Innlent

Rassía lög­reglu á Suður­lands­vegi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lörgegluþjónar skoða bílana og skrá niður upplýsingar.
Lörgegluþjónar skoða bílana og skrá niður upplýsingar. Vísir/Anton Brink

Lögregluembætti landsins og skattayfirvöld gripu til eftirlitsaðgerða á Suðurlandsvegi rétt fyrir utan borgarmörkin í morgun. Töluverður fjöldi lögreglumanna er á vettvangi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er verið að skoða ástand ökutækja, réttindi til aksturs og ásþyngd ökutækja. Sömuleiðis er verið að skoða hópferðaleyfi langferðabíla og sinna landamæraeftirliti. Þá sinnir Skatturinn eftirliti út frá sínum skyldum.

Fréttamaður okkar er á vettvangi og von á viðtali við fulltrúa lögreglu og bílstjóra, ýmist sátta eða ósátta, innan tíðar. Að neðan má sjá myndir sem Anton Brink ljósmyndari okkar tók á vettvangi á ellefta tímanum.

Fréttin er í vinnslu.

Flutningabílar eru stöðvaðir og beint inn á svæði þar sem farartækin eru tekin í skoðun.Vísir/Anton Brink
Flutningabíl beint inn á skoðunarsvæði.Vísir/Anton Brink
Vísir/Anton Brink
Vísir/Anton Brink
Nokkur fjöldi vöruflutningabíla hefur verið stöðvaður.Vísir/Anton Brink
Vísir/Anton Brink



Fleiri fréttir

Sjá meira


×