Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. maí 2025 06:30 Samkvæmt nýrri könnun mælist ímynd Bandaríkjaforseta á heimsvísu töluvert verri en ímynd forseta Kína og Rússlands. EPA/samsett Í fleiri löndum heimsins ríkir jákvæð sýn gagnvart Kína en til Bandaríkjanna og algjört hrun hefur orðið á ímynd Bandaríkjanna á heimsvísu frá því í fyrra. Þá mælist ímynd Donalds Trump Bandaríkjaforseta neikvæð í 82% landa um allan heim, en ímynd bæði Pútíns Rússlandsforseta og Xi Jinping forseta Kína mælist betri á heimsvísu. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar sem náði til 110 þúsund íbúa í yfir hundrað löndum þar sem leitast var við að mæla sýn, afstöðu og viðhorf til lýðræðis. Rannsóknin kallast The Democracy Perception Index, DPI, sem er einskonar lýðræðisvísitala, mælikvarði á sýn fólks á lýðræði, í heiminum og hefur mælingin farið fram árlega frá 2018. Það eru rannsóknarfyrirtækið Nira Data og Alliance of Democracies Foundation sem standa að mælingunni. Bandaríkin hrapa en ímynd Ísraels langverst Líkt og áður segir hefur ímynd Bandaríkjanna farið verulega versnandi. Þannig fór heildarímynd Bandaríkjanna samkvæmt mælikvarðanum úr +22% árið 2024 niður í -5% í ár. Hlutfall landa þar sem ímynd Bandaríkjanna mælist jákvæð hefur lækkað úr 76% niður í 45% á sama tímabili. Þannig er ímynd Bandaríkjanna á heimsvísu, sem mælist neikvæð um 5%, nú neikvæðari en ímynd Kína sem er jákvæð um 14%. Bandaríkin nálgast þannig svipaða einkunn og Rússland þar sem ímynd mælist 9%í mínus. Ísrael sker sig þó úr með verstu ímyndina sem mælist neikvæð um 23%. Hér má sjá þá Vladimír Pútín og Xi Jinping ásamt hinum indverska Narendra Modi.AP/Maxim Shipenkov Sé litið til einstakra leiðtoga kemur á daginn að ímynd Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nokkuð verri en til dæmis leiðtoga Rússlands og Kína. Á meðan ímynd Trumps mælist neikvæð í 82% þátttökulanda er ímynd Pútíns neikvæð í 61% landa og ímynd Xi Jinping Kínaforseta mælist neikvæð í 44% landa. Tveir þriðju hafa enn trú á lýðræðinu Könnunin leiddi einnig í ljós að þrátt fyrir hnignun lýðræðis á heimsvísu hafi fólk enn trú á lýðræðinu. Þannig sögðu tveir þriðju þátttakenda mikilvægt að viðhalda lýðræði í heimalöndum þeirra. Hins vegar má merkja mun á því hvers vegna fólk telur lýðræði mikilvægt. Í 52% landa sem könnunin náði til sagði meirihluti fólks það vera meginmarkmið lýðræðis að bæta lífsgæði og velferð. Í aðeins 19% landa töldu þátttakendur mikilvægast að fólk hefði frjálst val til að velja ríkisstjórn og í 16% þátttökulanda taldi fólk meginhlutverk lýðræðis vera að verja einstaklingsfrelsi og réttindi. Í 13% landanna álitu þátttakendur það vera meginmarkmið lýðræðis að stuðla að sanngjörnu og friðsömu samfélagi. Ýmsir aðrir þættir voru mældir í könnuninni, meðal annars viðhorf til öryggis- og varnarmála og atriði er varða skilvirkni ríkisvaldsins. Samkvæmt fréttatilkynningu um efni könnunarinnar er um að ræða stærstu árlegu lýðræðiskönnunina á heimsvísu en hún nær til landa sem í búa 91% íbúa heims. Ísland var ekki meðal þeirra landa sem könnunin náði til að þessu sinni, en nánar má lesa um niðurstöðurnar hér. Bandaríkin Kína Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar sem náði til 110 þúsund íbúa í yfir hundrað löndum þar sem leitast var við að mæla sýn, afstöðu og viðhorf til lýðræðis. Rannsóknin kallast The Democracy Perception Index, DPI, sem er einskonar lýðræðisvísitala, mælikvarði á sýn fólks á lýðræði, í heiminum og hefur mælingin farið fram árlega frá 2018. Það eru rannsóknarfyrirtækið Nira Data og Alliance of Democracies Foundation sem standa að mælingunni. Bandaríkin hrapa en ímynd Ísraels langverst Líkt og áður segir hefur ímynd Bandaríkjanna farið verulega versnandi. Þannig fór heildarímynd Bandaríkjanna samkvæmt mælikvarðanum úr +22% árið 2024 niður í -5% í ár. Hlutfall landa þar sem ímynd Bandaríkjanna mælist jákvæð hefur lækkað úr 76% niður í 45% á sama tímabili. Þannig er ímynd Bandaríkjanna á heimsvísu, sem mælist neikvæð um 5%, nú neikvæðari en ímynd Kína sem er jákvæð um 14%. Bandaríkin nálgast þannig svipaða einkunn og Rússland þar sem ímynd mælist 9%í mínus. Ísrael sker sig þó úr með verstu ímyndina sem mælist neikvæð um 23%. Hér má sjá þá Vladimír Pútín og Xi Jinping ásamt hinum indverska Narendra Modi.AP/Maxim Shipenkov Sé litið til einstakra leiðtoga kemur á daginn að ímynd Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nokkuð verri en til dæmis leiðtoga Rússlands og Kína. Á meðan ímynd Trumps mælist neikvæð í 82% þátttökulanda er ímynd Pútíns neikvæð í 61% landa og ímynd Xi Jinping Kínaforseta mælist neikvæð í 44% landa. Tveir þriðju hafa enn trú á lýðræðinu Könnunin leiddi einnig í ljós að þrátt fyrir hnignun lýðræðis á heimsvísu hafi fólk enn trú á lýðræðinu. Þannig sögðu tveir þriðju þátttakenda mikilvægt að viðhalda lýðræði í heimalöndum þeirra. Hins vegar má merkja mun á því hvers vegna fólk telur lýðræði mikilvægt. Í 52% landa sem könnunin náði til sagði meirihluti fólks það vera meginmarkmið lýðræðis að bæta lífsgæði og velferð. Í aðeins 19% landa töldu þátttakendur mikilvægast að fólk hefði frjálst val til að velja ríkisstjórn og í 16% þátttökulanda taldi fólk meginhlutverk lýðræðis vera að verja einstaklingsfrelsi og réttindi. Í 13% landanna álitu þátttakendur það vera meginmarkmið lýðræðis að stuðla að sanngjörnu og friðsömu samfélagi. Ýmsir aðrir þættir voru mældir í könnuninni, meðal annars viðhorf til öryggis- og varnarmála og atriði er varða skilvirkni ríkisvaldsins. Samkvæmt fréttatilkynningu um efni könnunarinnar er um að ræða stærstu árlegu lýðræðiskönnunina á heimsvísu en hún nær til landa sem í búa 91% íbúa heims. Ísland var ekki meðal þeirra landa sem könnunin náði til að þessu sinni, en nánar má lesa um niðurstöðurnar hér.
Bandaríkin Kína Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira