Fótbolti

Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Guðmundur Þórarinsson skoraði síðasta markið í sex marka jafntefli Noah gegn Urartu. Jöfnunarmark í upphafi seinni hálfleiks. 
Guðmundur Þórarinsson skoraði síðasta markið í sex marka jafntefli Noah gegn Urartu. Jöfnunarmark í upphafi seinni hálfleiks.  Domenic Aquilina/NurPhoto via Getty Images

Guðmundur Þórarinsson skoraði í 3-3 jafntefli armensku meistaranna Noah gegn Urartu í 28. umferð armensku úrvalsdeildarinnar.

Leikurinn var í meira lagi fjörugur og sá fimm mörk í fyrri hálfleik. Noah lenti undir eftir aðeins tíu mínútur, komst yfir en fékk svo tvö mörk á sig rétt fyrir hálfleik og fór inn í búningsherbergi 3-2 undir.

Gummi Tóta kom liðinu hins vegar til bjargar með marki í upphafi seinni hálfleiks, meira var ekki skorað og 3-3 jafntefli varð niðurstaðan.

Vinstri bakvörðurinn hefur komið við sögu í tólf deildarleikjum á tímabilinu en þetta var hans fyrsta mark, stoðsendingarnar eru fjórar talsins.

Noah varð armenskur meistari með yfirburðum, liðið er með tólf stiga forystu á toppi deildarinnar þegar aðeins tvær umferðir eru eftir óspilaðar.

Ararat er í öðru sætinu en sigurvegarar síðustu tveggja tímabila, Urartu og Pyunik, eru í þriðja og fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×