Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Jakob Bjarnar skrifar 21. maí 2025 15:59 Grímur ræddi kynlífskúgun á þinginu nú fyrir stundu. Hann sagði slík óþverrabrögð algeng þar sem glæpamennirnir treysti á skömm þeirra sem fyrir verða. vísir/anton brink Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar, áður yfirlögregluþjónn, gerði kynlífskúgun að umtalsefni í ræðustól Alþingis nú fyrir stundu. „Kynferðisofbeldi tekur á sig ýmsar myndir. Allar alvarlegar,“ sagði Grímur en hann var einn fjölmargra sem tók til máls á þinginu nú rétt í þessu þar sem fjölmörg mál voru rædd í dagskrárliðnum störf þingsins. Ein birtingarmynd kynferðisofbeldis er það sem nefnt hefur verið kynlífskúgun á Íslandi sem oftar en ekki tengist netnotkun. „Oft er um að ræða skipulagða brotastarfsemi. Í stuttu máli má lýsa slíkri háttsemi sem svo að einstaklingur, oft ungur að árum, sendir mynd af sér til þess sem hann telur vera traustsins verðan. Kynni hafa oft hafist á netinu og oft er um að ræða djarfar mynd, oft eftir að hinn aðilinn hefur sent mynd sem hann segir vera af sér.“ Um leið og myndin hefur verið send kemur hins vegar í ljós að um svik er að ræða. „Hinn áður grunlausi er nú krafinn um fjármuni, öðrum kosti verði vinum og fjölskyldu send myndin. Hluti kúgunarinnar getur einnig verið sá að heimta fleiri myndir. Ungt fólk sem brotið er á með þessum hætti sér oft á tíðum ekki fyrir sér hvernig á að bregðast við. Og lætur undan hótunum, greiðir fjármuni til brotamanna og/eða sendir fleiri myndir af sér.“ Treysta á skömmina Kúgunin hættir hins vegar ekki og brotaþolar upplifa oft mikinn kvíða, skömm, þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsanir. „Viðkomandi finna fyrir einangrun og einmanaleika, föst í vef ótta og skammar. En skömmin er einmitt er það sem gerendur treysta á. Treysta á að viðkomandi sjái enga leið aðra en verða við kröfum þeirra.“ Grímur sagði að lögreglu bærust nú þegar nokkur símtöl í viku hverri þar sem slík mál væru undir.vísir/vilhelm Grímur segir alls ekki óeðlilegt að ungt fólk kanni sjálfsmynd sína og stofni til kynna á netinu. Og ef gætt er grunnþátta öryggis má draga verulega úr líkum á því að svona nokkuð komi upp. „En það er mikilvægt að þeir sem brotið er á upplifi að til staðar sé hjálp. Og að þeir geti leitað til einhvers sem þeir treysta, foreldra, systkina eða vina. Þeir sem brotið er á með kynlífskúgun þurfa að vera sér meðvitaðir um að versta leiðin er að láta undan kúguninni. Hún mun ekki hætta.“ Nokkur símtöl í viku hverri Grímur minnti á vefsvæði hjálparlínunnar þar sem finna má upplýsingar, 1212 og hjálparsíma Rauða krossins – 1717 gæti verið góður kostur, þegar maður vill eiga samtal við einhvern í trúnaði. „Kynlífskúgun þekkist á Íslandi,“ sagði Grímur og vitnaði í yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur sagt að lögreglunni bærust nokkur símtöl á viku vegna þessa ófögnuðar. Grímur sagði þetta samfélagslegt vandamál, ekki aðeins vandamál þeirra sem í lenda heldur samfélagsins alls. Hann hvatti til aukinnar meðvitundar um þessi mál. Alþingi Lögreglan Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Netglæpir Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
„Kynferðisofbeldi tekur á sig ýmsar myndir. Allar alvarlegar,“ sagði Grímur en hann var einn fjölmargra sem tók til máls á þinginu nú rétt í þessu þar sem fjölmörg mál voru rædd í dagskrárliðnum störf þingsins. Ein birtingarmynd kynferðisofbeldis er það sem nefnt hefur verið kynlífskúgun á Íslandi sem oftar en ekki tengist netnotkun. „Oft er um að ræða skipulagða brotastarfsemi. Í stuttu máli má lýsa slíkri háttsemi sem svo að einstaklingur, oft ungur að árum, sendir mynd af sér til þess sem hann telur vera traustsins verðan. Kynni hafa oft hafist á netinu og oft er um að ræða djarfar mynd, oft eftir að hinn aðilinn hefur sent mynd sem hann segir vera af sér.“ Um leið og myndin hefur verið send kemur hins vegar í ljós að um svik er að ræða. „Hinn áður grunlausi er nú krafinn um fjármuni, öðrum kosti verði vinum og fjölskyldu send myndin. Hluti kúgunarinnar getur einnig verið sá að heimta fleiri myndir. Ungt fólk sem brotið er á með þessum hætti sér oft á tíðum ekki fyrir sér hvernig á að bregðast við. Og lætur undan hótunum, greiðir fjármuni til brotamanna og/eða sendir fleiri myndir af sér.“ Treysta á skömmina Kúgunin hættir hins vegar ekki og brotaþolar upplifa oft mikinn kvíða, skömm, þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsanir. „Viðkomandi finna fyrir einangrun og einmanaleika, föst í vef ótta og skammar. En skömmin er einmitt er það sem gerendur treysta á. Treysta á að viðkomandi sjái enga leið aðra en verða við kröfum þeirra.“ Grímur sagði að lögreglu bærust nú þegar nokkur símtöl í viku hverri þar sem slík mál væru undir.vísir/vilhelm Grímur segir alls ekki óeðlilegt að ungt fólk kanni sjálfsmynd sína og stofni til kynna á netinu. Og ef gætt er grunnþátta öryggis má draga verulega úr líkum á því að svona nokkuð komi upp. „En það er mikilvægt að þeir sem brotið er á upplifi að til staðar sé hjálp. Og að þeir geti leitað til einhvers sem þeir treysta, foreldra, systkina eða vina. Þeir sem brotið er á með kynlífskúgun þurfa að vera sér meðvitaðir um að versta leiðin er að láta undan kúguninni. Hún mun ekki hætta.“ Nokkur símtöl í viku hverri Grímur minnti á vefsvæði hjálparlínunnar þar sem finna má upplýsingar, 1212 og hjálparsíma Rauða krossins – 1717 gæti verið góður kostur, þegar maður vill eiga samtal við einhvern í trúnaði. „Kynlífskúgun þekkist á Íslandi,“ sagði Grímur og vitnaði í yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem hefur sagt að lögreglunni bærust nokkur símtöl á viku vegna þessa ófögnuðar. Grímur sagði þetta samfélagslegt vandamál, ekki aðeins vandamál þeirra sem í lenda heldur samfélagsins alls. Hann hvatti til aukinnar meðvitundar um þessi mál.
Alþingi Lögreglan Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Netglæpir Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent