Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2025 11:51 Boeing-þota sem Bandaríkjaforseti prófaði á Flórída í febrúar. Katarar vilja gefa honum persónulega lúxusþotu. AP/Ben Burtis Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum hefur undirbúið lögfræðiálit um að forseti þeirra megi þiggja lúxusþotu sem er metin á milljarða króna að gjöf frá emírnum í Katar þrátt fyrir að stjórnarskrá banni að forseti taki við gjöfum eða mútum frá erlendum ríkjum. Forsetinn sjálfur er áfjáður í að þiggja þotuna. ABC-sjónvarpsstöðin greindi frá því um helgina að tilkynnt yrði um gjöf Katara til Bandaríkjaforseta í opinberri heimsókn hans þangað í vikunni. Lúxusþotan af gerðinni Boeing 747-8 yrði notuð sem opinber forsetaflugvél til loka kjörtímabils forsetans en eftir það hefði forsetinn hana til persónulegra afnota. Slík gjöf virðist augljóslega stríða gegn fyrstu grein stjórnarskrár Bandaríkjanna sem bannar forseta að þiggja gjafir, laun eða titla frá erlendum ríkjum án leyfis Bandaríkjaþings. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem starfaði áður sem málafylgjumaður fyrir Katar, telur að forsetinn geti komist í kringum það bann með því að láta ríkið gefa sjóði sem er ætlað að reisa opinbert forsetabókasafn sitjandi forseta flugvélina. Venja er í Bandaríkjunum að stofnuð séu bókasöfn fyrrverandi forseta eftir að þeir láta af embætti sem halda meðal annars um gögn úr embættistíð þeirra. Fréttirnar af gjöfinni vöktu töluverða hneykslan hjá stjórnarandstæðingum og sérfræðingum í siðareglum opinberra embættismanna. Einn þeirra sem AP-fréttastofan ræddi við sakaði sitjandi forsetann meðal annars um að einbeita sér að því að notfæra sér völd sín til þess að maka krókinn persónulega. Jafnvel sumir bandamenn forsetans hafa lýst áhyggjum af því að það gæti verið öryggisógn ef forsetinn notaði flugvél frá erlendu ríki. Ósáttur við gagnrýni stjórnarandstöðunnar Í skugga gagnrýninnar hafa katörsk stjórnvöld sagt að varnarmálaráðuneytið landanna tveggja séu að skoða mögulegt framlag á forsetaflugvél. Engin ákvörðun hafi þó enn verið tekin. Bandaríski forsetinn sjálfur gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að vilja ekki þiggja flugvélina að gjöf. Forsetinn sætti málsókn á fyrra kjörtímabili fyrir meint brot á stjórnarskrárákvæðinu um gjafir frá erlendum ríkjum. Hæstiréttur felldi málið niður árið 2021 á þeim forsendum að hann væri óútkljáanlegt þar sem hann væri ekki lengur forseti. Viðskiptaveldi forsetans hefur umtalsverðra hagsmuna að gæta í Miðausturlöndum, þar á meðal í Katar. Það skrifaði nýlega undir samkomulag um lúxusgolfferðamannastað við fasteignafélag sem þjóðarsjóður Katar stendur að baki. Bandaríkin Katar Fréttir af flugi Donald Trump Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
ABC-sjónvarpsstöðin greindi frá því um helgina að tilkynnt yrði um gjöf Katara til Bandaríkjaforseta í opinberri heimsókn hans þangað í vikunni. Lúxusþotan af gerðinni Boeing 747-8 yrði notuð sem opinber forsetaflugvél til loka kjörtímabils forsetans en eftir það hefði forsetinn hana til persónulegra afnota. Slík gjöf virðist augljóslega stríða gegn fyrstu grein stjórnarskrár Bandaríkjanna sem bannar forseta að þiggja gjafir, laun eða titla frá erlendum ríkjum án leyfis Bandaríkjaþings. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem starfaði áður sem málafylgjumaður fyrir Katar, telur að forsetinn geti komist í kringum það bann með því að láta ríkið gefa sjóði sem er ætlað að reisa opinbert forsetabókasafn sitjandi forseta flugvélina. Venja er í Bandaríkjunum að stofnuð séu bókasöfn fyrrverandi forseta eftir að þeir láta af embætti sem halda meðal annars um gögn úr embættistíð þeirra. Fréttirnar af gjöfinni vöktu töluverða hneykslan hjá stjórnarandstæðingum og sérfræðingum í siðareglum opinberra embættismanna. Einn þeirra sem AP-fréttastofan ræddi við sakaði sitjandi forsetann meðal annars um að einbeita sér að því að notfæra sér völd sín til þess að maka krókinn persónulega. Jafnvel sumir bandamenn forsetans hafa lýst áhyggjum af því að það gæti verið öryggisógn ef forsetinn notaði flugvél frá erlendu ríki. Ósáttur við gagnrýni stjórnarandstöðunnar Í skugga gagnrýninnar hafa katörsk stjórnvöld sagt að varnarmálaráðuneytið landanna tveggja séu að skoða mögulegt framlag á forsetaflugvél. Engin ákvörðun hafi þó enn verið tekin. Bandaríski forsetinn sjálfur gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir að vilja ekki þiggja flugvélina að gjöf. Forsetinn sætti málsókn á fyrra kjörtímabili fyrir meint brot á stjórnarskrárákvæðinu um gjafir frá erlendum ríkjum. Hæstiréttur felldi málið niður árið 2021 á þeim forsendum að hann væri óútkljáanlegt þar sem hann væri ekki lengur forseti. Viðskiptaveldi forsetans hefur umtalsverðra hagsmuna að gæta í Miðausturlöndum, þar á meðal í Katar. Það skrifaði nýlega undir samkomulag um lúxusgolfferðamannastað við fasteignafélag sem þjóðarsjóður Katar stendur að baki.
Bandaríkin Katar Fréttir af flugi Donald Trump Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira