Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. maí 2025 14:34 Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar, hefur áhyggjur af æskunni og stóraukinni notkun á nikótínpúðum. vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra boðar frumvarp um merkingu og markaðssetningu niktótínvara sem miðar að því að draga úr neyslu ungmenna. Þingmaður Framsóknar lýsir yfir þungum áhyggjum af aukinni notkun og segir ástandið óboðlegt. Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vísaði í rannsókn norrænu velferðarnefndarinnar um stóraukna neyslu á nikótínpúðum. „Þrjátíu prósent ungmenna nota púðana og það er hæsta hlutfallið á Norðurlöndunum,“ sagði Halla. Notkun á niktótínpúðum hefur stóraukist.vísir/Egill Hún vísaði til fjölgunar sérversalana með rafrettur og niktótínpúða og virtist ræða sérstaklega um markaðssetningu keðjunnar Svens sem rekur tólf verslanir á höfuðborgarsvæðinu og notast við ljóshærða teiknimyndafígúru í sinni markaðssetningu. „Þetta er einfaldlega ekki í lagi. Þessi skaðlega vara er markaðssett sem einhvers konar Extra tyggjó af fígúru sem er blanda á milli Mikka mús og íþróttaálfsins,“ sagði Halla. „Og það er hæpið að slíkri villandi markaðssetningu sé ætlað að vera lögleg.“ Frumvarp boðað Halla Hrund kallaði eftir frumvarpi sem tekur á stöðunni. Alma Möller heilbrigðisráðherra sagðist deila áhyggjum Höllu og boðaði á haustþingi frumvarp þar sem lög um tóbak og aðrar nikótínvörur verði sameinuð. Alma Möller heilbrigðisráðherra segir uppi ýmsar áskornir í lýðheilsumálum.Vísir/Einar „Þar verður auðvitað hugað að þeim leiðum sem færar eru og meðal annars að merkingu og markaðssetningu,“ sagði Alma. Íslendingar standi frammi fyrir ýmsum áskorunum í lýðheilsumálum sem tekið verði á. „Við erum að tala um markaðssetningu á óhollustu. Það er líka óholl fæða, það er ofbeldi, það er skjátími og skjánotkun og lengi mætti telja. Þannig ég hef sett af stað hóp sérfræðinga í lýðheilsu sem eiga að kortleggja þessar nýju áskoranir og jafnframt til hvaða aðgerða er hægt að grípa.“ Halla hefur áður viðrað áhyggjur sínar af auknu framboði nikótínvara og ræddi málið meðal annars í umræðum um störf þingsins á dögunum. Nikótínpúðar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira
Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vísaði í rannsókn norrænu velferðarnefndarinnar um stóraukna neyslu á nikótínpúðum. „Þrjátíu prósent ungmenna nota púðana og það er hæsta hlutfallið á Norðurlöndunum,“ sagði Halla. Notkun á niktótínpúðum hefur stóraukist.vísir/Egill Hún vísaði til fjölgunar sérversalana með rafrettur og niktótínpúða og virtist ræða sérstaklega um markaðssetningu keðjunnar Svens sem rekur tólf verslanir á höfuðborgarsvæðinu og notast við ljóshærða teiknimyndafígúru í sinni markaðssetningu. „Þetta er einfaldlega ekki í lagi. Þessi skaðlega vara er markaðssett sem einhvers konar Extra tyggjó af fígúru sem er blanda á milli Mikka mús og íþróttaálfsins,“ sagði Halla. „Og það er hæpið að slíkri villandi markaðssetningu sé ætlað að vera lögleg.“ Frumvarp boðað Halla Hrund kallaði eftir frumvarpi sem tekur á stöðunni. Alma Möller heilbrigðisráðherra sagðist deila áhyggjum Höllu og boðaði á haustþingi frumvarp þar sem lög um tóbak og aðrar nikótínvörur verði sameinuð. Alma Möller heilbrigðisráðherra segir uppi ýmsar áskornir í lýðheilsumálum.Vísir/Einar „Þar verður auðvitað hugað að þeim leiðum sem færar eru og meðal annars að merkingu og markaðssetningu,“ sagði Alma. Íslendingar standi frammi fyrir ýmsum áskorunum í lýðheilsumálum sem tekið verði á. „Við erum að tala um markaðssetningu á óhollustu. Það er líka óholl fæða, það er ofbeldi, það er skjátími og skjánotkun og lengi mætti telja. Þannig ég hef sett af stað hóp sérfræðinga í lýðheilsu sem eiga að kortleggja þessar nýju áskoranir og jafnframt til hvaða aðgerða er hægt að grípa.“ Halla hefur áður viðrað áhyggjur sínar af auknu framboði nikótínvara og ræddi málið meðal annars í umræðum um störf þingsins á dögunum.
Nikótínpúðar Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent Fleiri fréttir Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sjá meira