Átta leikir í röð án sigurs ekki áhyggjuefni Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júní 2025 09:24 Hlín Eiríksdóttir hefur ekki áhyggjur af sigurleysi landsliðsins í síðustu leikjum. vísir / lýður Hlín Eiríksdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, telur það ekki áhyggjuefni að liðinu hafi ekki tekist að landa sigri í síðustu átta leikjum. Hún nýtur þess vel að hafa systur sína með sér í liðinu. Ísland gerði svekkjandi jafntefli við Noreg síðastliðinn föstudag, eftir að hafa leitt leikinn lengi vel. Frammistaðan fín en áttundi leikur landsliðsins í röð án sigurs staðreynd. „Ég myndi ekki segja að það sé áhyggjuefni eins og staðan er núna. Við erum ennþá í þannig stöðu í riðlinum að það er í okkar höndum að halda okkur í A-deildinni. Það er mjög jákvætt, að þurfa ekki að treysta á aðra til að halda sæti okkur í A-deild, sem er mikilvægt fyrir okkur upp á framhaldið. Þannig að ég myndi ekki segja það áhyggjuefni en auðvitað erum við allar þyrstar í sigur“ sagði Hlín í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Eins og Hlín segir er það í höndum Íslands að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar, lokaleikurinn gegn Frakklandi fer fram á Laugardalsvelli á morgun. Frakkar búa hins vegar yfir mjög öflugu liði sem hefur unnið alla sína leiki í Þjóðadeildinni hingað til. „Franska liðið er með mjög góða leikmenn í öllum stöðum, en við höfum það fram yfir þær að við erum meira lið inni á vellinum. Á góðum degi getum við alveg strítt þeim og vonandi eigum við góðan dag á þriðjudaginn“ sagði Hlín. Hlín deilir herbergi á hóteli Hilton Nordica með litlu systur sinni, Örnu Eiríksdóttur, sem var kölluð inn í landsliðshóp vegna meiðsla Amöndu Jacobsen Andradóttur. „Sjúklega gaman… Þægilegt að hafa hana hérna, við hittumst ekkert alltof oft þannig að það er gaman fyrir mig“ sagði Hlín einnig en viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Hlín Eiríksdóttir fyrir Frakkaleikinn Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Ísland gerði svekkjandi jafntefli við Noreg síðastliðinn föstudag, eftir að hafa leitt leikinn lengi vel. Frammistaðan fín en áttundi leikur landsliðsins í röð án sigurs staðreynd. „Ég myndi ekki segja að það sé áhyggjuefni eins og staðan er núna. Við erum ennþá í þannig stöðu í riðlinum að það er í okkar höndum að halda okkur í A-deildinni. Það er mjög jákvætt, að þurfa ekki að treysta á aðra til að halda sæti okkur í A-deild, sem er mikilvægt fyrir okkur upp á framhaldið. Þannig að ég myndi ekki segja það áhyggjuefni en auðvitað erum við allar þyrstar í sigur“ sagði Hlín í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Eins og Hlín segir er það í höndum Íslands að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar, lokaleikurinn gegn Frakklandi fer fram á Laugardalsvelli á morgun. Frakkar búa hins vegar yfir mjög öflugu liði sem hefur unnið alla sína leiki í Þjóðadeildinni hingað til. „Franska liðið er með mjög góða leikmenn í öllum stöðum, en við höfum það fram yfir þær að við erum meira lið inni á vellinum. Á góðum degi getum við alveg strítt þeim og vonandi eigum við góðan dag á þriðjudaginn“ sagði Hlín. Hlín deilir herbergi á hóteli Hilton Nordica með litlu systur sinni, Örnu Eiríksdóttur, sem var kölluð inn í landsliðshóp vegna meiðsla Amöndu Jacobsen Andradóttur. „Sjúklega gaman… Þægilegt að hafa hana hérna, við hittumst ekkert alltof oft þannig að það er gaman fyrir mig“ sagði Hlín einnig en viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Hlín Eiríksdóttir fyrir Frakkaleikinn
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira