„Við erum engir rasistar“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. maí 2025 19:14 Sigfús Aðalsteinsson er skipuleggjandi mótmælanna. Vísir/Viktor Freyr Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. Hundruð mótmælenda voru saman komnir á Austurvelli klukkan tvö, margir þeirra með íslenskan fána. Mótmælendur kröfðust þess meðal annars að hælisleitendur yrðu vistaðir í lokuðu úrræði á meðan unnið væri að bakgrunnsrannsókn, fjölskyldusameiningar yrðu afnumdar og að gert yrði hlé á móttöku hælisumsókna. „Það eru til tvær tegundir af innflytjendum. Fólkið sem kemur til Íslands, vinnur, sest að og lærir íslensku. Svo hitt pakkið sem spyr: „Hvar er bónuspokinn? Hvar er frímiðinn í vídjó?“ segir Erlingur Arnarson, einn mótmælenda. „Það er í húfi okkar menning og land og þjóð. Það er ekki verið að hugsa um land og þjóð heldur einhverja alþjóðlega hagsmuni,“ segir Elín. Íslenski fáninn var áberandi á mótmælunum.Vísir/Viktor Freyr „Minn málstaður er að forgangsraða öryggi okkar og lífsgæðum ofar öllu öðru,“ segir Brynjar Barkarson tónlistarmaður sem flutti ræðu á mótmælunum. Og þér finnst það ekki vera gert í dag? „Nei.“ Þegar mótmælin voru að hefjast safnaðist saman annar hópur mótmælenda sem kvaðst vera að mótmæla rasisma í þjóðfélaginu. Hópurinn reyndi hvað hann gat að trufla ræður með sírenuvæli, bauli og köllum. „Þetta er bara hreinn rasismi. Að horfa á heilar þjóðir sem nauðgara og árásarmenn. Þetta er bara ógeðslegt,“ segir mótmælandi sem vildi ekki koma fram undir nafni. Fólk hafði lítinn húmor fyrir trufluninni og þrátt fyrir ákall skipuleggjenda um að allt færi friðsamlega fram kom til stimpinga milli mótmælenda. Skipuleggjandi mótmælanna segist hafa fengið óbeina hótun úr hópi þeirra sem sökuðu mótmælendur um rasisma. „Þau létu mig vita að því að þau vissu hvar ég ætti heima, hvað símanúmerið mitt væri, hvernig bíl ég ætti. Það skiptir mig engu máli. Þau mega standa þarna og njóta þess sem þau eru að gera, en þau misskilja þetta því miður. Við erum engir rasistar. Við erum bara að hugsa um framtíð unga fólksins og okkar,“ segir Sigfús Aðalsteinsson, skipuleggjandi mótmælanna. Mótmælin enduðu með samsöng og tilkynnti Sigfús að þetta væru ekki síðustu mótmælin sem hann skipuleggur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var því haldið fram að hópurinn hafi verið á vegum No Borders-samtakanna. Meðlimir segja það ósatt og það er hér með leiðrétt. Þó voru einhverjir þeirra merktir No Borders og með fána frá samtökunum. Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Hundruð mótmælenda voru saman komnir á Austurvelli klukkan tvö, margir þeirra með íslenskan fána. Mótmælendur kröfðust þess meðal annars að hælisleitendur yrðu vistaðir í lokuðu úrræði á meðan unnið væri að bakgrunnsrannsókn, fjölskyldusameiningar yrðu afnumdar og að gert yrði hlé á móttöku hælisumsókna. „Það eru til tvær tegundir af innflytjendum. Fólkið sem kemur til Íslands, vinnur, sest að og lærir íslensku. Svo hitt pakkið sem spyr: „Hvar er bónuspokinn? Hvar er frímiðinn í vídjó?“ segir Erlingur Arnarson, einn mótmælenda. „Það er í húfi okkar menning og land og þjóð. Það er ekki verið að hugsa um land og þjóð heldur einhverja alþjóðlega hagsmuni,“ segir Elín. Íslenski fáninn var áberandi á mótmælunum.Vísir/Viktor Freyr „Minn málstaður er að forgangsraða öryggi okkar og lífsgæðum ofar öllu öðru,“ segir Brynjar Barkarson tónlistarmaður sem flutti ræðu á mótmælunum. Og þér finnst það ekki vera gert í dag? „Nei.“ Þegar mótmælin voru að hefjast safnaðist saman annar hópur mótmælenda sem kvaðst vera að mótmæla rasisma í þjóðfélaginu. Hópurinn reyndi hvað hann gat að trufla ræður með sírenuvæli, bauli og köllum. „Þetta er bara hreinn rasismi. Að horfa á heilar þjóðir sem nauðgara og árásarmenn. Þetta er bara ógeðslegt,“ segir mótmælandi sem vildi ekki koma fram undir nafni. Fólk hafði lítinn húmor fyrir trufluninni og þrátt fyrir ákall skipuleggjenda um að allt færi friðsamlega fram kom til stimpinga milli mótmælenda. Skipuleggjandi mótmælanna segist hafa fengið óbeina hótun úr hópi þeirra sem sökuðu mótmælendur um rasisma. „Þau létu mig vita að því að þau vissu hvar ég ætti heima, hvað símanúmerið mitt væri, hvernig bíl ég ætti. Það skiptir mig engu máli. Þau mega standa þarna og njóta þess sem þau eru að gera, en þau misskilja þetta því miður. Við erum engir rasistar. Við erum bara að hugsa um framtíð unga fólksins og okkar,“ segir Sigfús Aðalsteinsson, skipuleggjandi mótmælanna. Mótmælin enduðu með samsöng og tilkynnti Sigfús að þetta væru ekki síðustu mótmælin sem hann skipuleggur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var því haldið fram að hópurinn hafi verið á vegum No Borders-samtakanna. Meðlimir segja það ósatt og það er hér með leiðrétt. Þó voru einhverjir þeirra merktir No Borders og með fána frá samtökunum.
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fleiri fréttir „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira