Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Lovísa Arnardóttir skrifar 13. maí 2025 09:28 Oscar með Sonju. Hún segir hann svo góðan strák. Aðsend Sonja Magnúsdóttir og Svavar Jóhannsson, fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra frá Kólumbíu, segjast orðin svartsýn á að hann fái að vera áfram á landinu. Oscar hefur fengið endanlega synjun og á að fara frá landi en niðurstaðan er þó til meðferðar fyrir dómi. Svavar og Sonja telja að líta eigi á málið sem barnaverndarmál frekar en útlendingamál. Oscar sé einn hér, foreldrar hans finnist ekki og hann endi á götunni eða á barnaheimili fari hann aftur til Kólumbíu. „Við erum búin að vera að berjast fyrir hann Oscar okkar undanfarið ár,“ segir Svavar sem fór yfir mál Oscars með Sonju í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Oscar kom hingað með föður sínum og systur árið 2022 sem öll sóttu um alþjóðlega vernd. Þeirri umsókn var synjað. Svavar og Sonja kynntust Oscari í gegnum börnin sín en þau voru öll saman í skóla. Svavar segir hann hafa dvalið mikið á heimili þeirra og fljótlega hafi þau tekið eftir því að Oscar vildi ekki fara heim á kvöldin. „Á hótelið þar sem hann bjó með föður sínum,“ segir Svavar og að þau hafi stuttu seinna komist að því að faðir Oscars væri að beita hann ofbeldi. Svavar segir það hafa verið tilkynnt til barnaverndar og málið tekið til meðferðar en það hafi þó ekki náð lengra en það að feðgarnir voru saman sendir úr landi síðasta haust til Kólumbíu Skilinn eftir á flugvellinum „Þrátt fyrir það að faðirinn hafi verið búinn að tilkynna barnaverndaryfirvöldum hérna heima að hann vildi ekki sjá hann og að hann væri búinn að afsala sér forsjá og að hann myndi skilja hann eftir um leið og þeir væru lentir á flugvellinum úti,“ segir Svavar og að faðir hans hafi staðið við það og skilið hann eftir á flugvellinum í Bógóta. „Oscar var á götunni þar í mánuð.“ Hann hafi þó verið í stöðugu sambandi við þau Sonju. Það hafi svo endað með því að Svavar fór út, sótti hann og fylgdi honum heim. Við heimkomu sækja þó strax aftur um alþjóðlega vernd en þeirri umsókn strax synjað á þeim grundvelli að um endurtekna umsókn sé að ræða. Svavar segir að þeirra mati eigi það ekki við í tilfelli Oscars. Fyrri umsóknin hafi verið lögð inn með föður hans og systur en nú sé hann að sækja um einn, sem fylgdarlaust 16 ára barn. Hann segir þau alveg forviða yfir móttökunum og berjist nú fyrir því að málið sé tekið upp aftur og umsóknin tekin til meðferðar á grundvelli þess að hann sé fylgdarlaust barn. Enginn formlegur samningur um fóstur Sonja og Svavar eru ekki formlegir fósturforeldrar Oscars þó þau kalli sig það. Sonja segir aldrei neinn formlegan samning hafa verið gerðan en Oscar hafi fengið að fara heim með þeim, með samþykki Útlendingastofnunar, lögreglu og barnaverndar, eftir að faðir hans gekk í skrokk á honum í anddyrinu á hótelinu þar sem þeir áttu heima. „Þetta er neyðarúrræði. Þannig hann var hjá okkur með samþykki yfirvalda en enginn samningur aldrei gerður,“ segir Sonja. Svavar og Sonja eru svartsýn á framhaldið og segja taugakerfið þanið alla daga. Bylgjan Svavar segir þetta einstakt mál og þeim þyki eins og Útlendingastofnun sé hrædd um að setja eitthvað fordæmi. „Það er ekki eins og það komi þúsund fylgdarlaus börn á morgun ef það yrði samþykkt að leyfa honum að eiga framtíð hér á Íslandi. Hann er búinn að búa hjá okkur í ár og við köllum okkur fósturforeldra. Hann kallar Sonju mömmu og mig pabba og hann elskar að fara í skóla og fara í ræktina og umgangast vini sína. Þetta er eins heilbrigður og fallegur drengur og hugsast getur. Það er ekkert vesen á honum,“ segir Svavar og að hann snerti til dæmis ekki áfengi og tóbak og sé alltaf kominn heim klukkan tíu á kvöldin. Sonja segir honum líða hræðilega. Hann hafi verið „algert flak“ þegar hann kom aftur frá Kólumbíu í nóvember. Hafi sofið um 16 klukkutíma á dag og þau gefin honum góðan tíma til að jafna sig. Hann hafi smám saman farið að upplifað sig öruggan en svo hafi þau farið aftur í umsóknarferlið og séu einhvern veginn á sama stað og síðast. „Taugakerfið er bara þanið alla daga, hjá honum og börnunum okkar og okkur.“ Eftir að fólk fær endanlega synjun um alþjóðlega vernd fær það frest til að koma sér úr landi. Oscari var tilkynnt um þennan frest um miðjan síðasta mánuð og er því á landinu í raun ólöglega. Niðurstaðan hefur verið kærð en þó svo að dómsmál sé enn í gangi frestar það ekki réttaráhrifum sem þýðir að það má flytja hann úr landi hvenær sem er. „Núna er þá staðan þannig að brottflutningsdeild lögreglunnar, eða Útlendingastofnun, getur komið hvenær sem er og náð í hann og keyrt hann beint til Keflavíkur og til Kólumbíu.“ Svavar segir að frá því að hann fékk sína síðustu synjun hafi Oscar hætt að mæta í skólann og ræktina því hann sé hræddur að vera gripinn hvar sem er. Síðast hafi hann verið handtekinn í skólanum og það hafi haft veruleg áhrif á hann. Engin viðbrögð frá ráðherrum Svavar segir þau Sonju hafa biðlað til bæði dómsmála-og barnamálaráðherra að bíða með brottvísun Oscars þar til niðurstaðan liggur fyrir en þau hafi engin viðbrögð fengið. „Það bíða hans bara hræðilegir hlutir,“ segir Svavar. Foreldrar hans finnist ekki eða aðrir ættingjar og því sé líklegt að hann verði sendur á barnaheimili í Kólumbíu fari hann aftur þangað eða á götuna. „Við erum ekki að fara fram á neitt, ekki eina krónu. Við erum bara að biðja um að hann fái að vera allavega hér þar til annað kemur í ljós.“ Sonja segir að í lögunum sé heimild fyrir því að bíða þar til niðurstaðan liggur fyrir í dómsmálinu. Það sé ótrúleg harka að gera það ekki. „Það þarf að framfylgja lögum, en það er ekki valkvætt hvaða lögum þú ætlar að framfylgja. Þú getur ekki bara fylgt ákveðnum lögum, útlendingalögum, og sleppt því að framfylgja barnaverndarlögum og Barnasáttmálanum,“ segir Sonja. Þau segja að líta eigi á málið sem barnaverndarmál frekar en að það sé útlendingamál. Þau segjast orðin nokkuð svartsýn þar sem þau hafi engin viðbrögð fengið frá ráðherrum en hvorki barnamála- og dómsmálaráðherra hafa viljað hafa afskipti af málinu. Sonja segir þannig hvern benda á annan en það þurfi einhver að skerast í leikinn. Kólumbía Barnavernd Réttindi barna Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bítið Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Þrjátíu prestar í íslensku þjóðkirkjunni fordæma brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra og taka undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi. 21. apríl 2025 23:50 Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Mótmæli standa nú yfir fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld dragi til baka brottvísun hins kólumbíska Oscar Andre Bocanegra Florez. 2. maí 2025 09:33 Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flugvellinum Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu. 15. október 2024 23:54 Fimm börn á leið til Kólumbíu sem séu öll í forsjá foreldra Embætti ríkislögreglustjóra vísar því á bug að 16 ára drengur sem flytja á til Kólumbíu í dag með föður sínum sé ekki í hans forsjá. Alls á í dag að vísa átta einstaklingum úr landi frá Kólumbíu sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 15. október 2024 13:22 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Oscar sé einn hér, foreldrar hans finnist ekki og hann endi á götunni eða á barnaheimili fari hann aftur til Kólumbíu. „Við erum búin að vera að berjast fyrir hann Oscar okkar undanfarið ár,“ segir Svavar sem fór yfir mál Oscars með Sonju í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Oscar kom hingað með föður sínum og systur árið 2022 sem öll sóttu um alþjóðlega vernd. Þeirri umsókn var synjað. Svavar og Sonja kynntust Oscari í gegnum börnin sín en þau voru öll saman í skóla. Svavar segir hann hafa dvalið mikið á heimili þeirra og fljótlega hafi þau tekið eftir því að Oscar vildi ekki fara heim á kvöldin. „Á hótelið þar sem hann bjó með föður sínum,“ segir Svavar og að þau hafi stuttu seinna komist að því að faðir Oscars væri að beita hann ofbeldi. Svavar segir það hafa verið tilkynnt til barnaverndar og málið tekið til meðferðar en það hafi þó ekki náð lengra en það að feðgarnir voru saman sendir úr landi síðasta haust til Kólumbíu Skilinn eftir á flugvellinum „Þrátt fyrir það að faðirinn hafi verið búinn að tilkynna barnaverndaryfirvöldum hérna heima að hann vildi ekki sjá hann og að hann væri búinn að afsala sér forsjá og að hann myndi skilja hann eftir um leið og þeir væru lentir á flugvellinum úti,“ segir Svavar og að faðir hans hafi staðið við það og skilið hann eftir á flugvellinum í Bógóta. „Oscar var á götunni þar í mánuð.“ Hann hafi þó verið í stöðugu sambandi við þau Sonju. Það hafi svo endað með því að Svavar fór út, sótti hann og fylgdi honum heim. Við heimkomu sækja þó strax aftur um alþjóðlega vernd en þeirri umsókn strax synjað á þeim grundvelli að um endurtekna umsókn sé að ræða. Svavar segir að þeirra mati eigi það ekki við í tilfelli Oscars. Fyrri umsóknin hafi verið lögð inn með föður hans og systur en nú sé hann að sækja um einn, sem fylgdarlaust 16 ára barn. Hann segir þau alveg forviða yfir móttökunum og berjist nú fyrir því að málið sé tekið upp aftur og umsóknin tekin til meðferðar á grundvelli þess að hann sé fylgdarlaust barn. Enginn formlegur samningur um fóstur Sonja og Svavar eru ekki formlegir fósturforeldrar Oscars þó þau kalli sig það. Sonja segir aldrei neinn formlegan samning hafa verið gerðan en Oscar hafi fengið að fara heim með þeim, með samþykki Útlendingastofnunar, lögreglu og barnaverndar, eftir að faðir hans gekk í skrokk á honum í anddyrinu á hótelinu þar sem þeir áttu heima. „Þetta er neyðarúrræði. Þannig hann var hjá okkur með samþykki yfirvalda en enginn samningur aldrei gerður,“ segir Sonja. Svavar og Sonja eru svartsýn á framhaldið og segja taugakerfið þanið alla daga. Bylgjan Svavar segir þetta einstakt mál og þeim þyki eins og Útlendingastofnun sé hrædd um að setja eitthvað fordæmi. „Það er ekki eins og það komi þúsund fylgdarlaus börn á morgun ef það yrði samþykkt að leyfa honum að eiga framtíð hér á Íslandi. Hann er búinn að búa hjá okkur í ár og við köllum okkur fósturforeldra. Hann kallar Sonju mömmu og mig pabba og hann elskar að fara í skóla og fara í ræktina og umgangast vini sína. Þetta er eins heilbrigður og fallegur drengur og hugsast getur. Það er ekkert vesen á honum,“ segir Svavar og að hann snerti til dæmis ekki áfengi og tóbak og sé alltaf kominn heim klukkan tíu á kvöldin. Sonja segir honum líða hræðilega. Hann hafi verið „algert flak“ þegar hann kom aftur frá Kólumbíu í nóvember. Hafi sofið um 16 klukkutíma á dag og þau gefin honum góðan tíma til að jafna sig. Hann hafi smám saman farið að upplifað sig öruggan en svo hafi þau farið aftur í umsóknarferlið og séu einhvern veginn á sama stað og síðast. „Taugakerfið er bara þanið alla daga, hjá honum og börnunum okkar og okkur.“ Eftir að fólk fær endanlega synjun um alþjóðlega vernd fær það frest til að koma sér úr landi. Oscari var tilkynnt um þennan frest um miðjan síðasta mánuð og er því á landinu í raun ólöglega. Niðurstaðan hefur verið kærð en þó svo að dómsmál sé enn í gangi frestar það ekki réttaráhrifum sem þýðir að það má flytja hann úr landi hvenær sem er. „Núna er þá staðan þannig að brottflutningsdeild lögreglunnar, eða Útlendingastofnun, getur komið hvenær sem er og náð í hann og keyrt hann beint til Keflavíkur og til Kólumbíu.“ Svavar segir að frá því að hann fékk sína síðustu synjun hafi Oscar hætt að mæta í skólann og ræktina því hann sé hræddur að vera gripinn hvar sem er. Síðast hafi hann verið handtekinn í skólanum og það hafi haft veruleg áhrif á hann. Engin viðbrögð frá ráðherrum Svavar segir þau Sonju hafa biðlað til bæði dómsmála-og barnamálaráðherra að bíða með brottvísun Oscars þar til niðurstaðan liggur fyrir en þau hafi engin viðbrögð fengið. „Það bíða hans bara hræðilegir hlutir,“ segir Svavar. Foreldrar hans finnist ekki eða aðrir ættingjar og því sé líklegt að hann verði sendur á barnaheimili í Kólumbíu fari hann aftur þangað eða á götuna. „Við erum ekki að fara fram á neitt, ekki eina krónu. Við erum bara að biðja um að hann fái að vera allavega hér þar til annað kemur í ljós.“ Sonja segir að í lögunum sé heimild fyrir því að bíða þar til niðurstaðan liggur fyrir í dómsmálinu. Það sé ótrúleg harka að gera það ekki. „Það þarf að framfylgja lögum, en það er ekki valkvætt hvaða lögum þú ætlar að framfylgja. Þú getur ekki bara fylgt ákveðnum lögum, útlendingalögum, og sleppt því að framfylgja barnaverndarlögum og Barnasáttmálanum,“ segir Sonja. Þau segja að líta eigi á málið sem barnaverndarmál frekar en að það sé útlendingamál. Þau segjast orðin nokkuð svartsýn þar sem þau hafi engin viðbrögð fengið frá ráðherrum en hvorki barnamála- og dómsmálaráðherra hafa viljað hafa afskipti af málinu. Sonja segir þannig hvern benda á annan en það þurfi einhver að skerast í leikinn.
Kólumbía Barnavernd Réttindi barna Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bítið Mál Oscars frá Kólumbíu Tengdar fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Þrjátíu prestar í íslensku þjóðkirkjunni fordæma brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra og taka undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi. 21. apríl 2025 23:50 Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Mótmæli standa nú yfir fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld dragi til baka brottvísun hins kólumbíska Oscar Andre Bocanegra Florez. 2. maí 2025 09:33 Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flugvellinum Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu. 15. október 2024 23:54 Fimm börn á leið til Kólumbíu sem séu öll í forsjá foreldra Embætti ríkislögreglustjóra vísar því á bug að 16 ára drengur sem flytja á til Kólumbíu í dag með föður sínum sé ekki í hans forsjá. Alls á í dag að vísa átta einstaklingum úr landi frá Kólumbíu sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 15. október 2024 13:22 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Sjá meira
Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Þrjátíu prestar í íslensku þjóðkirkjunni fordæma brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra og taka undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi. 21. apríl 2025 23:50
Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Mótmæli standa nú yfir fyrir utan fundarstað ríkisstjórnarinnar á Hverfisgötu. Mótmælendur krefjast þess að stjórnvöld dragi til baka brottvísun hins kólumbíska Oscar Andre Bocanegra Florez. 2. maí 2025 09:33
Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flugvellinum Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu. 15. október 2024 23:54
Fimm börn á leið til Kólumbíu sem séu öll í forsjá foreldra Embætti ríkislögreglustjóra vísar því á bug að 16 ára drengur sem flytja á til Kólumbíu í dag með föður sínum sé ekki í hans forsjá. Alls á í dag að vísa átta einstaklingum úr landi frá Kólumbíu sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. 15. október 2024 13:22