„Fallegur dagur“ fyrir útskrift Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. maí 2025 23:30 Ketill Ágústsson nýstúdent tók lagið Fallegur dagur eftir Bubba Morthens. MS/Sigurjón Ragnar Tæplega tvö hundruð nemendur brautskráðust frá Menntaskólanum við Sund en í ræðum hátíðarhaldanna var þeim lýst sem ólíkum nemendum sem lærðu allir mikilvægar lexíur á meðan skólagöngunni stóð. Bæði dúx og semídúx skólans komu af félagsfræðibraut. 194 nemendur brautskráðust frá skólanum í dag, annars vegar 73 nemendur af náttúrufræðibraut og hins vegar 121 af félagsfræðibraut. Dúx skólans var Amelía Rós Gilsdorf sem var með meðaleinkunn upp á 9,46. Hún er nýstúdent af félagsfræði- og sögulínu. Semídúx skólans kom einnig af félagsfræði- og sögulínu en það er Matthilda Ósk Ólafsdóttir. Meðaleinkunn Matthildu var 9,28. Útskriftarnemarnir voru alls 194.MS/Sigurjón Ragnar Málfundafélagið SMS hlaut tvö hundruð þúsund króna styrk frá Tjarnasjóðinum. Ætlast er til að fjármagnið verði notað í þjálfun Morfís-liðs skólans og uppbyggingu þess á komandi skólaári. Morfís-lið MS komst í úrslit á þessu skólaári. Ketill Ágústsson, fráfarandi ármaður SMS og nýstúdent, fékk þann heiður að ljúka athöfninni þar sem hann söng lagði Fallegur dagur eftir Bubba Morthens og spilaði á gítar. Ólíkur hópur sem lærði mikilvægar lexíur Helga Sigríður Þórsdóttir, rektor MS, hélt tölu fyrir nemendur. Hún sagði hópinn samanstanda af ólíku fólki sem hafi markað djúp spor í skólalífið. Meðal nemenda væri meðal annars tónlistarfólk, íþróttafólk, upprennandi vísindafólk og framtíðarfrumkvöðlar. Hún gaf sér einnig tíma til að þakka starfsfólki og kennurum auk forráðafólki nemendanna fyrir stuðning þeirra. Kór starfsfólks skólans söng stúdentasönginn Gaudeamus Igitur.MS/Sigurjón Ragnar „Bakland aðstandenda væri dýrmætt og því miður ekki alltaf sjálfsagt,“ er haft eftir Helgu Sigríði í tilkynningu á heimasíðu skólans. Fyrir hönd nemenda flutti Agla Rut Egilsdóttir ræðu. Hún fór yfir hvað þau hefðu lært á skólagöngunni. Það voru ekki einungis tungumál eða stærðfræði heldur lærðu nemendurnir einnig að vera sjálfri sér trúir og að finna sína eigin leið. Agla Rut Egilsdóttir fékk það hlutverk að halda ræðu fyrir hönd nýstúdenta.MS/Sigurjón Ragnar Stefán Jón Hafstein hélt ræðu fyrir hönd þeirra sem útskrifuðust fyrir fimmtíu árum. Hann fór yfir þær breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu frá því að hann lauk stúdentsprófi sínu. „Í tilefni útskriftarafmælisins veitti útskriftarárgangur 50 ára stúdenta rausnarlegan styrk í Styrktarsjóð Menntaskólans við Sund,“ stendur í tilkynningu frá skólanum. Framhaldsskólar Dúxar Tímamót Skóla- og menntamál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
194 nemendur brautskráðust frá skólanum í dag, annars vegar 73 nemendur af náttúrufræðibraut og hins vegar 121 af félagsfræðibraut. Dúx skólans var Amelía Rós Gilsdorf sem var með meðaleinkunn upp á 9,46. Hún er nýstúdent af félagsfræði- og sögulínu. Semídúx skólans kom einnig af félagsfræði- og sögulínu en það er Matthilda Ósk Ólafsdóttir. Meðaleinkunn Matthildu var 9,28. Útskriftarnemarnir voru alls 194.MS/Sigurjón Ragnar Málfundafélagið SMS hlaut tvö hundruð þúsund króna styrk frá Tjarnasjóðinum. Ætlast er til að fjármagnið verði notað í þjálfun Morfís-liðs skólans og uppbyggingu þess á komandi skólaári. Morfís-lið MS komst í úrslit á þessu skólaári. Ketill Ágústsson, fráfarandi ármaður SMS og nýstúdent, fékk þann heiður að ljúka athöfninni þar sem hann söng lagði Fallegur dagur eftir Bubba Morthens og spilaði á gítar. Ólíkur hópur sem lærði mikilvægar lexíur Helga Sigríður Þórsdóttir, rektor MS, hélt tölu fyrir nemendur. Hún sagði hópinn samanstanda af ólíku fólki sem hafi markað djúp spor í skólalífið. Meðal nemenda væri meðal annars tónlistarfólk, íþróttafólk, upprennandi vísindafólk og framtíðarfrumkvöðlar. Hún gaf sér einnig tíma til að þakka starfsfólki og kennurum auk forráðafólki nemendanna fyrir stuðning þeirra. Kór starfsfólks skólans söng stúdentasönginn Gaudeamus Igitur.MS/Sigurjón Ragnar „Bakland aðstandenda væri dýrmætt og því miður ekki alltaf sjálfsagt,“ er haft eftir Helgu Sigríði í tilkynningu á heimasíðu skólans. Fyrir hönd nemenda flutti Agla Rut Egilsdóttir ræðu. Hún fór yfir hvað þau hefðu lært á skólagöngunni. Það voru ekki einungis tungumál eða stærðfræði heldur lærðu nemendurnir einnig að vera sjálfri sér trúir og að finna sína eigin leið. Agla Rut Egilsdóttir fékk það hlutverk að halda ræðu fyrir hönd nýstúdenta.MS/Sigurjón Ragnar Stefán Jón Hafstein hélt ræðu fyrir hönd þeirra sem útskrifuðust fyrir fimmtíu árum. Hann fór yfir þær breytingar sem hafa átt sér stað í samfélaginu frá því að hann lauk stúdentsprófi sínu. „Í tilefni útskriftarafmælisins veitti útskriftarárgangur 50 ára stúdenta rausnarlegan styrk í Styrktarsjóð Menntaskólans við Sund,“ stendur í tilkynningu frá skólanum.
Framhaldsskólar Dúxar Tímamót Skóla- og menntamál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira