Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Jakob Bjarnar skrifar 21. maí 2025 15:59 Grímur ræddi kynlífskúgun á þinginu nú fyrir stundu. Hann sagði slík óþverrabrögð algeng þar sem glæpamennirnir treysti á skömm þeirra sem fyrir verða. vísir/anton brink Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar, áður yfirlögregluþjónn, gerði kynlífskúgun að umtalsefni í ræðustól Alþingis nú fyrir stundu. „Kynferðisofbeldi tekur á sig ýmsar myndir. Allar alvarlegar,“ sagði Grímur en hann var einn fjölmargra sem tók til máls á þinginu nú rétt í þessu þar sem fjölmörg mál voru rædd í dagskrárliðnum störf þingsins. Ein birtingarmynd kynferðisofbeldis er það sem nefnt hefur verið kynlífskúgun á Íslandi sem oftar en ekki tengist netnotkun. „Oft er um að ræða skipulagða brotastarfsemi. Í stuttu máli má lýsa slíkri háttsemi sem svo að einstaklingur, oft ungur að árum, sendir mynd af sér til þess sem hann telur vera traustsins verðan. Kynni hafa oft hafist á netinu og oft er um að ræða djarfar mynd, oft eftir að hinn aðilinn hefur sent mynd sem hann segir vera af sér.“ Um leið og myndin hefur verið send kemur hins vegar í ljós að um svik er að ræða. „Hinn áður grunlausi er nú krafinn um fjármuni, öðrum kosti verði vinum og fjölskyldu send myndin. Hluti kúgunarinnar getur einnig verið sá að heimta fleiri myndir. Ungt fólk sem brotið er á með þessum hætti sér oft á tíðum ekki fyrir sér hvernig á að bregðast við. Og lætur undan hótunum, greiðir fjármuni til brotamanna og/eða sendir fleiri myndir af sér.“ Treysta á skömmina Kúgunin hættir hins vegar ekki og brotaþolar upplifa oft mikinn kvíða, skömm, þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsanir. „Viðkomandi finna fyrir einangrun og einmanaleika, föst í vef ótta og skammar. En skömmin er einmitt er það sem gerendur treysta á. Treysta á að viðkomandi sjái enga leið aðra en verða við kröfum þeirra.“ Grímur sagði að lögreglu bærust nú þegar nokkur símtöl í viku hverri þar sem slík mál væru undir.vísir/vilhelm Grímur segir alls ekki óeðlilegt að ungt fólk kanni sjálfsmynd sína og stofni til kynna á netinu. Og ef gætt er grunnþátta öryggis má draga verulega úr líkum á því að svona nokkuð komi upp. „En það er mikilvægt að þeir sem brotið er á upplifi að til staðar sé hjálp. Og að þeir geti leitað til einhvers sem þeir treysta, foreldra, systkina eða vina. Þeir sem brotið er á með kynlífskúgun þurfa að vera sér meðvitaðir um að versta leiðin er að láta undan kúguninni. Hún mun ekki hætta.“ Nokkur símtöl í viku hverri Grímur minnti á vefsvæði hjálparlínunnar þar sem finna má upplýsingar, 1212 og hjálparsíma Rauða krossins – 1717 gæti verið góður kostur, þegar maður vill eiga samtal við einhvern í trúnaði. „Kynlífskúgun þekkist á Íslandi,“ sagði Grímur og vitnaði í yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur sagt að lögreglunni bærust nokkur símtöl á viku vegna þessa ófögnuðar. Grímur sagði þetta samfélagslegt vandamál, ekki aðeins vandamál þeirra sem í lenda heldur samfélagsins alls. Hann hvatti til aukinnar meðvitundar um þessi mál. Alþingi Lögreglan Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Netglæpir Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira
„Kynferðisofbeldi tekur á sig ýmsar myndir. Allar alvarlegar,“ sagði Grímur en hann var einn fjölmargra sem tók til máls á þinginu nú rétt í þessu þar sem fjölmörg mál voru rædd í dagskrárliðnum störf þingsins. Ein birtingarmynd kynferðisofbeldis er það sem nefnt hefur verið kynlífskúgun á Íslandi sem oftar en ekki tengist netnotkun. „Oft er um að ræða skipulagða brotastarfsemi. Í stuttu máli má lýsa slíkri háttsemi sem svo að einstaklingur, oft ungur að árum, sendir mynd af sér til þess sem hann telur vera traustsins verðan. Kynni hafa oft hafist á netinu og oft er um að ræða djarfar mynd, oft eftir að hinn aðilinn hefur sent mynd sem hann segir vera af sér.“ Um leið og myndin hefur verið send kemur hins vegar í ljós að um svik er að ræða. „Hinn áður grunlausi er nú krafinn um fjármuni, öðrum kosti verði vinum og fjölskyldu send myndin. Hluti kúgunarinnar getur einnig verið sá að heimta fleiri myndir. Ungt fólk sem brotið er á með þessum hætti sér oft á tíðum ekki fyrir sér hvernig á að bregðast við. Og lætur undan hótunum, greiðir fjármuni til brotamanna og/eða sendir fleiri myndir af sér.“ Treysta á skömmina Kúgunin hættir hins vegar ekki og brotaþolar upplifa oft mikinn kvíða, skömm, þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsanir. „Viðkomandi finna fyrir einangrun og einmanaleika, föst í vef ótta og skammar. En skömmin er einmitt er það sem gerendur treysta á. Treysta á að viðkomandi sjái enga leið aðra en verða við kröfum þeirra.“ Grímur sagði að lögreglu bærust nú þegar nokkur símtöl í viku hverri þar sem slík mál væru undir.vísir/vilhelm Grímur segir alls ekki óeðlilegt að ungt fólk kanni sjálfsmynd sína og stofni til kynna á netinu. Og ef gætt er grunnþátta öryggis má draga verulega úr líkum á því að svona nokkuð komi upp. „En það er mikilvægt að þeir sem brotið er á upplifi að til staðar sé hjálp. Og að þeir geti leitað til einhvers sem þeir treysta, foreldra, systkina eða vina. Þeir sem brotið er á með kynlífskúgun þurfa að vera sér meðvitaðir um að versta leiðin er að láta undan kúguninni. Hún mun ekki hætta.“ Nokkur símtöl í viku hverri Grímur minnti á vefsvæði hjálparlínunnar þar sem finna má upplýsingar, 1212 og hjálparsíma Rauða krossins – 1717 gæti verið góður kostur, þegar maður vill eiga samtal við einhvern í trúnaði. „Kynlífskúgun þekkist á Íslandi,“ sagði Grímur og vitnaði í yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur sagt að lögreglunni bærust nokkur símtöl á viku vegna þessa ófögnuðar. Grímur sagði þetta samfélagslegt vandamál, ekki aðeins vandamál þeirra sem í lenda heldur samfélagsins alls. Hann hvatti til aukinnar meðvitundar um þessi mál.
Alþingi Lögreglan Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Netglæpir Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Sjá meira