Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2025 19:00 Konráð Guðjónsson hagfræðingur segir niðurstöðu Íslandsbankasölunnar virðast vera góða. Vísir/Vilhelm Hagfræðingur segir jákvætt að tekist hafi að selja allan hlut ríkis í Íslandsbanka. Mikil þátttaka almennings sé góð fyrir markaðinn. Ríkið hljóti nú að íhuga að selja Landsbankann. Útboð á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka lauk síðdegis í gær og nam heildarvirði útboðsins 90,6 milljörðum króna. Þar af námu tilboð einstaklinga, sem nutu forgangs í útboðinu, 88,2 milljörðum króna. 31.274 einstaklingar tóku þátt í útboðinu. Gott fyrir íslenskt fjármálakerfi Til stóð að selja minnst tuttugu prósenta hlut í bankanum en vegna góðrar þátttöku var allur hlutur ríkisins seldur. Hagfræðingur segir gott að það hafi tekist í einni atrennu. „Það er að vísu með þeim tilkostnaði að frávikið frá síðasta markaðsverði er meira en í útboðinu árið 2022. Það er einhver kostnaður þar en engu að síður bara mjög góð niðurstaða og gott að þessu ferli sé loksins lokið,“ segir Konráð Guðjónsson hagfræðingur. Hann segir ekki endilega koma á óvart að það hafi tekist að selja allan hlutinn. Meira komi á óvart hve mikil eftirspurnin var. „Það er bara mjög gott fyrir íslenskan hlutabréfamarkað, það er gott fyrir íslenskt fjármálakerfi og ég held það sýni það að það er töluverð eftirspurn eftir að eiga hlut í íslenskum fjármálafyrirtækjum.“ Eftirspurnin greinilega til staðar Tímasetningin virðist hafa verið ágæt. „Ég held að upplifunin hafi verið bara mjög góð stemning einhvern vegin fyrir útboðinu og útboð eru oft háð því,“ segir Konráð. „Þróunin á hlutabréfamarkaði síðustu þrjú ár hefur satt best að segja ekki verið upp á marga fiska heilt yfir. Það sem er kannski jákvætt í þessu er að sjá að það er tiltrú á íslenskan hlutabréfamarkað þrátt fyrir allt“ Landsbankinn er nú eini bankinn í eigu ríkisins. Konráð segir að nú vakni upp spurningar hvort gott gengi í þessari sölu leiði til endurmats á eignarhlut í Landsbankanum. „Eftirspurnin er greinilega til staðar þarna,“ segir hann. „Ég yrði ekkert hissa ef það verður skoðað hvort það komi til álita að selja einhvern hlut í Landsbankanum. Bæði af því að það dregur úr áhættu ríkissjóðs, það lækkar skuldir og svo er greinilegt að almenningur hefur áhuga á því að eiga hlut í fjármálafyrirtæki.“ Neytendur Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Landsbankinn Tengdar fréttir Metþáttaka almennings í útboði Íslandsbanka lyftir upp öllum markaðinum Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til. 16. maí 2025 12:37 Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. 16. maí 2025 12:01 Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Í hádegisfréttum verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra um söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 16. maí 2025 11:40 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Útboð á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka lauk síðdegis í gær og nam heildarvirði útboðsins 90,6 milljörðum króna. Þar af námu tilboð einstaklinga, sem nutu forgangs í útboðinu, 88,2 milljörðum króna. 31.274 einstaklingar tóku þátt í útboðinu. Gott fyrir íslenskt fjármálakerfi Til stóð að selja minnst tuttugu prósenta hlut í bankanum en vegna góðrar þátttöku var allur hlutur ríkisins seldur. Hagfræðingur segir gott að það hafi tekist í einni atrennu. „Það er að vísu með þeim tilkostnaði að frávikið frá síðasta markaðsverði er meira en í útboðinu árið 2022. Það er einhver kostnaður þar en engu að síður bara mjög góð niðurstaða og gott að þessu ferli sé loksins lokið,“ segir Konráð Guðjónsson hagfræðingur. Hann segir ekki endilega koma á óvart að það hafi tekist að selja allan hlutinn. Meira komi á óvart hve mikil eftirspurnin var. „Það er bara mjög gott fyrir íslenskan hlutabréfamarkað, það er gott fyrir íslenskt fjármálakerfi og ég held það sýni það að það er töluverð eftirspurn eftir að eiga hlut í íslenskum fjármálafyrirtækjum.“ Eftirspurnin greinilega til staðar Tímasetningin virðist hafa verið ágæt. „Ég held að upplifunin hafi verið bara mjög góð stemning einhvern vegin fyrir útboðinu og útboð eru oft háð því,“ segir Konráð. „Þróunin á hlutabréfamarkaði síðustu þrjú ár hefur satt best að segja ekki verið upp á marga fiska heilt yfir. Það sem er kannski jákvætt í þessu er að sjá að það er tiltrú á íslenskan hlutabréfamarkað þrátt fyrir allt“ Landsbankinn er nú eini bankinn í eigu ríkisins. Konráð segir að nú vakni upp spurningar hvort gott gengi í þessari sölu leiði til endurmats á eignarhlut í Landsbankanum. „Eftirspurnin er greinilega til staðar þarna,“ segir hann. „Ég yrði ekkert hissa ef það verður skoðað hvort það komi til álita að selja einhvern hlut í Landsbankanum. Bæði af því að það dregur úr áhættu ríkissjóðs, það lækkar skuldir og svo er greinilegt að almenningur hefur áhuga á því að eiga hlut í fjármálafyrirtæki.“
Neytendur Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Landsbankinn Tengdar fréttir Metþáttaka almennings í útboði Íslandsbanka lyftir upp öllum markaðinum Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til. 16. maí 2025 12:37 Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. 16. maí 2025 12:01 Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Í hádegisfréttum verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra um söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 16. maí 2025 11:40 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Metþáttaka almennings í útboði Íslandsbanka lyftir upp öllum markaðinum Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til. 16. maí 2025 12:37
Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. 16. maí 2025 12:01
Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Í hádegisfréttum verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra um söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 16. maí 2025 11:40