Baráttan um jólagestina hafin Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. maí 2025 21:03 Úr auglýsingu Baggalúts fyrir jólatónleikana þar sem félagarnir eru með gaddfreðinn jólasvein og bíða þess að hann þiðni. Þótt maímánuður sé rétt hálfnaður er baráttan í miðasölu fyrir jólatónleika árið 2025 þegar hafin. Í auglýsingahléum Ríkisútvarpsins á undankeppnum Eurovision á þriðjudags- og fimmtudagskvöld birtust auglýsingar fyrir jólatónleika bæði Baggalúts og Vitringanna þriggja, því til staðfestingar. Hart var barist á jólatónleikamarkaðnum í fyrra þar sem framboðið hafði líklega aldrei verið eins mikið og fjölbreytt. Í umfjöllun Vísis var sagt frá fjölda stórtónleika í tilefni hátíðanna í desember, með fjölbreyttum hópi tónlistarmanna, grínista og annarra listamanna. Tekjur af miðasölu á þessum tónleikum námu hundruðum milljóna króna, auk tekna af veitingasölu og varningi. Baggalútur hefur haldið jólatónleika í átján ár í röð, og í fyrra var það fjórtánda skiptið í Háskólabíói. Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima sveitarinnar, sagði þá að fjölbreytt framboð jólatónleika væri jákvætt skref, en viðurkenndi að samkeppnin væri orðin mikil. „Það eru einhvern veginn allir þegar komnir með gigg. Ég held að Bó hafi sagt að það er enginn eftir úti í sal, það eru allir á sviðinu,“ sagði Bragi á léttum nótum. Vitringarnir þrír, sem samanstanda af Friðriki Ómari, Jógvani Hansen og Eyþóri Inga, héldu sína fyrstu sameiginlegu jólatónleika í fyrra. Viðbrögðin voru framar vonum, með tíu þúsund seldum miðum og tuttugu sýningum. Friðrik Ómar sagði þá að þeir væru ekki að bera sig saman við aðra, heldur einblína á sitt eigið verkefni. Eyþór, Jógvan og Friðrik Ómar ætla sér stóra hluti fyrir sunnan og norðan heiða í aðdraganda jóla.RÚV Aðrir listamenn, eins og Sigga Beinteins og Emmsjé Gauti, hafa einnig tekið þátt í jólatónleikum undanfarin ár. Sigga hélt sína fimmtándu jólatónleika í fyrra, með fjölbreyttum hópi gesta, þar á meðal Borgardætrum, Diddú, Helgu Braga og Bjarna töframanni. Emmsjé Gauti hélt sína áttundu jólasýningu, Julevenner, í nýju íþróttahúsi ÍR-inga í Breiðholti. Við þetta bætast svo sýningar grínistanna Ara Eldjárn og Sóla Hólm. Þá eru ónefndur fjöldi tónleika til viðbótar um allt land þar sem tónlistarfólk, kórar og aðrir blása til jólaveislu. Athygli vakti í fyrra þegar fyrstu auglýsingar Vitringanna birtust í sjónvarpi í júní þegar forsetakosningarnar fóru fram. Nú eru bæði Baggalútur og Vitringarnir mánuði fyrr á ferðinni og ólíklegt að baráttan um gesti á jólatónleika hafi nokkurn tímann hafist svo snemma. Tónlist Jól Auglýsinga- og markaðsmál Tónleikar á Íslandi Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Hart var barist á jólatónleikamarkaðnum í fyrra þar sem framboðið hafði líklega aldrei verið eins mikið og fjölbreytt. Í umfjöllun Vísis var sagt frá fjölda stórtónleika í tilefni hátíðanna í desember, með fjölbreyttum hópi tónlistarmanna, grínista og annarra listamanna. Tekjur af miðasölu á þessum tónleikum námu hundruðum milljóna króna, auk tekna af veitingasölu og varningi. Baggalútur hefur haldið jólatónleika í átján ár í röð, og í fyrra var það fjórtánda skiptið í Háskólabíói. Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima sveitarinnar, sagði þá að fjölbreytt framboð jólatónleika væri jákvætt skref, en viðurkenndi að samkeppnin væri orðin mikil. „Það eru einhvern veginn allir þegar komnir með gigg. Ég held að Bó hafi sagt að það er enginn eftir úti í sal, það eru allir á sviðinu,“ sagði Bragi á léttum nótum. Vitringarnir þrír, sem samanstanda af Friðriki Ómari, Jógvani Hansen og Eyþóri Inga, héldu sína fyrstu sameiginlegu jólatónleika í fyrra. Viðbrögðin voru framar vonum, með tíu þúsund seldum miðum og tuttugu sýningum. Friðrik Ómar sagði þá að þeir væru ekki að bera sig saman við aðra, heldur einblína á sitt eigið verkefni. Eyþór, Jógvan og Friðrik Ómar ætla sér stóra hluti fyrir sunnan og norðan heiða í aðdraganda jóla.RÚV Aðrir listamenn, eins og Sigga Beinteins og Emmsjé Gauti, hafa einnig tekið þátt í jólatónleikum undanfarin ár. Sigga hélt sína fimmtándu jólatónleika í fyrra, með fjölbreyttum hópi gesta, þar á meðal Borgardætrum, Diddú, Helgu Braga og Bjarna töframanni. Emmsjé Gauti hélt sína áttundu jólasýningu, Julevenner, í nýju íþróttahúsi ÍR-inga í Breiðholti. Við þetta bætast svo sýningar grínistanna Ara Eldjárn og Sóla Hólm. Þá eru ónefndur fjöldi tónleika til viðbótar um allt land þar sem tónlistarfólk, kórar og aðrir blása til jólaveislu. Athygli vakti í fyrra þegar fyrstu auglýsingar Vitringanna birtust í sjónvarpi í júní þegar forsetakosningarnar fóru fram. Nú eru bæði Baggalútur og Vitringarnir mánuði fyrr á ferðinni og ólíklegt að baráttan um gesti á jólatónleika hafi nokkurn tímann hafist svo snemma.
Tónlist Jól Auglýsinga- og markaðsmál Tónleikar á Íslandi Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira