Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. maí 2025 13:23 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur haft styrkjamálið svokallaða til meðferðar undanfarna mánuði. Vísir/Vilhelm Umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um styrkjamálið svokallaða er komin langt á veg og búast má við niðurstöðu nefndarinnar með vorinu. Opinn fundur var haldinn í byrjun marsmánaðar þar sem Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra sat fyrir svörum. Kom þá fram að enginn stjórnmálaflokkur hafi uppfyllt skilyrði nýrra laga um skráningu flokka þegar fyrstu styrkirnir voru greiddir út eftir breytingu. Góður gangur hefur verið á málinu að sögn Vilhjálms Árnasonar, formanns stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. „Það hefur verið góður gangur í því og við erum búin að fá fjölda gesta og fara yfir bæði ákvörðun fjármálaréðherra að krefjast ekki endurgreiðslu en líka hvernig lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er fylgt eftir í stjórnsýslunni,“ segir Vilhjálmur. Lögunum var breytt í janúar 2022 og var þá gerð krafa um að skráning stjórnmálaflokka í svokallaðri stjórnmálasamtakaskrá yrði skilyrði fyrir opinberum styrkjum til þeirra. Enginn flokka uppfyllti skilyrðin en Viðreisn og Samfylking breyttu skráningu í febrúar 2022, Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Píratar í apríl sama ár, Miðflokkur og Sósíalistaflokkur árið 2023 og Vinstri græn árið 2024. Flokkur fólksins var síðastur til að breyta skráningunni, sem var gert fyrr á þessu ári. Fjármálaráðherra hefur sagt að ráðuneytið hefði ekki átt að greiða út styrki fyrr en flokkarnir voru búnir að uppfylla ný skilyrði. Hann hefur farið þess á leit að ríkisendurskoðun rannsaki málið. Vilhjálmur segir að enn eigi eftir að kalla eftir einhverjum gögnum í málinu en því fari senn að ljúka. „Undirbúningur að einhverri niðurstöðu í það mál er að öðru leyti langt kominn,“ segir Vilhjálmur. Hvenær má búast við henni? „Núna með vorinu einhvern tíma.“ Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Fjármálaráðherra tæki fegins hendi við 170 milljónum króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk greiddar í ríkisstyrk árið 2022 án þess að hafa uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Það gæti þó reynst snúið í útfærslu. 3. mars 2025 13:41 Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á stjórnsýslulega framkvæmd og úrvinnslu ráðuneytisins vegna verklags í tengslum við greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eftir að ljóst varð um ágalla á framkvæmd greiðslna. 25. febrúar 2025 12:25 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Opinn fundur var haldinn í byrjun marsmánaðar þar sem Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra sat fyrir svörum. Kom þá fram að enginn stjórnmálaflokkur hafi uppfyllt skilyrði nýrra laga um skráningu flokka þegar fyrstu styrkirnir voru greiddir út eftir breytingu. Góður gangur hefur verið á málinu að sögn Vilhjálms Árnasonar, formanns stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. „Það hefur verið góður gangur í því og við erum búin að fá fjölda gesta og fara yfir bæði ákvörðun fjármálaréðherra að krefjast ekki endurgreiðslu en líka hvernig lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er fylgt eftir í stjórnsýslunni,“ segir Vilhjálmur. Lögunum var breytt í janúar 2022 og var þá gerð krafa um að skráning stjórnmálaflokka í svokallaðri stjórnmálasamtakaskrá yrði skilyrði fyrir opinberum styrkjum til þeirra. Enginn flokka uppfyllti skilyrðin en Viðreisn og Samfylking breyttu skráningu í febrúar 2022, Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Píratar í apríl sama ár, Miðflokkur og Sósíalistaflokkur árið 2023 og Vinstri græn árið 2024. Flokkur fólksins var síðastur til að breyta skráningunni, sem var gert fyrr á þessu ári. Fjármálaráðherra hefur sagt að ráðuneytið hefði ekki átt að greiða út styrki fyrr en flokkarnir voru búnir að uppfylla ný skilyrði. Hann hefur farið þess á leit að ríkisendurskoðun rannsaki málið. Vilhjálmur segir að enn eigi eftir að kalla eftir einhverjum gögnum í málinu en því fari senn að ljúka. „Undirbúningur að einhverri niðurstöðu í það mál er að öðru leyti langt kominn,“ segir Vilhjálmur. Hvenær má búast við henni? „Núna með vorinu einhvern tíma.“
Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Fjármálaráðherra tæki fegins hendi við 170 milljónum króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk greiddar í ríkisstyrk árið 2022 án þess að hafa uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Það gæti þó reynst snúið í útfærslu. 3. mars 2025 13:41 Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á stjórnsýslulega framkvæmd og úrvinnslu ráðuneytisins vegna verklags í tengslum við greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eftir að ljóst varð um ágalla á framkvæmd greiðslna. 25. febrúar 2025 12:25 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Fjármálaráðherra tæki fegins hendi við 170 milljónum króna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk greiddar í ríkisstyrk árið 2022 án þess að hafa uppfyllt skilyrði laga um skráningu í stjórnmálasamtakaskrá hjá ríkisskattstjóra. Það gæti þó reynst snúið í útfærslu. 3. mars 2025 13:41
Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við Ríkisendurskoðun að hún kanni og leggi mat á stjórnsýslulega framkvæmd og úrvinnslu ráðuneytisins vegna verklags í tengslum við greiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka eftir að ljóst varð um ágalla á framkvæmd greiðslna. 25. febrúar 2025 12:25
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent