Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. maí 2025 18:31 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra lagði áherslu á samvinnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar í ávarpi sínu á Verkalýðsdaginn. Flokkar líkt og Samfylkingin þurfi áframhaldandi stuðning til að starfa í þágu vinnandi fólks. „Ég vil leyfa mér að fullyrða að ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins standi nær vinnandi fólki og fjær hvers kyns sérhagsmunum en nokkur önnur ríkisstjórn á Íslandi í háa herrans tíð, að minnsta kost í meira en áratug,“ sagði Kristrún. Hún fór yfir víðan völl í ræðu sinni sem hún hélt á viðburði Samfylkingarfélagsins í tilefni Verkalýðsdagsins. „Ég vil leiða verkstjórn í þágu vinnandi fólks. En ég er fyllilega meðvituð um að það er ekki nóg að segja þetta bara. Verkin tala,“ sagði Kristrún. Vinna sé þegar farin af stað í þágu verkalýðsins, til að mynda hert eftirlit með starfsmannaleigum, innleiðing keðjuábyrgðar í stærri verklegum framkvæmdum og lögfesting skýrari refsiákvæði vegna vinnumansals. Stærsta hættan séu öfgaöfl í pólitík Kristrún lagði áherslu á samvinnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar. „Við erum hér til að þjóna fólkinu, og það vill verkalýðshreyfingin líka gera,“ segir hún. Ríkið og kerfið verði að virka og standa undir þeim skyldum að veita íbúum landsins almenna þjónustu. „Stjórnvöld sem standa ekki undir uppbyggingu til að mæta þörf fólks fyrir íbúðir á viðráðanlegu verði, vegi, orkuinnviði, hjúkrunarheimili, leikskóla og svo framvegis, slík stjórnvöld eru ekki að starfa í þágu vinnandi fólks í raun,“ segir hún. Íþyngjandi regluverk í kerfinu hafi áhrif á trú almennra borgara á stjórnvöld og því megi ekki vera svo mikil tregða í kerfinu að „það grafi undan grunninnviðum og þjónustu við almenna borgara.“ Það sé hlutverk stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar að gagnrýna ríkið og kerfið. „Við getum ekki eftirlátið þeim sem vilja ekki að kerfið virki, vilja ekki að ríkið virki að gagnrýna það og rífa það niður. Þetta verður verkalýðshreyfingin líka að hafa í huga í samvinnu við okkur og í huga við eigin baráttu og skipulag,“ segir Kristrún. Hættan sé að þegar ríkið getur ekki sinnt sínum skyldum til fulls að öfgaöfl í pólitík taki við stjórninni. „Jarðarflokkar sem nærast á skortinum og þykjast geta boðið betur, jafnvel með því að brjóta niður velferðarkerfið og þau verðmæti sem við eigum saman.“ Traust, virðing og væntumþykja Kristrún segist setja markmið Samfylkingarinnar hátt og móta samfélagið í þágu vinnandi fólks. Því þurfi Samfylkingin að vera í stjórninni lengur en einungis eitt kjörtímabil. „Við vitum að það tekur langan tíma að byggja upp traust. En styttri tíma að tapa því niður. Við höfum tekið markviss skref við að endurheimta traust hjá fólkinu í landinu á síðustu árum, og ég veit að við eigum meira inni ef við höldum áfram á sömu braut.“ Hún rifjaði upp þegar hún fór hringinn í kringum landið til að tryggja tengingu við alla íbúa landsins. Það sem hún hafi tamið sér í þessum feðrum er virðing og væntumþykja. „Virðing fyrir ólíku fólki með mismunandi bakgrunn. Virðing fyrir Íslandi og fólki sem byggir landið. Og virðing fyrir því að við höfum öll mismunandi hlutverkum að gegna í samfélaginu,“ sagði hún. „Ég trúi því að sérhvert samfélag sé sterkast og virki best þegar það grundvallast á virðingu. Það á við um pólitíkina. Það á við um verkalýðshreyfinguna. Og það á við um þjóðlífið allt.“ Verkalýðsdagurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira
„Ég vil leyfa mér að fullyrða að ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins standi nær vinnandi fólki og fjær hvers kyns sérhagsmunum en nokkur önnur ríkisstjórn á Íslandi í háa herrans tíð, að minnsta kost í meira en áratug,“ sagði Kristrún. Hún fór yfir víðan völl í ræðu sinni sem hún hélt á viðburði Samfylkingarfélagsins í tilefni Verkalýðsdagsins. „Ég vil leiða verkstjórn í þágu vinnandi fólks. En ég er fyllilega meðvituð um að það er ekki nóg að segja þetta bara. Verkin tala,“ sagði Kristrún. Vinna sé þegar farin af stað í þágu verkalýðsins, til að mynda hert eftirlit með starfsmannaleigum, innleiðing keðjuábyrgðar í stærri verklegum framkvæmdum og lögfesting skýrari refsiákvæði vegna vinnumansals. Stærsta hættan séu öfgaöfl í pólitík Kristrún lagði áherslu á samvinnu stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar. „Við erum hér til að þjóna fólkinu, og það vill verkalýðshreyfingin líka gera,“ segir hún. Ríkið og kerfið verði að virka og standa undir þeim skyldum að veita íbúum landsins almenna þjónustu. „Stjórnvöld sem standa ekki undir uppbyggingu til að mæta þörf fólks fyrir íbúðir á viðráðanlegu verði, vegi, orkuinnviði, hjúkrunarheimili, leikskóla og svo framvegis, slík stjórnvöld eru ekki að starfa í þágu vinnandi fólks í raun,“ segir hún. Íþyngjandi regluverk í kerfinu hafi áhrif á trú almennra borgara á stjórnvöld og því megi ekki vera svo mikil tregða í kerfinu að „það grafi undan grunninnviðum og þjónustu við almenna borgara.“ Það sé hlutverk stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar að gagnrýna ríkið og kerfið. „Við getum ekki eftirlátið þeim sem vilja ekki að kerfið virki, vilja ekki að ríkið virki að gagnrýna það og rífa það niður. Þetta verður verkalýðshreyfingin líka að hafa í huga í samvinnu við okkur og í huga við eigin baráttu og skipulag,“ segir Kristrún. Hættan sé að þegar ríkið getur ekki sinnt sínum skyldum til fulls að öfgaöfl í pólitík taki við stjórninni. „Jarðarflokkar sem nærast á skortinum og þykjast geta boðið betur, jafnvel með því að brjóta niður velferðarkerfið og þau verðmæti sem við eigum saman.“ Traust, virðing og væntumþykja Kristrún segist setja markmið Samfylkingarinnar hátt og móta samfélagið í þágu vinnandi fólks. Því þurfi Samfylkingin að vera í stjórninni lengur en einungis eitt kjörtímabil. „Við vitum að það tekur langan tíma að byggja upp traust. En styttri tíma að tapa því niður. Við höfum tekið markviss skref við að endurheimta traust hjá fólkinu í landinu á síðustu árum, og ég veit að við eigum meira inni ef við höldum áfram á sömu braut.“ Hún rifjaði upp þegar hún fór hringinn í kringum landið til að tryggja tengingu við alla íbúa landsins. Það sem hún hafi tamið sér í þessum feðrum er virðing og væntumþykja. „Virðing fyrir ólíku fólki með mismunandi bakgrunn. Virðing fyrir Íslandi og fólki sem byggir landið. Og virðing fyrir því að við höfum öll mismunandi hlutverkum að gegna í samfélaginu,“ sagði hún. „Ég trúi því að sérhvert samfélag sé sterkast og virki best þegar það grundvallast á virðingu. Það á við um pólitíkina. Það á við um verkalýðshreyfinguna. Og það á við um þjóðlífið allt.“
Verkalýðsdagurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Sjá meira