Sláandi tölur: Kyrkingartökum og eltihrellum fer fjölgandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2025 19:03 Jenný Kristín Valberg segir kyrkingartök og eltihrelli færast í aukana. Vísir/Ívar Fannar Sláandi fjölda leitaði til Bjarkarhlíðar á síðasta ári vegna alvarlegs ofbeldis sem leitt getur til andláts að sögn teymisstýru. Hún segist óttast að raunveruleg tala fórnarlamba sé mun hærri, búið sé að normalísera ofbeldið. 758 einstaklingar leituðu til Bjarkahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis í fyrra samkvæmt nýrri árskýrslu en í fyrsta sinn var tekin saman tölfræði um einstaklinga sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum í hæsta áhættuflokki er leitt getur til morðs. Alls voru það 36 einstaklingar í fyrra, allt konur og kynsegin. Jenný Kristín Valberg teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir þrennskonar ofbeldi setja fólk í þann flokk. „Í þeim málum sem hafa verið rannsakað, að þau mál sem hafa endað með því að gerandinn tekur líf þolanda síns að þá hafa þrír þættir alltaf verið til staðar, það eru ítrekuð kyrkingartök, kynferðisofbeldi og eltihrellahegðun,“ segir Jenný. „Þetta er sláandi vegna þess að talan ætti að vera 0 og auðvitað ættu ekki að vera 758 einstkalingar að leita til Bjarkahlíðar á síðasta ári vegna ofbeldis en það sem er sláandi við þetta er að við sjáum að kyrkingartök og eltihrellahegðun eru vaxandi áhættuflokkar sem fólk er að verða fyrir þegar það er að verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum.“ Hún segir að búið sé að normalísera kyrkingartök í kynlífi. „Og margir telja að þetta sé hluti af einhverjum eðlilegum samskiptum í kynlífi en svo kemur líka það að sumir þolendur upplifa því miður það alvarlegt kynferðislegt ofbeldi að kyrkingartakið er ekki sú birtingarmynd sem situr helst eftir, eftir atvikin.“ Þau óttist að tala þeirra sem verði fyrir svo alvarlegu ofbeldi sem leitt geti til morðs séu í raun miklu hærri. Langir biðlistar séu eftir þjómustu hjá Bjarkarhlíð. „Við spyrjum þessara spurninga í fyrsta viðtali og það geta verið margar ástæður fyrir því að þolendur greina ekki frá þessu, kannski var þetta ekki erindið, það sem þau ætluðu að ræða þegar þau koma til okkar,“ segir Jenný. „Það er gríðarlega mikilvægt að grípa einstakling þegar hann er tilbúinn til þess því svo lokast hringurinn og við vitum ekkert hvenær hann opnast aftur.“ Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
758 einstaklingar leituðu til Bjarkahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis í fyrra samkvæmt nýrri árskýrslu en í fyrsta sinn var tekin saman tölfræði um einstaklinga sem verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum í hæsta áhættuflokki er leitt getur til morðs. Alls voru það 36 einstaklingar í fyrra, allt konur og kynsegin. Jenný Kristín Valberg teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir þrennskonar ofbeldi setja fólk í þann flokk. „Í þeim málum sem hafa verið rannsakað, að þau mál sem hafa endað með því að gerandinn tekur líf þolanda síns að þá hafa þrír þættir alltaf verið til staðar, það eru ítrekuð kyrkingartök, kynferðisofbeldi og eltihrellahegðun,“ segir Jenný. „Þetta er sláandi vegna þess að talan ætti að vera 0 og auðvitað ættu ekki að vera 758 einstkalingar að leita til Bjarkahlíðar á síðasta ári vegna ofbeldis en það sem er sláandi við þetta er að við sjáum að kyrkingartök og eltihrellahegðun eru vaxandi áhættuflokkar sem fólk er að verða fyrir þegar það er að verða fyrir ofbeldi í nánum samböndum.“ Hún segir að búið sé að normalísera kyrkingartök í kynlífi. „Og margir telja að þetta sé hluti af einhverjum eðlilegum samskiptum í kynlífi en svo kemur líka það að sumir þolendur upplifa því miður það alvarlegt kynferðislegt ofbeldi að kyrkingartakið er ekki sú birtingarmynd sem situr helst eftir, eftir atvikin.“ Þau óttist að tala þeirra sem verði fyrir svo alvarlegu ofbeldi sem leitt geti til morðs séu í raun miklu hærri. Langir biðlistar séu eftir þjómustu hjá Bjarkarhlíð. „Við spyrjum þessara spurninga í fyrsta viðtali og það geta verið margar ástæður fyrir því að þolendur greina ekki frá þessu, kannski var þetta ekki erindið, það sem þau ætluðu að ræða þegar þau koma til okkar,“ segir Jenný. „Það er gríðarlega mikilvægt að grípa einstakling þegar hann er tilbúinn til þess því svo lokast hringurinn og við vitum ekkert hvenær hann opnast aftur.“
Heimilisofbeldi Kynbundið ofbeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði