„Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. maí 2025 13:51 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag þar sem hann opinberaði landsliðshóp fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni við Noreg og Frakkland. Íslenska liðið sækist eftir því að binda enda sjö leikja hrinu án sigurs. Þorsteinn snerti á ýmsu á blaðamannafundi dagsins, til að mynda endurkomu Glódísar Perlu Viggósdóttur og Öglu Maríu Albertsdóttur sem snúa aftur í hópinn. Hann er þá spenntur fyrir því að snúa aftur á Laugardalsvöll þar sem stendur til að Ísland mæti Frakklandi í vígsluleiks nýs hybrid-grass þann 3. júní. Áður en að þeim leik kemur mætir Ísland Noregi ytra 30. maí. Stelpurnar okkar hafa gert þrjú jafntefli og tapað einum í riðli sínum í Þjóðadeildinni hingað til. Alls hefur landsliðið spilað sjö leiki í röð án þess að sigra. Í því samhengi var Þorsteinn spurður út í sóknarleik liðsins, sem var til fyrirmyndar í 3-3 endurkomu jafntefli við Sviss í apríl en hafði verið heldur bitlausari í tveimur markalausum jafntefli við bæði Noreg og Sviss fyrr í vor. Aðspurður um þennan mun milli leikja á sóknarleik liðsins sagði Þorsteinn: „Fótbolti er bara svona. Þegar þú lendir undir og þarft að sækja hefurðu engu að tapa. Ef leikurinn er jafn er engin ástæða fyrir þig að opna allt og taka sénsa. Ef þú ert undir skiptir ekki máli hvort þú tapar 1-0 eða 2-0 og getur sótt,“ segir Þorsteinn og bætir við: „Mér fannst við ekki geta sleppt af okkur beislinu í 0-0 jafnteflinu við Sviss varðandi að vera skapandi sóknarlega. Fótbolti er bara svona, stundum eru leikirnir lokaðir. Landsleikir eru oft mjög taktískir og þú ert ekkert að fara að opna þig og búa til færi fyrir andstæðingana. Þú þarft að nýta þá möguleika sem þú færð,“ „Stundum skorar maður, stundum ekki. Svona er þetta bara. Ég get alveg lofað þér því að við erum ekki að fara að spila eins og KR í karlaboltanum,“ segir Þorsteinn og vísar þar í opinn leik karlaliðs KR í fótbolta sem hefur skorað 19 mörk og fengið á sig ellefu í fyrstu sex leikjum liðsins í Bestu deild karla. Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum. Spurningin sem vísað er til að ofan er borin upp undir lok fundar, þegar rúmar tíu mínútur eru liðnar af honum. Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta KR Besta deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira
Þorsteinn snerti á ýmsu á blaðamannafundi dagsins, til að mynda endurkomu Glódísar Perlu Viggósdóttur og Öglu Maríu Albertsdóttur sem snúa aftur í hópinn. Hann er þá spenntur fyrir því að snúa aftur á Laugardalsvöll þar sem stendur til að Ísland mæti Frakklandi í vígsluleiks nýs hybrid-grass þann 3. júní. Áður en að þeim leik kemur mætir Ísland Noregi ytra 30. maí. Stelpurnar okkar hafa gert þrjú jafntefli og tapað einum í riðli sínum í Þjóðadeildinni hingað til. Alls hefur landsliðið spilað sjö leiki í röð án þess að sigra. Í því samhengi var Þorsteinn spurður út í sóknarleik liðsins, sem var til fyrirmyndar í 3-3 endurkomu jafntefli við Sviss í apríl en hafði verið heldur bitlausari í tveimur markalausum jafntefli við bæði Noreg og Sviss fyrr í vor. Aðspurður um þennan mun milli leikja á sóknarleik liðsins sagði Þorsteinn: „Fótbolti er bara svona. Þegar þú lendir undir og þarft að sækja hefurðu engu að tapa. Ef leikurinn er jafn er engin ástæða fyrir þig að opna allt og taka sénsa. Ef þú ert undir skiptir ekki máli hvort þú tapar 1-0 eða 2-0 og getur sótt,“ segir Þorsteinn og bætir við: „Mér fannst við ekki geta sleppt af okkur beislinu í 0-0 jafnteflinu við Sviss varðandi að vera skapandi sóknarlega. Fótbolti er bara svona, stundum eru leikirnir lokaðir. Landsleikir eru oft mjög taktískir og þú ert ekkert að fara að opna þig og búa til færi fyrir andstæðingana. Þú þarft að nýta þá möguleika sem þú færð,“ „Stundum skorar maður, stundum ekki. Svona er þetta bara. Ég get alveg lofað þér því að við erum ekki að fara að spila eins og KR í karlaboltanum,“ segir Þorsteinn og vísar þar í opinn leik karlaliðs KR í fótbolta sem hefur skorað 19 mörk og fengið á sig ellefu í fyrstu sex leikjum liðsins í Bestu deild karla. Fundinn má sjá í heild sinni í spilaranum. Spurningin sem vísað er til að ofan er borin upp undir lok fundar, þegar rúmar tíu mínútur eru liðnar af honum.
Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta KR Besta deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira