Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2025 12:17 Norðurþing vinnur að uppbyggingu græns iðngarðs á Bakka sem Carbfix telur að falli vel að markmiðum um að hafa jákvæð áhrif á loftslagsbreytingar. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórnarfólk í Norðurþingi sem kvaddi sér hljóðs um nýja viljayfirlýsingu með Carbfix sem var samþykkt í gær lýstu jákvæðni í garð verkefnisins. Carbfix hætti við kolefnisförgunarstöð í Hafnarfirði þar sem bæjarfulltrúar og hluti íbúa var mótfallinn henni. Ný sameiginleg viljayfirlýsing Carbfix og Norðurþings var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í gær. Hún hefur ekki verið undirrituð og því enn ekki birt opinberlega en fram kom á fundinum að henni væri ætluð að ramma inn næstu skref við mögulega kolefnismóttöku- og förgunarstöð á iðnaðarsvæðinu á Bakka. Áður höfðu Norðurþing og Carbfix gert með sér styttri viljayfirlýsingu í febrúar. Katrín Sigurjónsdóttir, bæjarstjóri, sagði að áætlað væri að næstu skref þar sem unnið yrði að því að móta samninga og hvernig verkefnið gæti litið út tækju tólf vikur frá samþykkt viljayfirlýsingarinnar. Fyrst og fremst ætti að leiða til lykta hvort verkefni hentaði á Bakki. Á meðal þess sem þarf að gerast er að staðsetja mannvirki og borgteiga, uppfæra samskipta- og kynningaráætlun, fara yfir áform um varmaöflun og matsáætlun sem verður skilað til Skipulagsstofnunar auk breytingar á skipulagi sem þarf að gera og mótunar vöktunaráætlunar fyrir starfsemina, að því er kom fram í máli Helenar Eydísar Ingólfsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Stolt og spennt fyrir verkefninu Svonefnd Coda Terminal-stöð Carbfix á Bakka væri ætlað að taka á móti gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi sem yrði fluttur með skipum frá Evrópu. Þar yrði kolefninu fargað með því að dæla því ofan í berglög með tækni sem Carbfix þróaði við Hellisheiðarvirkjun. Carbfix fékk um sautján milljarða króna styrk frá nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins til þess að reisa Coda-stöð í Hafnarfirði. Viðræður standa yfir um hvort Carbfix geti nýtt styrkinn annars staðar eftir að hætt var við áformin í Hafnarfirði fyrr á þessu ári. Í Hafnarfirði lýstu leiðtogar meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk efasemdum um ágæti verkefnisins eftir háværa andstöðu hluta íbúa. Jákvæðari tón kvað þó við hjá þeim sveitarstjórnarmönnum í Norðurþingi sem kvöddu sér hljóðs á sveitarstjórnarfundinum í gær. Aldey Unnar Traustadóttir, fulltrúi Vinstri grænna, sagðist hafa verið full efasemda um verkefni í upphafi þar sem hún hefði velt fyrir sér hvort það væri siðferðislega rétt að taka við koltvísýringi frá öðrum löndum. Hún væri nú mjög spennt fyrir verkefninu og stolt af því ef það kæmi til Norðurþings. Benóný Valur Jakobsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, tók undir sjónarmið hennar. Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar og fulltrúi Framsóknarflokksins, sagði verkefnið spennandi. Það snerist um að nýta auðlindir, skapa tekjur og störf í sveitarfélaginu. Sögð skapa „fjölmörg störf“ Fyrir á fleti á Bakka er kísilverksmiðja PCC. Fram kom í vikunni að verksmiðjan glímdi við bráðan rekstrarvanda og mögulega þyrfti hún að stöðva framleiðslu sína vegna erfiðra aðstæðna á mörkuðum. Um 130 manns starfa hjá PCC eftir enduskipulagningu fyrr á þessu ári þar sem stöðugildum var fækkað um tuttugu. Ekki hefur komið fram hversu mörg störf Coda Terminal-stöð á Bakka gæti skapað. Í kynningu frá Carbfix sem var lögð fyrir í byggðaráði Norðurþings í síðasta mánuði kom fram að stöðin skapaði „fjölmörg störf“ bæði á framkvæmdartíma og rekstrartíma verkefnisins. Markmið Carbfix er að taka við allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári og farga honum. Það er hátt í einn fjórði af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, og ríflega öll samfélagslosun landsins árið 2023. Koltvísýringurinn kæmi frá iðnaðarútblæstri í erfitt sem erfitt er að koma í veg fyrir. Þar er átt við kolefnislosun sem á sér stað í ýmsum iðnferlum, til dæmis við framleiðslu á sementi, áli og kísilmálmi, en ekki bruna á jarðefnaeldsneyti. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hefur sagt að kolefnisföngun og -förgun sé mikilvæg til þess að markmið um að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu á þessari öld náist. Slíkar aðferðir séu sérstaklega mikilvægar til þess að jafna út losun frá uppsprettum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir hana, líkt og frá þeim iðnaði sem Carbfix vill eigi viðskipti við. Vegna þess að koltvísýringur safnast fyrir í lofthjúpnum verður kolefnisförgun einnig nauðsynleg til þess að vinda ofan af hlýnun fari hún fram yfir þau mörk sem mannkynið hefur sett sér og virkar óumflýjanleg að gerist miðað við áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda. Coda Terminal Norðurþing Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Nokkrir af virkustu andstæðingum kolefnisförgunarstöðvar sem Carbfix vildi reisa í Straumsvík reyna nú að hafa áhrif á afstöðu Húsvíkinga til hugmynda um slíka stöð þar. Sveitarstjóri segir eðlilegt að fólk hafi skiptar skoðanir á því sem sé nýtt og framandi. 10. apríl 2025 07:01 Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. 21. mars 2025 15:21 Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ný sameiginleg viljayfirlýsing Carbfix og Norðurþings var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í gær. Hún hefur ekki verið undirrituð og því enn ekki birt opinberlega en fram kom á fundinum að henni væri ætluð að ramma inn næstu skref við mögulega kolefnismóttöku- og förgunarstöð á iðnaðarsvæðinu á Bakka. Áður höfðu Norðurþing og Carbfix gert með sér styttri viljayfirlýsingu í febrúar. Katrín Sigurjónsdóttir, bæjarstjóri, sagði að áætlað væri að næstu skref þar sem unnið yrði að því að móta samninga og hvernig verkefnið gæti litið út tækju tólf vikur frá samþykkt viljayfirlýsingarinnar. Fyrst og fremst ætti að leiða til lykta hvort verkefni hentaði á Bakki. Á meðal þess sem þarf að gerast er að staðsetja mannvirki og borgteiga, uppfæra samskipta- og kynningaráætlun, fara yfir áform um varmaöflun og matsáætlun sem verður skilað til Skipulagsstofnunar auk breytingar á skipulagi sem þarf að gera og mótunar vöktunaráætlunar fyrir starfsemina, að því er kom fram í máli Helenar Eydísar Ingólfsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Stolt og spennt fyrir verkefninu Svonefnd Coda Terminal-stöð Carbfix á Bakka væri ætlað að taka á móti gróðurhúsalofttegundinni koltvísýringi sem yrði fluttur með skipum frá Evrópu. Þar yrði kolefninu fargað með því að dæla því ofan í berglög með tækni sem Carbfix þróaði við Hellisheiðarvirkjun. Carbfix fékk um sautján milljarða króna styrk frá nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins til þess að reisa Coda-stöð í Hafnarfirði. Viðræður standa yfir um hvort Carbfix geti nýtt styrkinn annars staðar eftir að hætt var við áformin í Hafnarfirði fyrr á þessu ári. Í Hafnarfirði lýstu leiðtogar meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk efasemdum um ágæti verkefnisins eftir háværa andstöðu hluta íbúa. Jákvæðari tón kvað þó við hjá þeim sveitarstjórnarmönnum í Norðurþingi sem kvöddu sér hljóðs á sveitarstjórnarfundinum í gær. Aldey Unnar Traustadóttir, fulltrúi Vinstri grænna, sagðist hafa verið full efasemda um verkefni í upphafi þar sem hún hefði velt fyrir sér hvort það væri siðferðislega rétt að taka við koltvísýringi frá öðrum löndum. Hún væri nú mjög spennt fyrir verkefninu og stolt af því ef það kæmi til Norðurþings. Benóný Valur Jakobsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, tók undir sjónarmið hennar. Hjálmar Bogi Hafliðason, forseti sveitarstjórnar og fulltrúi Framsóknarflokksins, sagði verkefnið spennandi. Það snerist um að nýta auðlindir, skapa tekjur og störf í sveitarfélaginu. Sögð skapa „fjölmörg störf“ Fyrir á fleti á Bakka er kísilverksmiðja PCC. Fram kom í vikunni að verksmiðjan glímdi við bráðan rekstrarvanda og mögulega þyrfti hún að stöðva framleiðslu sína vegna erfiðra aðstæðna á mörkuðum. Um 130 manns starfa hjá PCC eftir enduskipulagningu fyrr á þessu ári þar sem stöðugildum var fækkað um tuttugu. Ekki hefur komið fram hversu mörg störf Coda Terminal-stöð á Bakka gæti skapað. Í kynningu frá Carbfix sem var lögð fyrir í byggðaráði Norðurþings í síðasta mánuði kom fram að stöðin skapaði „fjölmörg störf“ bæði á framkvæmdartíma og rekstrartíma verkefnisins. Markmið Carbfix er að taka við allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi á ári og farga honum. Það er hátt í einn fjórði af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, og ríflega öll samfélagslosun landsins árið 2023. Koltvísýringurinn kæmi frá iðnaðarútblæstri í erfitt sem erfitt er að koma í veg fyrir. Þar er átt við kolefnislosun sem á sér stað í ýmsum iðnferlum, til dæmis við framleiðslu á sementi, áli og kísilmálmi, en ekki bruna á jarðefnaeldsneyti. Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar hefur sagt að kolefnisföngun og -förgun sé mikilvæg til þess að markmið um að takmarka hlýnun við 1,5 gráðu á þessari öld náist. Slíkar aðferðir séu sérstaklega mikilvægar til þess að jafna út losun frá uppsprettum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir hana, líkt og frá þeim iðnaði sem Carbfix vill eigi viðskipti við. Vegna þess að koltvísýringur safnast fyrir í lofthjúpnum verður kolefnisförgun einnig nauðsynleg til þess að vinda ofan af hlýnun fari hún fram yfir þau mörk sem mannkynið hefur sett sér og virkar óumflýjanleg að gerist miðað við áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda.
Coda Terminal Norðurþing Loftslagsmál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Nokkrir af virkustu andstæðingum kolefnisförgunarstöðvar sem Carbfix vildi reisa í Straumsvík reyna nú að hafa áhrif á afstöðu Húsvíkinga til hugmynda um slíka stöð þar. Sveitarstjóri segir eðlilegt að fólk hafi skiptar skoðanir á því sem sé nýtt og framandi. 10. apríl 2025 07:01 Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. 21. mars 2025 15:21 Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Nokkrir af virkustu andstæðingum kolefnisförgunarstöðvar sem Carbfix vildi reisa í Straumsvík reyna nú að hafa áhrif á afstöðu Húsvíkinga til hugmynda um slíka stöð þar. Sveitarstjóri segir eðlilegt að fólk hafi skiptar skoðanir á því sem sé nýtt og framandi. 10. apríl 2025 07:01
Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Carbfix er hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík í Hafnarfirði. Framkvæmdastýra fyrirtækisins segir forsendur fyrir verkefninu brostnar að svo komnu og það ætli að beina kröftum sínum annað. 21. mars 2025 15:21
Stefna á Coda stöð við Húsavík Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. 28. febrúar 2025 17:26
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels