Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Sindri Sverrisson skrifar 22. maí 2025 12:02 Caroline Graham Hansen hefur raðað inn mörkum og stoðsendingum fyrir Barcelona í vetur og getur orðið Evrópumeistari þriðja árið í röð með liðinu á laugardaginn. Hún mætir svo Íslandi í næstu viku. Getty/Maja Hitij Norska landsliðið mætir Íslandi með enn sterkari hóp en síðast og er núna með Caroline Graham Hansen til taks, fyrir leikinn mikilvæga í Þjóðadeild kvenna í fótbolta í næstu viku. Gemma Grainger, landsliðsþjálfari Noregs, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikina við Ísland 30. maí og Sviss 3. júní, í lokaumferðum riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Liverpool-stjarnan Sophie Román Haug var ekki valin og ekki heldur reynsluboltarnir Maren Mjelde og María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar ráðgjafa HSÍ. Mjelde ku þó eiga við meiðsli að stríða. Ísland, Noregur og Sviss eru í harðri baráttu um að halda sér í A-deild á meðan að Frakkland hefur þegar tryggt sér sigur í riðlinum og sæti í undanúrslitum keppninnar, með því að vinna alla fjóra leiki sína. Hörð barátta um að halda sér uppi í aðdraganda HM Noregur er með 4 stig, Ísland 3 stig og Sviss 2 stig en neðsta liðið fellur beint niður í B-deild og næstneðsta liðið fer í umspil við lið úr B-deild, um sæti í A-deild á næstu leiktíð. Liðið sem endar í 2. sæti er öruggt um að halda sér í A-deild. Sæti í A-deild er afar mikilvægt upp á baráttuna um sæti á næsta heimsmeistaramóti að gera. Graham Hansen, ein allra besta knattspyrnukona heims, er í norska hópnum eftir að hafa misst af markalausa jafnteflinu í Laugardal í apríl. Hún spilar fyrst stærsta leik ársins; úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu við Arsenal á laugardaginn. Það gera sömuleiðis Ingrid Syrstad Engen, einnig með Barcelona, og Frida Maanum með Arsenal, sem báðar eru í norska hópnum. Ísland og Noregur eiga svo einnig eftir að mætast á Evrópumótinu í júlí. Norski hópurinn gegn Íslandi og Sviss: Markmenn: Cecilie Fiskerstrand, Aurora Mikalsen, Selma Panengstuen Varnarmenn: Tuva Hansen, Guro Bergsvand, Marthine Østenstad, Thea Bjelde, Marit Bratberg Lund, Emilie Woldvik, Mathilde Hauge Harviken Miðjumenn: Ingrid Syrstad Engen, Vilde Bøe Risa, Justine Kielland, Lisa Naalsund, Frida Maanum, Karina Sævik Sóknarmenn: Guro Reiten, Celin Bizet Ildhusøy, Signe Gaupset, Synne Jensen, Caroline Graham Hansen, Ada Hegerberg, Elisabeth Terland Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira
Gemma Grainger, landsliðsþjálfari Noregs, tilkynnti í dag landsliðshóp sinn fyrir leikina við Ísland 30. maí og Sviss 3. júní, í lokaumferðum riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Liverpool-stjarnan Sophie Román Haug var ekki valin og ekki heldur reynsluboltarnir Maren Mjelde og María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar ráðgjafa HSÍ. Mjelde ku þó eiga við meiðsli að stríða. Ísland, Noregur og Sviss eru í harðri baráttu um að halda sér í A-deild á meðan að Frakkland hefur þegar tryggt sér sigur í riðlinum og sæti í undanúrslitum keppninnar, með því að vinna alla fjóra leiki sína. Hörð barátta um að halda sér uppi í aðdraganda HM Noregur er með 4 stig, Ísland 3 stig og Sviss 2 stig en neðsta liðið fellur beint niður í B-deild og næstneðsta liðið fer í umspil við lið úr B-deild, um sæti í A-deild á næstu leiktíð. Liðið sem endar í 2. sæti er öruggt um að halda sér í A-deild. Sæti í A-deild er afar mikilvægt upp á baráttuna um sæti á næsta heimsmeistaramóti að gera. Graham Hansen, ein allra besta knattspyrnukona heims, er í norska hópnum eftir að hafa misst af markalausa jafnteflinu í Laugardal í apríl. Hún spilar fyrst stærsta leik ársins; úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu við Arsenal á laugardaginn. Það gera sömuleiðis Ingrid Syrstad Engen, einnig með Barcelona, og Frida Maanum með Arsenal, sem báðar eru í norska hópnum. Ísland og Noregur eiga svo einnig eftir að mætast á Evrópumótinu í júlí. Norski hópurinn gegn Íslandi og Sviss: Markmenn: Cecilie Fiskerstrand, Aurora Mikalsen, Selma Panengstuen Varnarmenn: Tuva Hansen, Guro Bergsvand, Marthine Østenstad, Thea Bjelde, Marit Bratberg Lund, Emilie Woldvik, Mathilde Hauge Harviken Miðjumenn: Ingrid Syrstad Engen, Vilde Bøe Risa, Justine Kielland, Lisa Naalsund, Frida Maanum, Karina Sævik Sóknarmenn: Guro Reiten, Celin Bizet Ildhusøy, Signe Gaupset, Synne Jensen, Caroline Graham Hansen, Ada Hegerberg, Elisabeth Terland
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira