Handbolti

Kolstad kláraði úrslitaeinvígið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sigvaldi Björn var öflugur í úrslitaeinvíginu. 
Sigvaldi Björn var öflugur í úrslitaeinvíginu.  Grzegorz Wajda/Getty Images

Íslendingaliðið Kolstad vann 2-0 sigur í seríunni gegn Elverum í úrslitaeinvígi norsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Seinni leik liðanna í dag lauk með 31-28 sigri Kolstad á heimavelli.

Elverum varð deildarmeistari en Kolstad vann úrslitakeppnina og hreppir sæti í Meistaradeildinni.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Elverum fór með eins marks forystu inn til búningsherbergjanna. Kolstad sneri því hins vegar snöggt við í upphafi seinni hálfleiks, skoraði þrjú í röð og leiddi leikinn eftir það allt til enda.

Hornamaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk í leiknum, þar af tvö úr vítum. Línumaðurinn Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði eitt mark en bróðir hans, Arnór Snær, ekkert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×