Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar 18. maí 2025 06:04 27. marz til 8. apríl sl. gerði Gallup könnun á því, annars vegar, hver afstaða manna væri til þess, að samningaumleitunum við ESB, um mögulega aðild, væri framhaldið, og, hins vegar, til þess, hvort menn væru hlynntir aðild á þessu stigi, en, eins og nú er, vita menn auðvitað ekki, hvaða skilmála og kjör ESB myndi endanlega fallast á, og er því vart hægt að taka endanlega, málefnalega afstöðu til aðildar. Þessi nýlega könnunn sýnir, að 72% landsmanna eru fylgjandi því, að þjóðaratkvæði fari fram um framhaldssamninga við ESB. 80%, ef aðeins er miðað við þá, sem afstöðu tóku. Þessi mikli meirihluti þjóðarinnar vill þetta nú, ekki einhvern tíma seinna. Hann vill vitaskuld láta reyna á þetta jafn skjótt og verða má. Að það gerist fyrst árið 2027, er fyrir hann virðingarleysi og út í hött. Kristrún Frostadóttir mætti í viðtal á Bítinu á Bylgjunni á dögunum. Viðtalið var líka að miklu leyti birt á Vísi sama dag (14. maí). Þar var fyrirsögnin þessi: „Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður“. Var þetta haft eftir Kristrúnu. Þegar forsætisráðherra segir svo, að ekki sé á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um framhaldsviðræður við ESB, skv. skýrum vilja þessa mikla meirihluta þjóðarinnar, er hún í raun að segja, það það sé ekki á dagskrá, að fara að vilja fólksins í landinu, fara að vilja meirihlutans, láta lýðræðið ráða. Hér er fyrir undirrituðum ótrúlegur einstrengingsháttur á ferð hjá annars á margan hátt ágætum forsætisráðherra. Hún hangir í stefnu, sem mótuð var í desmeber í fyrra, við allt aðrar aðstæður í heiminum – fyrir endanlega endurkomu Trumps og þess uppnáms, sem hann hefur valdið á kerfum viðskipta, varna og öryggis í heiminum – og við aðra afstöðu þjóðarinnar til þjóðaratkvæðis um framhaldsviðræður. Þetta þarf hún að endurhugsa og leiðrétta! Þjóðaratkvæði um framhaldssamninga er eitt, og þjóðaratkvæði um aðild er svo auðvitað allt annað mál. Fyrra atkvæðið snýst um það, hvort láta eigi reyna á hvaða kjör og skilmálar fengjust, ef til aðildar kæmi, án minnstu fyrirfram skuldbindingar, en atkvæði um aðild, eða aðild ekki, er auðvitað allt annað og miklu stærra mál. Auðvitað þarf að ná fram bezt mögulegum aðildarskilmálum, með samningum, fyrst, svo er hægt að taka afstöðu til mögulegrar aðildar. Með því að standa í vegi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldssamninga, þessum rétti fólksins til að ráða för í sennilega stærsta hagsmunamáli Íslendinga á þessum áratug, er verið að standa í vegi fyrir lýðræðinu sjálfu. Afar illt, ef forsætisráðherra sjálfur stendur fyrir því, enda geng ég út frá, að hún muni endurskoða sína stefnu í því máli. Hæfilegur aðdragandi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður er 3-4 mánuðir. Haustið 2025 væri því góður tími. Ég hef stungið upp á sunnudeginum 28. september. Yrði það gert og yrði svar meirihluta þjóðarinnar „Já“, eins og vænta má, væri hægt að hefja framhaldssamninga í fjórða ársfjórðungi 2025 eða þeim fyrsta 2026. Með þessum hætti, mætti ljúka samningunum og leggja niðurstöðuna fyrir þjóðina, til nýs, endanlegs mats og afstöðu, þjóðaratkvæðis um aðild, í lok ársins 2027/byrjun 2028. Yrði svar meirihlutans aftur „Já“, sem enginn veit nú, þó að það virðist vera meirihluti fyrir aðild, 55%, nú, þó að endanleg kjör og skilmálar liggi ekki fyrir, væri hægt að fara með krafti í endanlega inngöngusamninga og ljúka þeim á þessu kjörtímabili, í valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Fyrirsláttur um, að Flokkur fólksins standi í vegi fyrir kosningu um framhaldsvirðræður, stenzt ekki. Í nefndri skoðanakönnun Gallups, voru 92% þeirra fylgjenda Flokks fólksins, sem afstöðu tóku, hlynnt þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður. Höfundur er samfélagsrýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
27. marz til 8. apríl sl. gerði Gallup könnun á því, annars vegar, hver afstaða manna væri til þess, að samningaumleitunum við ESB, um mögulega aðild, væri framhaldið, og, hins vegar, til þess, hvort menn væru hlynntir aðild á þessu stigi, en, eins og nú er, vita menn auðvitað ekki, hvaða skilmála og kjör ESB myndi endanlega fallast á, og er því vart hægt að taka endanlega, málefnalega afstöðu til aðildar. Þessi nýlega könnunn sýnir, að 72% landsmanna eru fylgjandi því, að þjóðaratkvæði fari fram um framhaldssamninga við ESB. 80%, ef aðeins er miðað við þá, sem afstöðu tóku. Þessi mikli meirihluti þjóðarinnar vill þetta nú, ekki einhvern tíma seinna. Hann vill vitaskuld láta reyna á þetta jafn skjótt og verða má. Að það gerist fyrst árið 2027, er fyrir hann virðingarleysi og út í hött. Kristrún Frostadóttir mætti í viðtal á Bítinu á Bylgjunni á dögunum. Viðtalið var líka að miklu leyti birt á Vísi sama dag (14. maí). Þar var fyrirsögnin þessi: „Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður“. Var þetta haft eftir Kristrúnu. Þegar forsætisráðherra segir svo, að ekki sé á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um framhaldsviðræður við ESB, skv. skýrum vilja þessa mikla meirihluta þjóðarinnar, er hún í raun að segja, það það sé ekki á dagskrá, að fara að vilja fólksins í landinu, fara að vilja meirihlutans, láta lýðræðið ráða. Hér er fyrir undirrituðum ótrúlegur einstrengingsháttur á ferð hjá annars á margan hátt ágætum forsætisráðherra. Hún hangir í stefnu, sem mótuð var í desmeber í fyrra, við allt aðrar aðstæður í heiminum – fyrir endanlega endurkomu Trumps og þess uppnáms, sem hann hefur valdið á kerfum viðskipta, varna og öryggis í heiminum – og við aðra afstöðu þjóðarinnar til þjóðaratkvæðis um framhaldsviðræður. Þetta þarf hún að endurhugsa og leiðrétta! Þjóðaratkvæði um framhaldssamninga er eitt, og þjóðaratkvæði um aðild er svo auðvitað allt annað mál. Fyrra atkvæðið snýst um það, hvort láta eigi reyna á hvaða kjör og skilmálar fengjust, ef til aðildar kæmi, án minnstu fyrirfram skuldbindingar, en atkvæði um aðild, eða aðild ekki, er auðvitað allt annað og miklu stærra mál. Auðvitað þarf að ná fram bezt mögulegum aðildarskilmálum, með samningum, fyrst, svo er hægt að taka afstöðu til mögulegrar aðildar. Með því að standa í vegi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldssamninga, þessum rétti fólksins til að ráða för í sennilega stærsta hagsmunamáli Íslendinga á þessum áratug, er verið að standa í vegi fyrir lýðræðinu sjálfu. Afar illt, ef forsætisráðherra sjálfur stendur fyrir því, enda geng ég út frá, að hún muni endurskoða sína stefnu í því máli. Hæfilegur aðdragandi fyrir þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður er 3-4 mánuðir. Haustið 2025 væri því góður tími. Ég hef stungið upp á sunnudeginum 28. september. Yrði það gert og yrði svar meirihluta þjóðarinnar „Já“, eins og vænta má, væri hægt að hefja framhaldssamninga í fjórða ársfjórðungi 2025 eða þeim fyrsta 2026. Með þessum hætti, mætti ljúka samningunum og leggja niðurstöðuna fyrir þjóðina, til nýs, endanlegs mats og afstöðu, þjóðaratkvæðis um aðild, í lok ársins 2027/byrjun 2028. Yrði svar meirihlutans aftur „Já“, sem enginn veit nú, þó að það virðist vera meirihluti fyrir aðild, 55%, nú, þó að endanleg kjör og skilmálar liggi ekki fyrir, væri hægt að fara með krafti í endanlega inngöngusamninga og ljúka þeim á þessu kjörtímabili, í valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Fyrirsláttur um, að Flokkur fólksins standi í vegi fyrir kosningu um framhaldsvirðræður, stenzt ekki. Í nefndri skoðanakönnun Gallups, voru 92% þeirra fylgjenda Flokks fólksins, sem afstöðu tóku, hlynnt þjóðaratkvæði um framhaldsviðræður. Höfundur er samfélagsrýnir
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun