Niðurstaðan setji áform ríkisstjórnarinnar í uppnám Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. júní 2025 13:00 Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis. vísir/einar Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir nýkjörinn forseta Póllands bjóða meira af því sama. Búast megi við því að neitunarvaldinu verði beitt gegn ríkisstjórninni í hitamálum á borð við þungunarrof og hinsegin fólk. Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti, bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Póllandi í gær. Hlaut hann 50,89 prósent atkvæða og sigraði naumlega Rafal Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, sem hlaut 49,11 prósent atkvæða. Áform ríkisstjórnarinnar í uppnámi Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, fylgdist með niðurstöðum kosninganna í nótt. Hann segir niðurstöðuna benda til að hlutirnir verði með sama fari og undanfarin ár í Póllandi. „Þetta er í rauninni óbreytt sama niðurstaða upp á 0,1 prósent og í kosningum fyrir fimm árum þegar að Duda bar sigur úr býtum. Í rauninni má segja að þetta sé engin breyting frá núverandi valdahlutföllum. Það er ljóst að núverandi ríkisstjórn lagði mikið undir til að ná forsetaembættinu til að geta hrint fleiri af sínum stefnumálum í gang. Þetta setur það auðvitað í ákveðið uppnám.“ Mjótt hefur verið á munum í síðustu fimm forsetakosningum. „Það er mjög algengt að þessar tvær blokkir skipta þjóðinni í tvennt. Það má segja að það sé munur á ungu fólki í kosningunum í ár. Trzaskowski vann með miklum yfirburðum hjá ungu fólki síðast en það var ekki þannig núna. Nawrocki vann í rauninni kosningarnar meðal ungs fólks. Kjörsóknin var mjög mikil og vanalega hefur það gagnast frjálslyndum öflum en það reyndist ekki tilfellið núna. Kjörsókn er nánast 72 prósent en samt vinnur Lög og réttlæti.“ Með neitunarvaldið á lofti Pawel tekur fram að Nawrocki sé reynslulítill stjórnmálamaður. Búast megi við því að hann nýti neitunarvaldið í miklum mæli eins og forveri sinn í forsetastólnum og flokksbróðir Andrzej Duda. „Pólskir forsetar eru duglegir að nýta neitunarvaldið. Þetta er ekki reynslumikill pólitíkus. Ég held að fyrir hálfu ári síðan vissu fæstir Pólverjar hver hann væri. Hann er sagnfræðingur sem hefur stýrt tveimur til þremur stofnunum, safni og svokallaðar minningarstofnun. Það má segja að hans árangur sé merki um það að vörumerki Lög og réttlætis sé enn mjög sterkt í Póllandi.“ Nawrocki naut stuðnings Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í kosningunum. Pawel bendir á að það sé ekkert nýtt af nálinni að forseti Póllands aðhyllist stjórnvöld vestanhafs á meðan ríkisstjórnin setur sig meira við hlið Evrópusambandsins. „Það er engin efnisleg breyting á því til skamms tíma. Margt getur þó breyst eftir tvö ár þegar kosningar þingsins fara fram.“ Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti, bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Póllandi í gær. Hlaut hann 50,89 prósent atkvæða og sigraði naumlega Rafal Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, sem hlaut 49,11 prósent atkvæða. Áform ríkisstjórnarinnar í uppnámi Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, fylgdist með niðurstöðum kosninganna í nótt. Hann segir niðurstöðuna benda til að hlutirnir verði með sama fari og undanfarin ár í Póllandi. „Þetta er í rauninni óbreytt sama niðurstaða upp á 0,1 prósent og í kosningum fyrir fimm árum þegar að Duda bar sigur úr býtum. Í rauninni má segja að þetta sé engin breyting frá núverandi valdahlutföllum. Það er ljóst að núverandi ríkisstjórn lagði mikið undir til að ná forsetaembættinu til að geta hrint fleiri af sínum stefnumálum í gang. Þetta setur það auðvitað í ákveðið uppnám.“ Mjótt hefur verið á munum í síðustu fimm forsetakosningum. „Það er mjög algengt að þessar tvær blokkir skipta þjóðinni í tvennt. Það má segja að það sé munur á ungu fólki í kosningunum í ár. Trzaskowski vann með miklum yfirburðum hjá ungu fólki síðast en það var ekki þannig núna. Nawrocki vann í rauninni kosningarnar meðal ungs fólks. Kjörsóknin var mjög mikil og vanalega hefur það gagnast frjálslyndum öflum en það reyndist ekki tilfellið núna. Kjörsókn er nánast 72 prósent en samt vinnur Lög og réttlæti.“ Með neitunarvaldið á lofti Pawel tekur fram að Nawrocki sé reynslulítill stjórnmálamaður. Búast megi við því að hann nýti neitunarvaldið í miklum mæli eins og forveri sinn í forsetastólnum og flokksbróðir Andrzej Duda. „Pólskir forsetar eru duglegir að nýta neitunarvaldið. Þetta er ekki reynslumikill pólitíkus. Ég held að fyrir hálfu ári síðan vissu fæstir Pólverjar hver hann væri. Hann er sagnfræðingur sem hefur stýrt tveimur til þremur stofnunum, safni og svokallaðar minningarstofnun. Það má segja að hans árangur sé merki um það að vörumerki Lög og réttlætis sé enn mjög sterkt í Póllandi.“ Nawrocki naut stuðnings Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í kosningunum. Pawel bendir á að það sé ekkert nýtt af nálinni að forseti Póllands aðhyllist stjórnvöld vestanhafs á meðan ríkisstjórnin setur sig meira við hlið Evrópusambandsins. „Það er engin efnisleg breyting á því til skamms tíma. Margt getur þó breyst eftir tvö ár þegar kosningar þingsins fara fram.“
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira