Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Jón Þór Stefánsson skrifar 26. maí 2025 21:22 Jódís Skúladóttir sat á þingi frá 2021 til 2024. Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, hefur sagt sig úr flokknum. Hún greinir frá þessu á Facebook og segir ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda. Hún sat á Alþingi fyrir Vinstri græna á síðasta kjörtímabili og hafði áður verið oddviti flokksins í Múlaþingi. Hún gaf kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi síðasta haust, en laut í lægra haldi gegn Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Þá sagði hún skilið við stjórnmálin í aðdraganda síðustu kosninga eftir að hafa ekki verið boðið oddvitasæti. „Þann 1. maí s.l. hringdi ég í Svandísi Svavarsdóttur, formann VG og tjáði henni að ég ætti ekki lengur samleið með hreyfingunni. Í kjölfarið sendi ég svo póst á skrifstofuna og sagði mig úr VG. Þetta var ekki auðveld ákvörðun og alls ekki tekin í einhverju bríaríi. Ég hafði alvarlega íhugað stöðu mína innan hreyfingarinnar í lengri tíma en ekki síst eftir aðdraganda síðustu kosninga,“ skrifar Jódís nú á Facebook. Þar segist hún hafa mikla trú á stefnu Vinstri grænna, og að hún eigi ekki heima í öðrum stjórnmálaflokkum. „Íslensk pólitík er spillt,“ skrifar Jódís sem segir alls konar misjafnt þrífast í öllum flokkum á Íslandi. „Þið heyrðuð það alls ekki fyrst hér, flokkseigendaklíkur, gamlir aftursætisbílstjórar, tengsl og vensl þrífast í öllum flokkum og VG er því miður svo sannarlega ekki undanskilin. Gamlar pólitískar hugmyndir búa enn í skúmaskotum og það er ótrúlega dapurt að sjá flokka sem af yfirlæti tala af hneykslan um slíka menningu hjá pólitískum andstæðingum en nota svo nákvæmlega sömu taktík í eigin flokkum. Ég leyfi mér að segja að engin stjórnmálasamtök á Íslandi séu undanskilin. Þegar nýir flokkar verða til horfum við bjartsýn fram á nýja og betri tíð en innan ákveðins tíma í þessu andrúmslofti virðist ónæmiskerfi flokkanna vera of veikt og þessi súra gamla pólitíska veira virðist ná að festa sig í líffærum allra flokka.“ Jódís tekur sem dæmi sjókvíaeldi í Seyðisfirði, sem hún segist hafa barist gegn bæði á Alþingi og í sveitarstjórn, og furðar sig á því að enn sé stefnt á eldi í firðinum eftir að Vinstri grænir voru bæði með matvæla- og forsætisráðuneytið. „Sem fyrrverandi þingmaður í ríkisstjórnarflokki, sem hafði lengst af forsætisráðuneytið en einnig ráðuneyti sveitarstjórnarmála og matvæla, hvar allar hliðar fiskeldis heyra undir, verð ég að spyrja mig hvernig enn séu áform um eldi í firðinum? Hvernig gat þetta gengið svona langt og hvernig var ekki undið ofan af þessari vitleysu á okkar vakt? Ég einfaldlega skil það ekki,“ segir Jódís. „Það er erfitt að stíga út úr kreðsu sem þú hefur tilheyrt, þar sem nær öll eru þér kær, hvar þú hefur eignast vini fyrir lífstíð og deilt með þeim dýrmætum hluta af lífshlaupinu. Það er erfitt að gagnrýna, það er erfitt þegja, það er erfitt að finnast fólk frábært en á sama tíma horfa upp á ótrúlega vondar ákvarðanir og stundum í andstöðu við eigin stefnu.“ Vinstri græn Alþingi Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Hún sat á Alþingi fyrir Vinstri græna á síðasta kjörtímabili og hafði áður verið oddviti flokksins í Múlaþingi. Hún gaf kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi síðasta haust, en laut í lægra haldi gegn Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Þá sagði hún skilið við stjórnmálin í aðdraganda síðustu kosninga eftir að hafa ekki verið boðið oddvitasæti. „Þann 1. maí s.l. hringdi ég í Svandísi Svavarsdóttur, formann VG og tjáði henni að ég ætti ekki lengur samleið með hreyfingunni. Í kjölfarið sendi ég svo póst á skrifstofuna og sagði mig úr VG. Þetta var ekki auðveld ákvörðun og alls ekki tekin í einhverju bríaríi. Ég hafði alvarlega íhugað stöðu mína innan hreyfingarinnar í lengri tíma en ekki síst eftir aðdraganda síðustu kosninga,“ skrifar Jódís nú á Facebook. Þar segist hún hafa mikla trú á stefnu Vinstri grænna, og að hún eigi ekki heima í öðrum stjórnmálaflokkum. „Íslensk pólitík er spillt,“ skrifar Jódís sem segir alls konar misjafnt þrífast í öllum flokkum á Íslandi. „Þið heyrðuð það alls ekki fyrst hér, flokkseigendaklíkur, gamlir aftursætisbílstjórar, tengsl og vensl þrífast í öllum flokkum og VG er því miður svo sannarlega ekki undanskilin. Gamlar pólitískar hugmyndir búa enn í skúmaskotum og það er ótrúlega dapurt að sjá flokka sem af yfirlæti tala af hneykslan um slíka menningu hjá pólitískum andstæðingum en nota svo nákvæmlega sömu taktík í eigin flokkum. Ég leyfi mér að segja að engin stjórnmálasamtök á Íslandi séu undanskilin. Þegar nýir flokkar verða til horfum við bjartsýn fram á nýja og betri tíð en innan ákveðins tíma í þessu andrúmslofti virðist ónæmiskerfi flokkanna vera of veikt og þessi súra gamla pólitíska veira virðist ná að festa sig í líffærum allra flokka.“ Jódís tekur sem dæmi sjókvíaeldi í Seyðisfirði, sem hún segist hafa barist gegn bæði á Alþingi og í sveitarstjórn, og furðar sig á því að enn sé stefnt á eldi í firðinum eftir að Vinstri grænir voru bæði með matvæla- og forsætisráðuneytið. „Sem fyrrverandi þingmaður í ríkisstjórnarflokki, sem hafði lengst af forsætisráðuneytið en einnig ráðuneyti sveitarstjórnarmála og matvæla, hvar allar hliðar fiskeldis heyra undir, verð ég að spyrja mig hvernig enn séu áform um eldi í firðinum? Hvernig gat þetta gengið svona langt og hvernig var ekki undið ofan af þessari vitleysu á okkar vakt? Ég einfaldlega skil það ekki,“ segir Jódís. „Það er erfitt að stíga út úr kreðsu sem þú hefur tilheyrt, þar sem nær öll eru þér kær, hvar þú hefur eignast vini fyrir lífstíð og deilt með þeim dýrmætum hluta af lífshlaupinu. Það er erfitt að gagnrýna, það er erfitt þegja, það er erfitt að finnast fólk frábært en á sama tíma horfa upp á ótrúlega vondar ákvarðanir og stundum í andstöðu við eigin stefnu.“
Vinstri græn Alþingi Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira