„Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. maí 2025 22:20 Lovísa Thompson skoraði fimm mörk í kvöld. Vísir/Ernir „Ég veit bara ekki hvar ég á að byrja,“ sagði Lovísa Thompson, leikmaður Vals, eftir að liðið tryggði sér sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í röð í kvöld. „Þetta er búið að vera ótrúlega langt og strangt tímabil og við erum búnar að vera að spila mjög þétt í allan vetur. Þvílíkur stígandi í hópnum,“ bætti Lovísa við. Hún segir einnig að þetta hafi verið fínasta leið til að kveðja þjálfarann Ágúst Þór Jóhannsson, sem tekur við þjálfun karlaliðs Vals í haust, en liðið varð Íslands-, deildar- og Evrópubikarmeistari á tímabilinu. „Jú, ég held það og ég held að hann hefði ekki getað fengið mikið betri endi. Hann er örugglega mjög ánægður og þvílík vegferð sem þetta er búið að vera. Að halda þessum stöðugleika í svona mörg ár - bara kudos á hann - hann er bara frábær.“ Lovísa er þó sammála Ágústi í því að það sitji í þeim að hafa misst af bikarmeistaratitlinum í ár. „Ég er reyndar pínu sammála honum þar. Það var kannski okkar eini leikur, fyrir utan kannski tvo deildarleiki, þar sem við vorum bara ekki alveg með þetta. Það er bara stutt á milli í þessu og því fór sem fór.“ Varðandi leik kvöldsins segir hún að Valsliðið hafi náð að finna svör við því sem Haukarnir gerðu. „Mér fannst við bara vera aðeins áræðnari og finna einhvern aukakraft. Ég held að við hefðum ekki nennt að fara í annan leik þannig að ég er frekar ánægð með að við höfum fundið innri styrk og vilja til að klára þetta hér í kvöld á okkar heimavelli.“ „Mér finnst við alltaf halda áfram þó svo að það gangi ekki alltaf allt upp. Við finnum ró og erum að fylgja skipulagi. Þetta er allt vel æft og við erum með okkar hluti á hreinu. Þó svo að það gangi ekki upp þá reynum við að laga það hinum megin á vellinum. Þetta er bara ein sókn í einu og ein vörn í einu. Þetta er bara agað skipulag.“ Að lokum vildi Lovísa ekki gera of mikið úr komandi fagnaðarlátum Vals í kvöld. „Guð minn góður. Við ætlum bara að fagna þessu vel, en maður er samt alveg dauðþreyttur. Ég er bara ótrúlega ánægð,“ sagði Lovísa að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Valur varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í handbolta er liðið vann fimm marka sigur gegn Haukum, 30-25. Valur vann úrslitaeinvígið 3-0 og er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill liðsins í röð. 26. maí 2025 18:47 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
„Þetta er búið að vera ótrúlega langt og strangt tímabil og við erum búnar að vera að spila mjög þétt í allan vetur. Þvílíkur stígandi í hópnum,“ bætti Lovísa við. Hún segir einnig að þetta hafi verið fínasta leið til að kveðja þjálfarann Ágúst Þór Jóhannsson, sem tekur við þjálfun karlaliðs Vals í haust, en liðið varð Íslands-, deildar- og Evrópubikarmeistari á tímabilinu. „Jú, ég held það og ég held að hann hefði ekki getað fengið mikið betri endi. Hann er örugglega mjög ánægður og þvílík vegferð sem þetta er búið að vera. Að halda þessum stöðugleika í svona mörg ár - bara kudos á hann - hann er bara frábær.“ Lovísa er þó sammála Ágústi í því að það sitji í þeim að hafa misst af bikarmeistaratitlinum í ár. „Ég er reyndar pínu sammála honum þar. Það var kannski okkar eini leikur, fyrir utan kannski tvo deildarleiki, þar sem við vorum bara ekki alveg með þetta. Það er bara stutt á milli í þessu og því fór sem fór.“ Varðandi leik kvöldsins segir hún að Valsliðið hafi náð að finna svör við því sem Haukarnir gerðu. „Mér fannst við bara vera aðeins áræðnari og finna einhvern aukakraft. Ég held að við hefðum ekki nennt að fara í annan leik þannig að ég er frekar ánægð með að við höfum fundið innri styrk og vilja til að klára þetta hér í kvöld á okkar heimavelli.“ „Mér finnst við alltaf halda áfram þó svo að það gangi ekki alltaf allt upp. Við finnum ró og erum að fylgja skipulagi. Þetta er allt vel æft og við erum með okkar hluti á hreinu. Þó svo að það gangi ekki upp þá reynum við að laga það hinum megin á vellinum. Þetta er bara ein sókn í einu og ein vörn í einu. Þetta er bara agað skipulag.“ Að lokum vildi Lovísa ekki gera of mikið úr komandi fagnaðarlátum Vals í kvöld. „Guð minn góður. Við ætlum bara að fagna þessu vel, en maður er samt alveg dauðþreyttur. Ég er bara ótrúlega ánægð,“ sagði Lovísa að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Valur varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í handbolta er liðið vann fimm marka sigur gegn Haukum, 30-25. Valur vann úrslitaeinvígið 3-0 og er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill liðsins í röð. 26. maí 2025 18:47 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Valur varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í handbolta er liðið vann fimm marka sigur gegn Haukum, 30-25. Valur vann úrslitaeinvígið 3-0 og er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill liðsins í röð. 26. maí 2025 18:47