Skriðuhætta geti skapast á ólíklegum stöðum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júní 2025 11:45 Ekkert lát verður á úrkomunni fyrir norðan og austan samkvæmt veðurspám. Vísir/Vilhelm Skriðuhætta er á öllu norðanverðu landinu frá Ströndum að norðanverðum Austfjörðum. Mikil rigning er á landinu norðanverðu samfara leysingum og því má búast við vatnavöxtum. Mesta úrkoman mun falla á Tröllaskaga og Flateyjarskaga. Fram kemur á heimasíðu Veðurstofunnar að í nótt hafi víða snjóað til fjalla á annesjum á norðanverðu og austanverðu landinu. Hlýrra var á Austfjörðum en snjólínan var þar við um 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Úrkoman féll mest til fjalla en mesta mælda úrkoman á láglendi síðasta sólarhring var á Bakkagerði í Borgarfirði eystra þar sem mældust hátt í 37 millimetrar. Leysingar byrjuðu í morgun Samkvæmt veðurspánni er ekkert lát á úrkomunni og búast má við mikilli uppsafnaðri úrkomu næstu tvo daga, sérstaklega á norðanverðu landinu í kringum Flateyjarskaga og Tröllaskaga. Eftir hádegi í dag mun rigna á láglendi en snjóa efst í fjallatoppum þegar hlýnar og má því búast við miklu afrennsli á þeim stöðum þar sem úrkoman verður mest. Gera má ráð fyrir mikilli rigningu nyrst á Tröllaskaga og Flateyjarskaga í dag og fram á helgi, en aðfaranótt fimmtudags mun draga eitthvað úr ákefðinni. Eins má búast við talsverðri úrkomu á Skaga, Vatnsnesi, Ströndum og á Tjörnesi næstu sólarhringa. Á þessum slóðum verður hætta á skriðuföllum og vatnavöxtum næstu daga, og hefur verið gefin út úrkomuviðvörun fyrir þessi svæði. Uppsöfnuð úrkoma samkvæmt UWC-IG veðurlíkaninu fyrir næstu 70 klukkustundir.Veðurstofa Íslands Á norðanverðum Austfjörðum má búast við úrkomu, en hún verður mest í grennd við Vopnafjörð, Borgarfjörð eystri og Mjóafjörð. Spáin gerir ráð fyrir minni úrkomu á Seyðisfirði og Eskifirði, en þó má búast við þónokkurri úrkomu á þeim slóðum. Grunnvatnsmælar á Seyðisfirði og Eskifirði gefa til kynna að grunnvatnsstaða sé lág. Líkt og á Norðurlandi snjóaði í nótt, en leysingar byrjuðu í morgun og mun snjólínan hækka fram eftir degi. Hætta geti skapast á ólíklegum stöðum Úrkoman austast á fjörðunum mun vara skemur en á Norðurlandi, en gera má ráð fyrir því að dragi hratt úr úrkomuákefðinni skömmu eftir hádegi miðvikudaginn 4. júní, þó styttir ekki upp fyrr en seinna um daginn. Þar sem uppsöfnuð úrkoma er talsverð á svæðinu er varað við auknum líkum á skriðuföllum. Í miklum vatnsveðrum sem þessum geti verið erfitt að spá fyrir um staðbundna úrkomu í flóknu fjarðarlandslagi, og því geti verið erfitt að meta hvar skriðuhættan er mest. Snöggar breytingar í hitastigi og vindátt geti valdið því að aðstæður breytast snögglega, og hætta geti skapast á ólíklegum stöðum. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að skriðuvaktin muni fylgjast náið með aðstæðum næstu sólarhringa en til að geta lagt betur mat á aðstæður sé mikilvægt fyrir vaktina að fá tilkynningar um skriðuföll. Hægt er að hafa samband við skriðuvaktina í síma 522-6000. Veður Almannavarnir Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Sjá meira
Fram kemur á heimasíðu Veðurstofunnar að í nótt hafi víða snjóað til fjalla á annesjum á norðanverðu og austanverðu landinu. Hlýrra var á Austfjörðum en snjólínan var þar við um 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Úrkoman féll mest til fjalla en mesta mælda úrkoman á láglendi síðasta sólarhring var á Bakkagerði í Borgarfirði eystra þar sem mældust hátt í 37 millimetrar. Leysingar byrjuðu í morgun Samkvæmt veðurspánni er ekkert lát á úrkomunni og búast má við mikilli uppsafnaðri úrkomu næstu tvo daga, sérstaklega á norðanverðu landinu í kringum Flateyjarskaga og Tröllaskaga. Eftir hádegi í dag mun rigna á láglendi en snjóa efst í fjallatoppum þegar hlýnar og má því búast við miklu afrennsli á þeim stöðum þar sem úrkoman verður mest. Gera má ráð fyrir mikilli rigningu nyrst á Tröllaskaga og Flateyjarskaga í dag og fram á helgi, en aðfaranótt fimmtudags mun draga eitthvað úr ákefðinni. Eins má búast við talsverðri úrkomu á Skaga, Vatnsnesi, Ströndum og á Tjörnesi næstu sólarhringa. Á þessum slóðum verður hætta á skriðuföllum og vatnavöxtum næstu daga, og hefur verið gefin út úrkomuviðvörun fyrir þessi svæði. Uppsöfnuð úrkoma samkvæmt UWC-IG veðurlíkaninu fyrir næstu 70 klukkustundir.Veðurstofa Íslands Á norðanverðum Austfjörðum má búast við úrkomu, en hún verður mest í grennd við Vopnafjörð, Borgarfjörð eystri og Mjóafjörð. Spáin gerir ráð fyrir minni úrkomu á Seyðisfirði og Eskifirði, en þó má búast við þónokkurri úrkomu á þeim slóðum. Grunnvatnsmælar á Seyðisfirði og Eskifirði gefa til kynna að grunnvatnsstaða sé lág. Líkt og á Norðurlandi snjóaði í nótt, en leysingar byrjuðu í morgun og mun snjólínan hækka fram eftir degi. Hætta geti skapast á ólíklegum stöðum Úrkoman austast á fjörðunum mun vara skemur en á Norðurlandi, en gera má ráð fyrir því að dragi hratt úr úrkomuákefðinni skömmu eftir hádegi miðvikudaginn 4. júní, þó styttir ekki upp fyrr en seinna um daginn. Þar sem uppsöfnuð úrkoma er talsverð á svæðinu er varað við auknum líkum á skriðuföllum. Í miklum vatnsveðrum sem þessum geti verið erfitt að spá fyrir um staðbundna úrkomu í flóknu fjarðarlandslagi, og því geti verið erfitt að meta hvar skriðuhættan er mest. Snöggar breytingar í hitastigi og vindátt geti valdið því að aðstæður breytast snögglega, og hætta geti skapast á ólíklegum stöðum. Fram kemur á vef Veðurstofunnar að skriðuvaktin muni fylgjast náið með aðstæðum næstu sólarhringa en til að geta lagt betur mat á aðstæður sé mikilvægt fyrir vaktina að fá tilkynningar um skriðuföll. Hægt er að hafa samband við skriðuvaktina í síma 522-6000.
Veður Almannavarnir Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fleiri fréttir Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Hvasst sunnantil og víða rigning eða slydda Hvassviðri syðst á landinu Smá rigning eða slydda víða Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Rigning eða slydda sunnan- og vestanlands Bjart sunnan- og vestanlands en él norðan- og austantil Allhvasst syðst en hægari vindur annars staðar Bjartviðri suðvestantil en hvasst suðaustanlands Blæs hressilega af austri Stormur í kortunum Snjódýptin geti náð fjörutíu sentimetrum Gul viðvörun vegna snjókomu Snjókoma í kortunum Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Vara við flughálku í fyrramálið Skúrir á víð og dreif og hiti að sex stigum Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Sjá meira