Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2025 08:21 Heiladauðri konu er nú haldið í öndunarvél til að halda áfram að ganga með fóstur á Emory-háskólasjúkrahúsinu í Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum. AP/Brynn Anderson Læknar á sjúkrahúsi í Georgíu í Bandaríkjunum hafa sagt aðstandendum heiladauðrar konu að þeir þurfi að halda henni í öndunarvél nógu lengi til þess að hægt sé að koma fóstri sem hún gekk með í heiminn. Ástæðuna segja þeir stranga þungunarrofslöggjöf í ríkinu. Repúblikanar sem ráða Georgíu samþykktu svonefnd hjartsláttarlög eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna nam úr gildi rétt kvenna til þungunarrofs fyrir þremur árum. Lögin leggja bann við þungunarrofi frá sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita að þær séu ófrískar. Þau lög eru ástæða þess að fjölskylda konu sem hefur legið heiladauð á sjúkrahúsi í Atlanta frá því í febrúar segir að henni hafi verið haldið í öndunarvél undanfarna þrjá mánuði. Sjúkrahúsið segir að fóstrið sem hún gekk með þurfi að fá að þroskast nóg til þess að hægt sé að koma því í heiminn. Þrír mánuðir eru enn þar til barnið ætti að koma í heiminn. Fóstrið með vökva í heilanum Konan var þrítug þegar hún fór í andnauð og var flutt á sjúkrahús. Þar var hún greind með blóðtappa í heila og úrskurðuð heiladauð. Samkvæmt lögum taldist hún þá látin, að sögn AP-fréttastofunnar. April Newkirk, móðir konunnar, segir að dóttir sín sé nú gengin 21 viku. Fóstrið deyi líklega ef hún verður tekin úr öndunarvél. Læknar hafi sagt fjölskyldunni að þeir megi ekki taka hana úr öndunarvél vegna þungunarrofslaganna. Óvíst er þó um örlög fóstursins. Móðir konunnar segir að það sé með vökva í heilanum. „Hún er ólétt af dóttursyni mínum, en hann gæti verið blindur, hann getur kannski ekki gengið, hann lifir kannski ekki af þegar hann fæðist,“ segir Newkirk en hún hefur ekki sagt hvort að fjölskyldan vilji að konan verði tekin úr öndunarvél. Sjúkrahúsið vill ekki tjá sig um mál konunnar og ber fyrir sig persónuverndarsjónarmið. Tólf bandarísk ríki framfylgja nú banni við þungunarrofi á öllum stigum meðgöngu. Þrjú önnur, þar á meðal Georgía, eru með lög sem banna þungunarrof frá um það bil sjöttu viku. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira
Repúblikanar sem ráða Georgíu samþykktu svonefnd hjartsláttarlög eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna nam úr gildi rétt kvenna til þungunarrofs fyrir þremur árum. Lögin leggja bann við þungunarrofi frá sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita að þær séu ófrískar. Þau lög eru ástæða þess að fjölskylda konu sem hefur legið heiladauð á sjúkrahúsi í Atlanta frá því í febrúar segir að henni hafi verið haldið í öndunarvél undanfarna þrjá mánuði. Sjúkrahúsið segir að fóstrið sem hún gekk með þurfi að fá að þroskast nóg til þess að hægt sé að koma því í heiminn. Þrír mánuðir eru enn þar til barnið ætti að koma í heiminn. Fóstrið með vökva í heilanum Konan var þrítug þegar hún fór í andnauð og var flutt á sjúkrahús. Þar var hún greind með blóðtappa í heila og úrskurðuð heiladauð. Samkvæmt lögum taldist hún þá látin, að sögn AP-fréttastofunnar. April Newkirk, móðir konunnar, segir að dóttir sín sé nú gengin 21 viku. Fóstrið deyi líklega ef hún verður tekin úr öndunarvél. Læknar hafi sagt fjölskyldunni að þeir megi ekki taka hana úr öndunarvél vegna þungunarrofslaganna. Óvíst er þó um örlög fóstursins. Móðir konunnar segir að það sé með vökva í heilanum. „Hún er ólétt af dóttursyni mínum, en hann gæti verið blindur, hann getur kannski ekki gengið, hann lifir kannski ekki af þegar hann fæðist,“ segir Newkirk en hún hefur ekki sagt hvort að fjölskyldan vilji að konan verði tekin úr öndunarvél. Sjúkrahúsið vill ekki tjá sig um mál konunnar og ber fyrir sig persónuverndarsjónarmið. Tólf bandarísk ríki framfylgja nú banni við þungunarrofi á öllum stigum meðgöngu. Þrjú önnur, þar á meðal Georgía, eru með lög sem banna þungunarrof frá um það bil sjöttu viku.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Sjá meira