðvitað fullt af Eflingarfólki sem þarf að vera í vinnunni í dag þó að í dag sé þessi hátíðardagur verkafólks. Við erum að tala um þennan risastóra hóp fólks sem starfar á hjúkrunarheimilum og fleiri stöðum. Auðvitað er mjög mikilvægt fyrir okkur í samfélagslegum skilningi að taka þátt í 1. maí. Við sem getum það, að minna á okkur og kröfur okkar. Sýna að við ætlum okkur að vera í framvarðarsveit íslenskrar verkalýðsbaráttu, bæði fyrir konur og karla,“ segir Sólveig. Hjúkrunarheimili ekki staðið við sitt Það hafi gengið ýmislegt á síðasta ár. „Við stöndum til dæmis frammi fyrir því að atvinnurekendur telja sig geta stofnað sín eigin svikafélög til að hafa af verka- og láglaunafólki laun og réttindi. Það er það sem við höfum verið að berjast gegn síðastliðna mánuði. Við erum líka með lausa samninga fyrir ristastóran hóp, mestmegnis kvenna, sem starfar á hjúkrunarheimilum höfuðborgarsvæðisins. Þar átti að framkvæma úrbætur í mönnun en ekki var staðið við það. Þannig við þurfum að sjá hvað við þurfum að gera til að ná árangri í þeim kjarasamningum,“ segir Sólveig. Þá sé þetta mikill merkisdagur fyrir Eflingarfólk. „Vegna þess að félagi okkar í stjórn Eflingar, Karla Esperanza Barralaga Ocón, mun flytja ræðu á Ingólfstorgi. Ég held það sé í fyrsta skiptið sem aðflutt verkakona ávarpar fundinn á 1. maí í Reykjavík. Þannig þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur,“ segir Sólveig. Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Í Reykjavík verður safnast saman við Hallgrímskirkju klukkan eitt og hálftíma síðar gengið niður á Ingólfstorg þar sem verður haldinn útifundur. Þar verða ræður, tónlistaratriði og samsöngur. Á Akureyri verður gengið frá Alþýðuhúsinu klukkan tvö í áttina að Hofi. Á sama tíma ganga Ísfirðingar frá sínu Alþýðuhúsi og að Edinborgarhúsinu þar sem verður hátíðardagskrá. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir daginn virkilega mikilvægan fyrir hennar félaga og hreyfinguna í heild sinni. „Það er auðvitað fullt af Eflingarfólki sem þarf að vera í vinnunni í dag þó að í dag sé þessi hátíðardagur verkafólks. Við erum að tala um þennan risastóra hóp fólks sem starfar á hjúkrunarheimilum og fleiri stöðum. Auðvitað er mjög mikilvægt fyrir okkur í samfélagslegum skilningi að taka þátt í 1. maí. Við sem getum það, að minna á okkur og kröfur okkar. Sýna að við ætlum okkur að vera í framvarðarsveit íslenskrar verkalýðsbaráttu, bæði fyrir konur og karla,“ segir Sólveig. Hjúkrunarheimili ekki staðið við sitt Það hafi gengið ýmislegt á síðasta ár. „Við stöndum til dæmis frammi fyrir því að atvinnurekendur telja sig geta stofnað sín eigin svikafélög til að hafa af verka- og láglaunafólki laun og réttindi. Það er það sem við höfum verið að berjast gegn síðastliðna mánuði. Við erum líka með lausa samninga fyrir ristastóran hóp, mestmegnis kvenna, sem starfar á hjúkrunarheimilum höfuðborgarsvæðisins. Þar átti að framkvæma úrbætur í mönnun en ekki var staðið við það. Þannig við þurfum að sjá hvað við þurfum að gera til að ná árangri í þeim kjarasamningum,“ segir Sólveig. Þá sé þetta mikill merkisdagur fyrir Eflingarfólk. „Vegna þess að félagi okkar í stjórn Eflingar, Karla Esperanza Barralaga Ocón, mun flytja ræðu á Ingólfstorgi. Ég held það sé í fyrsta skiptið sem aðflutt verkakona ávarpar fundinn á 1. maí í Reykjavík. Þannig þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur,“ segir Sólveig.
Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira