Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. maí 2025 19:58 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Vísir Stjórnsýslufræðingur telur líkur á að afsögn Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum tengist útlendingapólitík. Hann segir framvinduna undanfarna daga óvenjulega. „Þetta er mjög óvenjulegt,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur en hann ræddi starfslokin í Reykjavík síðdegis. Greint var frá því að Úlfar hefði verið kallaður á fund dómsmálaráðherra á mánudag og honum tjáð að staða hans yrði auglýst og samningur við hann ekki endurnýjaður. Þá hefði hann beðist lausnar og sú beiðni verið samþykkt. Skiptar skoðanir hafa verið á starfslokunum, einkum hjá stjórnarandstöðunni, sem vildi að pólitíska stefnubreytingin, sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starfið, yrði til umræðu í þinginu. Haukur segir langalgengast að ráðningarsamningar í embættum sem þessu séu endurnýjaðir þegjandi og hljóðalaust. Það sé sjaldgæft að embættismönnum sé tjáð að staða þeirra verði auglýst. „Hitt er enn sjaldgæfara, að hann skuli leggja lyklana á borðið og segja: Ég vinn ekki þessa sex mánuði sem eftir eru,“ segir Haukur. Óvenjulegt að lögreglustjóri taki ekki þátt í stefnubreytingum Hann segist ekki muna eftir sambærilegum tilvikum í íslenskri stjórnsýslu. Þá segir hann einnig sjaldgæft að embættismenn séu látnir fara af pólitískum ástæðum. „Það sem við sjáum einstaka sinnum er að fólk er látið skipta um starf inni í ráðuneytunum [...] en ekki að það hverfi frá störfum,“ segir Haukur og nefnir tilfærslu ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins og matvælaráðuneytisins þegar Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra. Í máli Úlfars hafi pólitík tengd landamærunum líklega komið við sögu. „Þá held ég að útlendingapólitík eða pólitík um þá sem fara um landamærin, sem er gríðarlega viðkvæmt mál, hafi skipt máli í þessu efni. Ekki hvort menn eru til hægri eða vinstri, ekki flokkapólitík. Heldur stefnumörkun í þessu máli. Og það vekur athygli mína að þegar á að fara að gera skipulagsbreytingar og pólitískar breytingar við landamærin eins og ráðherra er að boða, að lögreglustjórinn í Keflavík sé ekki potturinn og pannan í slíkum breytingum. Hann á að vera það.“ Þá segir Haukur koma til greina að fagleg ástæða liggi að baki ákvörðun Þorbjargar, en Úlfar hefur verið afdráttarlaus í ummælum sínum um ýmis mál sem tengjast embættinu, líkt og Mbl.is tók saman í dag. Þau kunni að hafa haft áhrif. Viðtalið í heild sinni er í spilaranum hér að neðan. Reykjavík síðdegis Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira
„Þetta er mjög óvenjulegt,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur en hann ræddi starfslokin í Reykjavík síðdegis. Greint var frá því að Úlfar hefði verið kallaður á fund dómsmálaráðherra á mánudag og honum tjáð að staða hans yrði auglýst og samningur við hann ekki endurnýjaður. Þá hefði hann beðist lausnar og sú beiðni verið samþykkt. Skiptar skoðanir hafa verið á starfslokunum, einkum hjá stjórnarandstöðunni, sem vildi að pólitíska stefnubreytingin, sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starfið, yrði til umræðu í þinginu. Haukur segir langalgengast að ráðningarsamningar í embættum sem þessu séu endurnýjaðir þegjandi og hljóðalaust. Það sé sjaldgæft að embættismönnum sé tjáð að staða þeirra verði auglýst. „Hitt er enn sjaldgæfara, að hann skuli leggja lyklana á borðið og segja: Ég vinn ekki þessa sex mánuði sem eftir eru,“ segir Haukur. Óvenjulegt að lögreglustjóri taki ekki þátt í stefnubreytingum Hann segist ekki muna eftir sambærilegum tilvikum í íslenskri stjórnsýslu. Þá segir hann einnig sjaldgæft að embættismenn séu látnir fara af pólitískum ástæðum. „Það sem við sjáum einstaka sinnum er að fólk er látið skipta um starf inni í ráðuneytunum [...] en ekki að það hverfi frá störfum,“ segir Haukur og nefnir tilfærslu ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins og matvælaráðuneytisins þegar Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra. Í máli Úlfars hafi pólitík tengd landamærunum líklega komið við sögu. „Þá held ég að útlendingapólitík eða pólitík um þá sem fara um landamærin, sem er gríðarlega viðkvæmt mál, hafi skipt máli í þessu efni. Ekki hvort menn eru til hægri eða vinstri, ekki flokkapólitík. Heldur stefnumörkun í þessu máli. Og það vekur athygli mína að þegar á að fara að gera skipulagsbreytingar og pólitískar breytingar við landamærin eins og ráðherra er að boða, að lögreglustjórinn í Keflavík sé ekki potturinn og pannan í slíkum breytingum. Hann á að vera það.“ Þá segir Haukur koma til greina að fagleg ástæða liggi að baki ákvörðun Þorbjargar, en Úlfar hefur verið afdráttarlaus í ummælum sínum um ýmis mál sem tengjast embættinu, líkt og Mbl.is tók saman í dag. Þau kunni að hafa haft áhrif. Viðtalið í heild sinni er í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fimm látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Sjá meira