Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. maí 2025 10:59 Hailey Bieber prýðir forsíðu tískutímaritsins Vogue en eiginmaður hennar hafði áður sagt við hana að það myndi aldrei gerast. Getty/Amy Sussman Förðunarmógúllinn, fyrirsætan og tískudrottningin Hailey Bieber prýðir nú forsíðu Vogue tímaritsins þar sem hún ræðir á einlægum nótum um líf sitt. Eiginmaður hennar Justin Bieber birti forsíðumyndina á Instagram hjá sér með vægast sagt sérkennilegum texta sem hann hefur nú eytt. Justin Bieber birti forsíðumyndina af eiginkonu sinni og skrifaði upphaflega: „Þetta minnir mig á þegar við Hailey lentum í rosalegu rifrildi. Ég sagði henni að hún myndi aldrei komast á forsíðu Vogue. Úff ég veit, mjög andstyggilegt. Af einhverri ástæðu leið mér eins og hún væri að vanvirða mig svakalega og ég hugsaði að ég yrði að jafna þetta og særa hana. Ég held að samhliða því að þroskast átti maður sig betur á því að maður þarf ekki alltaf að hefna sín. Með því að hefna okkar erum við í raun að fresta því sem við viljum í raun og veru, sem er nánd og tenging. Þannig að elskan mín ég veit að þú ert búin að fyrirgefa mér að ég sagði að þú kæmist aldrei á forsíðu Vogue, það var augljóslega sorglega rangt hjá mér.“ Nú hefur Bieberinn eytt skrifunum og breytt þeim í nokkur tjákn (e. emojis). View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) Hailey Bieber er stórglæsileg á forsíðunni og ræðir meðal annars um mjög erfiða fæðingu frumburðar hennar og Justins. „Að fæða barn var það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert,“ segir hún og bætir við að fæðingin sem tók átján klukkutíma hafi ekki farið eins og hún hafði séð. „Það breytti mér algjörlega frá toppi til táar að verða móðir. Mér hefur aldrei líkað jafn vel við sjálfa mig.“ View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Hún segir móðurhlutverkið sömuleiðis hafa breytt því hvernig hún bregst við gagnrýni og athugasemdir frá fólki sem hefur gjarnan sterkar skoðanir á hjónabandi hennar og Justins. „Mér líður eins og ég hafi þurft að berjast svo mikið fyrir því að fólk geti skilið mig, vitað hver ég er og séð mig fyrir það sem ég er. En fólk hefur stundum einfaldlega engan áhuga á því og það er ekkert sem þú getur gert í því.“ Þá segist hún sömuleiðis setja orkuna sína í það sem skiptir hana máli, son sinn, eiginmann sinn, fjölskylduna, innri frið og fyrirtækið sitt. Hollywood Ástin og lífið Barnalán Tengdar fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Árið 2009 skaust ungur kanadískur tónlistarmaður upp á stjörnuhimininn með laginu One Time. Það sem fáir vissu kannski á þeim tíma var að hann ætti eftir að breyta gangi poppsögunnar og verða einhver stærsta stjarna okkar samtíma. Tónlistarmaðurinn heitir Justin Bieber. 7. maí 2025 07:01 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Justin Bieber birti forsíðumyndina af eiginkonu sinni og skrifaði upphaflega: „Þetta minnir mig á þegar við Hailey lentum í rosalegu rifrildi. Ég sagði henni að hún myndi aldrei komast á forsíðu Vogue. Úff ég veit, mjög andstyggilegt. Af einhverri ástæðu leið mér eins og hún væri að vanvirða mig svakalega og ég hugsaði að ég yrði að jafna þetta og særa hana. Ég held að samhliða því að þroskast átti maður sig betur á því að maður þarf ekki alltaf að hefna sín. Með því að hefna okkar erum við í raun að fresta því sem við viljum í raun og veru, sem er nánd og tenging. Þannig að elskan mín ég veit að þú ert búin að fyrirgefa mér að ég sagði að þú kæmist aldrei á forsíðu Vogue, það var augljóslega sorglega rangt hjá mér.“ Nú hefur Bieberinn eytt skrifunum og breytt þeim í nokkur tjákn (e. emojis). View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) Hailey Bieber er stórglæsileg á forsíðunni og ræðir meðal annars um mjög erfiða fæðingu frumburðar hennar og Justins. „Að fæða barn var það erfiðasta sem ég hef nokkurn tíma gert,“ segir hún og bætir við að fæðingin sem tók átján klukkutíma hafi ekki farið eins og hún hafði séð. „Það breytti mér algjörlega frá toppi til táar að verða móðir. Mér hefur aldrei líkað jafn vel við sjálfa mig.“ View this post on Instagram A post shared by Vogue (@voguemagazine) Hún segir móðurhlutverkið sömuleiðis hafa breytt því hvernig hún bregst við gagnrýni og athugasemdir frá fólki sem hefur gjarnan sterkar skoðanir á hjónabandi hennar og Justins. „Mér líður eins og ég hafi þurft að berjast svo mikið fyrir því að fólk geti skilið mig, vitað hver ég er og séð mig fyrir það sem ég er. En fólk hefur stundum einfaldlega engan áhuga á því og það er ekkert sem þú getur gert í því.“ Þá segist hún sömuleiðis setja orkuna sína í það sem skiptir hana máli, son sinn, eiginmann sinn, fjölskylduna, innri frið og fyrirtækið sitt.
Hollywood Ástin og lífið Barnalán Tengdar fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Árið 2009 skaust ungur kanadískur tónlistarmaður upp á stjörnuhimininn með laginu One Time. Það sem fáir vissu kannski á þeim tíma var að hann ætti eftir að breyta gangi poppsögunnar og verða einhver stærsta stjarna okkar samtíma. Tónlistarmaðurinn heitir Justin Bieber. 7. maí 2025 07:01 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Árið 2009 skaust ungur kanadískur tónlistarmaður upp á stjörnuhimininn með laginu One Time. Það sem fáir vissu kannski á þeim tíma var að hann ætti eftir að breyta gangi poppsögunnar og verða einhver stærsta stjarna okkar samtíma. Tónlistarmaðurinn heitir Justin Bieber. 7. maí 2025 07:01