Greta Thunberg siglir til Gasa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. júní 2025 22:20 Greta Thunberg á blaðamannafundi fyrr í dag. AP Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hefur siglt af stað til Gasa í för með ellefu öðrum aðgerðasinnum. Hópurinn hefur það að markmiði að stöðva umsátur Ísraels og flytja mat og aðrar nauðsynjavörur til landsins. Aðgerðasinnarnir tólf ætla sér að sigla að ströndum Gasa og reyna að koma hjálpargögnum þangað. Auk þess vilja þeir vekja athygli alþjóðar á ástandinu sem ríkir þar. Í þrjá mánuði kom Ísraelsher í veg fyrir að mannúðaraðstoð kæmist yfir landamærin til Gasa en örlitlar breytingar urðu á því fyrirkomulagi um miðjan maí þar sem einhver aðstoð var í boði. Hins vegar ríkir enn hungursneyð á Gasaströndinni en talið er að um tvær milljónir manna séu þar. Með Thunberg í för eru meðal annars Liam Cunningham, sem lék Ser Davos Seaworth í Game of Thrones og franskur þingmaður á Evrópuþinginu sem á ættir að rekja til Palestínu auk níu annarra aðgerðasinna. Þau telja að það muni taka sjö daga að sigla til Gasa á bátnum Madleen frá upphafsstaðnum sem er á Ítalíu. Hvort þeim takist að komast til Gasa á sjö dögum fari allt eftir því hvort þau verði stöðvuð. „Við erum að gera þetta, sama hverju við stöndum frammi fyrir, þar sem við verðum að reyna,“ sagði Thunberg á fjölmiðlafundi aðgerðasinnanna. „Af því á því augnabliki sem við hættum að reyna glötum við mannúð okkar. Sama hversu hættulegt þetta verkefni er, það er ekki nærri því eins hættulegt og þögn alþjóða gagnvart þjóðarmorðinu sem er í beinni útsendingu,“ sagði hún og felldi tár. Thunberg varð fyrst fræg þegar hún hóf skólaverkföll í þágu loftslagsaðgerða. Hvern einasta föstudag neitaði hún að mæta í skólann og mótmælti aðgerðaleysi stjórnmála í umhverfismálum. Thunberg vakti gríðarmikla athygli og tók fjöldi nemenda út um allan heim upp á því að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í sínum heimalöndum. Fyrsta ferðin endaði með sprengingum Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópur aðgerðasinna reynir að sigla til Gasa í von um að aðstoða þá sem eru þar. Hópur á bát sem bar nafnið Conscience, eða Samviska, komst ekki alla leið þar sem ráðist var á þau á hafsvæði nálægt ströndum Möltu. Samkvæmt umfjöllun AP var um drónaárás að ræða. Hópurinn, sem samanstóð af tólf áhafnarmeðlimum og fjórum borgurum, sendi út neyðarkall þegar tvær sprengingar lentu á skipinu og kviknaði eldur. Í bátnum voru matur og lyf fyrir íbúa Gasastrandarinnar. Hópurinn sagði forsvarsmenn Ísrael ábyrga fyrir árásinni. Átök í Ísrael og Palestínu Loftslagsmál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Aðgerðasinnarnir tólf ætla sér að sigla að ströndum Gasa og reyna að koma hjálpargögnum þangað. Auk þess vilja þeir vekja athygli alþjóðar á ástandinu sem ríkir þar. Í þrjá mánuði kom Ísraelsher í veg fyrir að mannúðaraðstoð kæmist yfir landamærin til Gasa en örlitlar breytingar urðu á því fyrirkomulagi um miðjan maí þar sem einhver aðstoð var í boði. Hins vegar ríkir enn hungursneyð á Gasaströndinni en talið er að um tvær milljónir manna séu þar. Með Thunberg í för eru meðal annars Liam Cunningham, sem lék Ser Davos Seaworth í Game of Thrones og franskur þingmaður á Evrópuþinginu sem á ættir að rekja til Palestínu auk níu annarra aðgerðasinna. Þau telja að það muni taka sjö daga að sigla til Gasa á bátnum Madleen frá upphafsstaðnum sem er á Ítalíu. Hvort þeim takist að komast til Gasa á sjö dögum fari allt eftir því hvort þau verði stöðvuð. „Við erum að gera þetta, sama hverju við stöndum frammi fyrir, þar sem við verðum að reyna,“ sagði Thunberg á fjölmiðlafundi aðgerðasinnanna. „Af því á því augnabliki sem við hættum að reyna glötum við mannúð okkar. Sama hversu hættulegt þetta verkefni er, það er ekki nærri því eins hættulegt og þögn alþjóða gagnvart þjóðarmorðinu sem er í beinni útsendingu,“ sagði hún og felldi tár. Thunberg varð fyrst fræg þegar hún hóf skólaverkföll í þágu loftslagsaðgerða. Hvern einasta föstudag neitaði hún að mæta í skólann og mótmælti aðgerðaleysi stjórnmála í umhverfismálum. Thunberg vakti gríðarmikla athygli og tók fjöldi nemenda út um allan heim upp á því að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í sínum heimalöndum. Fyrsta ferðin endaði með sprengingum Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hópur aðgerðasinna reynir að sigla til Gasa í von um að aðstoða þá sem eru þar. Hópur á bát sem bar nafnið Conscience, eða Samviska, komst ekki alla leið þar sem ráðist var á þau á hafsvæði nálægt ströndum Möltu. Samkvæmt umfjöllun AP var um drónaárás að ræða. Hópurinn, sem samanstóð af tólf áhafnarmeðlimum og fjórum borgurum, sendi út neyðarkall þegar tvær sprengingar lentu á skipinu og kviknaði eldur. Í bátnum voru matur og lyf fyrir íbúa Gasastrandarinnar. Hópurinn sagði forsvarsmenn Ísrael ábyrga fyrir árásinni.
Átök í Ísrael og Palestínu Loftslagsmál Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira