„Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2025 12:00 Ágúst Jóhannsson náði einstökum árangri með Valsliðið á tímabilinu. Vísir/Ívar Ágúst Jóhannsson segist vera einstaklega stoltur af Valsliðinu sem varð deildarmeistari, Íslandsmeistari og Evrópubikarmeistari á nýafstöðnu tímabili. Hann segist sjálfur vera uppgefinn eftir síðustu vikur. Valur varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í handbolta kvenna þegar liðið vann sigur á Haukum 30-25 og þar með einvígið 3-0. Á dögunum varð Valur síðan Evrópubikarmeistari eftir einvígi við spænska liðið Porrino. Lygilegt og sögulegt tímabil að baki hjá Val. Þetta var þriðja árið í röð þar sem kvennalið Vals verður Íslandsmeistari í handbolta. „Mér líður gríðarlega vel og það var gott að ná að klára úrslitaeinvígið svona. Ég var samt ekkert endilega viss um það að þetta yrði svona og átti von á erfiðu einvígi. Ég fann það á mér sjálfum og liðinu að við vorum orðin pínu þreytt. Ég er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það og það verður gott að komast í smá frí.“ Hann segir að hópurinn hafi allt tímabilið lagt mikla áherslu á það að mynda sterka liðsheild. Ágúst Jóhannsson skráði sig í sögubækurnar líkt og Valsliðið allt.Vísir/Anton Brink „Ég hef verið að reyna virkja sem flesta leikmenn og að allar hafi sitt hlutverk og hlutverkin hafa verið nokkuð skýr. Við höfum verið í mikið af leikjum, bæði deildin, úrslitakeppnin og svo allir þessir Evrópuleikir. Þessir leikmenn eru ekki bara góðir í handbolta heldur eru þetta feikilega miklir karakterar og hafa alltaf lagt mikla áherslu á það að liðinu gangi vel og sett það í fyrsta sæti.“ Hann að það verði vissulega erfitt að kveðja stelpurnar en Ágúst tekur við karlaliði Vals og stýrir þeim á næsta tímabili. „Þetta eru blendnar tilfinningar hjá mér, þegar ég er að sjá að þetta er alveg að verða búið og ég hef sennilega stýrt minni síðustu æfingu hjá þeim núna, allavega í bili. En að sama skapi held ég að þær hafi bara mjög gott af því að fá nýjan þjálfara og eins fyrir mig að færa mig yfir á strákana. Ég er í félaginu áfram, hérna hefur mér liðið vel og ég er búinn að vera lengi hérna og hlakka bara til að takast á við það að stýra strákunum.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Valur varð í gærkvöldi Íslandsmeistari í handbolta kvenna þegar liðið vann sigur á Haukum 30-25 og þar með einvígið 3-0. Á dögunum varð Valur síðan Evrópubikarmeistari eftir einvígi við spænska liðið Porrino. Lygilegt og sögulegt tímabil að baki hjá Val. Þetta var þriðja árið í röð þar sem kvennalið Vals verður Íslandsmeistari í handbolta. „Mér líður gríðarlega vel og það var gott að ná að klára úrslitaeinvígið svona. Ég var samt ekkert endilega viss um það að þetta yrði svona og átti von á erfiðu einvígi. Ég fann það á mér sjálfum og liðinu að við vorum orðin pínu þreytt. Ég er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það og það verður gott að komast í smá frí.“ Hann segir að hópurinn hafi allt tímabilið lagt mikla áherslu á það að mynda sterka liðsheild. Ágúst Jóhannsson skráði sig í sögubækurnar líkt og Valsliðið allt.Vísir/Anton Brink „Ég hef verið að reyna virkja sem flesta leikmenn og að allar hafi sitt hlutverk og hlutverkin hafa verið nokkuð skýr. Við höfum verið í mikið af leikjum, bæði deildin, úrslitakeppnin og svo allir þessir Evrópuleikir. Þessir leikmenn eru ekki bara góðir í handbolta heldur eru þetta feikilega miklir karakterar og hafa alltaf lagt mikla áherslu á það að liðinu gangi vel og sett það í fyrsta sæti.“ Hann að það verði vissulega erfitt að kveðja stelpurnar en Ágúst tekur við karlaliði Vals og stýrir þeim á næsta tímabili. „Þetta eru blendnar tilfinningar hjá mér, þegar ég er að sjá að þetta er alveg að verða búið og ég hef sennilega stýrt minni síðustu æfingu hjá þeim núna, allavega í bili. En að sama skapi held ég að þær hafi bara mjög gott af því að fá nýjan þjálfara og eins fyrir mig að færa mig yfir á strákana. Ég er í félaginu áfram, hérna hefur mér liðið vel og ég er búinn að vera lengi hérna og hlakka bara til að takast á við það að stýra strákunum.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira