Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Valur Páll Eiríksson skrifar 19. maí 2025 15:02 Einar Jónsson fer yfir málin með sínum mönnum. Vísir/Diego „Ég er bara ferskur sko. Það er ekkert annað hægt í þessu frábæra veðri. Það eru allir í stuði,“ segir Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram, fyrir leik liðsins við Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í kvöld. Framarar nýttu tímann vel í blíðviðrinu um helgina og æfðu ekki um of innandyra. Menn gátu notið sín í sólinni. Aðspurður hvort það hafi ekki verið hálfgerð synd að fara inn að æfa um helgina segir Einar: „Þetta voru nú bara stuttar æfingar og léttir fundir. Svo voru menn bara að njóta í sólinni, það er líka mikilvægt. Það er miklu skemmtilegra að hafa þetta svona en rigningu og rok. Ég kvarta ekkert sko.“ Einar á von á að fjölmennt verði í Úlfarsárdalinn. „Mér heyrist það á fólki í kringum mann uppi dal að það er mikil spenna fyrir þessu. Ég á ekki von á öðru að fólk fjölmenni og það verði troðfull höll. Ég trúi ekki öðru, allavega okkar megin í stúkunni,“ segir Einar. Fram vann fyrsta leik einvígisins að Hlíðarenda 37-33. Einar segir í augum uppi að vel drillaður sóknarleikur hafi skilað þeim sigri, sem vonast er til að byggja á í kvöld. „Við mættum vel gíraðir til leiks og sóknarleikurinn lengst af virkilega góður. Að skora 37 mörk á móti Val, það segir sig sjálft að það er hrikalega vel gert. Valur er frábært lið, svo það er ekki hægt að kvarta yfir því,“ segir Einar. Þessi góði útisigur gildir þó fyrir lítið ef honum er ekki fylgt eftir með heimasigri í kvöld, eða hvað? „Það væri frábært að vinna þennan leik í kvöld og koma okkur í 2-0. Þá telur síðasti sigurleikur í Valsheimilinu töluvert meira. Þetta er bara svo mikið að hver leikur á sitt líf og maður tekur stöðuna á milli leikja. En eðlilega væri óskastaða að vera með tvo sigra eftir leikinn í kvöld,“ segir Einar. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður lýst beint á Vísi. Fram Valur Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Framarar nýttu tímann vel í blíðviðrinu um helgina og æfðu ekki um of innandyra. Menn gátu notið sín í sólinni. Aðspurður hvort það hafi ekki verið hálfgerð synd að fara inn að æfa um helgina segir Einar: „Þetta voru nú bara stuttar æfingar og léttir fundir. Svo voru menn bara að njóta í sólinni, það er líka mikilvægt. Það er miklu skemmtilegra að hafa þetta svona en rigningu og rok. Ég kvarta ekkert sko.“ Einar á von á að fjölmennt verði í Úlfarsárdalinn. „Mér heyrist það á fólki í kringum mann uppi dal að það er mikil spenna fyrir þessu. Ég á ekki von á öðru að fólk fjölmenni og það verði troðfull höll. Ég trúi ekki öðru, allavega okkar megin í stúkunni,“ segir Einar. Fram vann fyrsta leik einvígisins að Hlíðarenda 37-33. Einar segir í augum uppi að vel drillaður sóknarleikur hafi skilað þeim sigri, sem vonast er til að byggja á í kvöld. „Við mættum vel gíraðir til leiks og sóknarleikurinn lengst af virkilega góður. Að skora 37 mörk á móti Val, það segir sig sjálft að það er hrikalega vel gert. Valur er frábært lið, svo það er ekki hægt að kvarta yfir því,“ segir Einar. Þessi góði útisigur gildir þó fyrir lítið ef honum er ekki fylgt eftir með heimasigri í kvöld, eða hvað? „Það væri frábært að vinna þennan leik í kvöld og koma okkur í 2-0. Þá telur síðasti sigurleikur í Valsheimilinu töluvert meira. Þetta er bara svo mikið að hver leikur á sitt líf og maður tekur stöðuna á milli leikja. En eðlilega væri óskastaða að vera með tvo sigra eftir leikinn í kvöld,“ segir Einar. Leikur Fram og Vals hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður lýst beint á Vísi.
Fram Valur Olís-deild karla Handbolti Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira