Átta leikir í röð án sigurs ekki áhyggjuefni Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júní 2025 09:24 Hlín Eiríksdóttir hefur ekki áhyggjur af sigurleysi landsliðsins í síðustu leikjum. vísir / lýður Hlín Eiríksdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, telur það ekki áhyggjuefni að liðinu hafi ekki tekist að landa sigri í síðustu átta leikjum. Hún nýtur þess vel að hafa systur sína með sér í liðinu. Ísland gerði svekkjandi jafntefli við Noreg síðastliðinn föstudag, eftir að hafa leitt leikinn lengi vel. Frammistaðan fín en áttundi leikur landsliðsins í röð án sigurs staðreynd. „Ég myndi ekki segja að það sé áhyggjuefni eins og staðan er núna. Við erum ennþá í þannig stöðu í riðlinum að það er í okkar höndum að halda okkur í A-deildinni. Það er mjög jákvætt, að þurfa ekki að treysta á aðra til að halda sæti okkur í A-deild, sem er mikilvægt fyrir okkur upp á framhaldið. Þannig að ég myndi ekki segja það áhyggjuefni en auðvitað erum við allar þyrstar í sigur“ sagði Hlín í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Eins og Hlín segir er það í höndum Íslands að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar, lokaleikurinn gegn Frakklandi fer fram á Laugardalsvelli á morgun. Frakkar búa hins vegar yfir mjög öflugu liði sem hefur unnið alla sína leiki í Þjóðadeildinni hingað til. „Franska liðið er með mjög góða leikmenn í öllum stöðum, en við höfum það fram yfir þær að við erum meira lið inni á vellinum. Á góðum degi getum við alveg strítt þeim og vonandi eigum við góðan dag á þriðjudaginn“ sagði Hlín. Hlín deilir herbergi á hóteli Hilton Nordica með litlu systur sinni, Örnu Eiríksdóttur, sem var kölluð inn í landsliðshóp vegna meiðsla Amöndu Jacobsen Andradóttur. „Sjúklega gaman… Þægilegt að hafa hana hérna, við hittumst ekkert alltof oft þannig að það er gaman fyrir mig“ sagði Hlín einnig en viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Hlín Eiríksdóttir fyrir Frakkaleikinn Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Sjá meira
Ísland gerði svekkjandi jafntefli við Noreg síðastliðinn föstudag, eftir að hafa leitt leikinn lengi vel. Frammistaðan fín en áttundi leikur landsliðsins í röð án sigurs staðreynd. „Ég myndi ekki segja að það sé áhyggjuefni eins og staðan er núna. Við erum ennþá í þannig stöðu í riðlinum að það er í okkar höndum að halda okkur í A-deildinni. Það er mjög jákvætt, að þurfa ekki að treysta á aðra til að halda sæti okkur í A-deild, sem er mikilvægt fyrir okkur upp á framhaldið. Þannig að ég myndi ekki segja það áhyggjuefni en auðvitað erum við allar þyrstar í sigur“ sagði Hlín í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Stöðvar 2 í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Eins og Hlín segir er það í höndum Íslands að halda sér uppi í A-deild Þjóðadeildarinnar, lokaleikurinn gegn Frakklandi fer fram á Laugardalsvelli á morgun. Frakkar búa hins vegar yfir mjög öflugu liði sem hefur unnið alla sína leiki í Þjóðadeildinni hingað til. „Franska liðið er með mjög góða leikmenn í öllum stöðum, en við höfum það fram yfir þær að við erum meira lið inni á vellinum. Á góðum degi getum við alveg strítt þeim og vonandi eigum við góðan dag á þriðjudaginn“ sagði Hlín. Hlín deilir herbergi á hóteli Hilton Nordica með litlu systur sinni, Örnu Eiríksdóttur, sem var kölluð inn í landsliðshóp vegna meiðsla Amöndu Jacobsen Andradóttur. „Sjúklega gaman… Þægilegt að hafa hana hérna, við hittumst ekkert alltof oft þannig að það er gaman fyrir mig“ sagði Hlín einnig en viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Hlín Eiríksdóttir fyrir Frakkaleikinn
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Fleiri fréttir Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Sjá meira