Veður

Skýjað og sums staðar blautt

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Hita er spáð 7 til 13 stigum í dag.
Hita er spáð 7 til 13 stigum í dag. Vísir/Vilhelm

Lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu í dag og önnur smálægð er við suðausturströndina. Veðurfræðingur spáir hægri og breytilegri átt. 

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að í dag verði skýjað að mestu og sums staðar dálítil væta. Hiti verði á bilinu 7 til 13 stig.

Svipuðu veðri er spáð á morgun, líkur eru á að úrkoman verði heldur meiri og borið gæti á síðdegisskúrum. Annað kvöld kemur norðaustan kaldi inná Vestfirði, annars áfram hægur vindur.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:

Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og dálítil væta, en bætir heldur í vind og úrkomu síðdegis. Hiti 5 til 11 stig.

Á mánudag:

Norðlæg eða breytileg átt 5-13 og lítilsháttar væta, hvassast norðvestan- og austantil. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:

Breytileg átt 3-10 og rigning að og til, en styttir upp að mestu á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 7 til 13 stig.

Á miðvikudag, fimmtudag (uppstigningardagur) og föstudag:

Hæg vestlæg eða breytileg átt og sums staðar skúrir. Svipaður hiti áfram.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×